Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 HELGARBLAÐ Það er óákveðið hvað ég er að fara að gera, ég er aðeins að spá í spilin og velta fyrir mér næstu skrefum. Það er ekkert ákveðið í þeim efnum,“ segir Dagur Kári Pétursson en nýjasta mynd hans, The Good Heart, sem skartar þeim Brian Cox og Paul Dano í aðalhlut- verkum, hefur fengið fína dóma hér á landi og erlendis. Myndin fjallar um Jacques, leikinn af sjálfum Brian Cox, sem er frekar bit- ur og reiður bareigandi. Hann tekur upp á sína arma ungan heimilislaus- an dreng sem leikinn er af Paul Dano og reynir að þjálfa hann í að reka bar- inn svo hann geti tekið við honum eft- ir hans dag. Fagmaðurinn Cox „Það var mögnuð lífsreynsla að vinna með Brian Cox. Hann er mikill fag- maður og er náttúrlega með ótrúlega reynslu. Ég hef aldrei unnið með leik- ara áður sem hefur séð fyrir hvað fer í myndina og hvað verður klippt út um leið og hann er að leika. Hann er ótrúlega tæknilegur leik- ari. Það var oft þannig að þegar ég bað hann um að gera eitthvað vildi hann eiginlega ekki gera það því þá var hann búinn að sjá myndina klippta í hausnum á sér og vissi að ég myndi klippa atriðið úr. Meðan hann var að leika var hann farinn að hugsa klippi- vinnsluna. Þetta fór pínu í taugarn- ar á mér á köflum en svo þegar ég var kominn við klippiborðið kom í ljós að hann hafði yfirleitt rétt fyrir sér,“ segir Dagur um Cox. Cox er skoskur leikari sem er þekktur fyrir verk sín með Royal Shakespeare Company sem er eitt virtasta leikhús Bretlands. Cox hef- ur gríðarlega reynslu, bæði á sviði og fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar. Þekktastur er hann fyrir hlutverk sín í Rob Roy, Braveheart, The Ring og Bourne-myndirnar rökuðu vel inn. „Í krafti reynslu sinnar var eins og hann hefði innsýn inn í allar deild- ir. Hann gat alltaf komið með bestu lausnina á þeim vandamálum sem komu upp. Hvort sem það var í bún- ingadeild, förðun eða leikmyndadeild eða jafnvel við tæknibrellur. Hans lausnir voru yfirleitt þær bestu. Það var því gaman að vinna með manni með svona mikla reynslu og yfirsýn,“ segir Dagur. Stjörnurnar eiga að fá góðan aðbúnað Á móti Cox leikur Paul Dano sem flest- ir þekkja sem bróðurinn í Little Miss Sunshine sem þráði að verða flug- maður. Þar fór hann á kostum. Dag- ur Kári segir Dano einnig vera mik- inn snilling. „Það var ótrúlega gaman að vinna með honum. Hann er mjög hæfileikaríkur og þroskuð sál. Hann var ekki nema 23 ára þegar hann tók við þessu hlutverki en hann var eins og öldungur.“ Dano er fæddur 1984 og þykir mjög fær leikari. Dagur segir að hann sé rólyndispiltur og sé ekki með neina stjörnustæla. „Ég myndi frekar kalla þetta kröfur innan eðlilegra marka. Þessi mynd gat ekkert boðið upp á mikla stjörnutakta. Það þarf samt allt- af að hlúa að þeim sem eru fyrir fram- an myndavélina - það mæðir mikið á þeim. Mér finnst að þeir eigi rétt á því að allur aðbúnaður sé eins og best verður á kosið.“ Þeir Dano og Cox hafa verið stór- stjörnur í langan tíma - unnið með mörgum af þekktustu og virtustu leikstjórum heimsins. Þeir hins veg- ar hentu öllu frá sér til að geta ver- ið með í þessu verkefni. „Það getur verið smá frumskógur að komast að svona mönnum. Þeir eru umkringdir umboðsmönnum, lögfræðingum og þannig fólki. En þegar þeir voru búnir að fá handritið í hendurnar gekk þetta fljótt og hratt fyrir sig. Þeir fíluðu það í botn og voru tilbúnir að ryðja öllum hindrunum úr vegi til að geta verið með.“ Allt risavaxið í New York Myndin hefur fengið góða dreifingu um Bandaríkin og verður sýnd í 22 borgum víða um land tækifæranna. Þá verður hún einnig sýnd í Frakk- landi. „Þetta er rosa gott,“ segir Dagur. Myndin var að mestu tekin upp hér á Íslandi sem og í Bandaríkjunum í sjálfri New York þar sem allt er svo stórt og mikið. Meira að segja kvik- myndaframleiðslan er stór og mikil. „Það er allt stærra í sniðum þar en hér. Mér finnst gott að vinna með eins fá- mennu tökuliði og kostur er. Það voru fimmtán manns hérna við tökur en í New York voru í kringum sextíu sem þykir ekki mikið þar á bænum.“ Niðurskurðurinn hræðilegt slys Dagur Kári vakti fyrst athygli með myndinni Nói Albínói en síðasta mynd hans, Voksne Mennesker sem kom út árið 2005, hlaut mjög góð- ar viðtökur. Hann er samt ekkert að stressa sig á því hvað hann ætli að gera næst. „Ég er þannig að ég vinn alveg rosalega hægt - það háir mér kannski, en ég á mjög erfitt með að vera með mjög marga bolta á lofti í einu,“ seg- ir Dagur og bætir við að hann sé ekki að flýja land þrátt fyrir kreppu og nið- urskurð í sínu fagi. „Þetta er hræðilegt slys og hugsanafeill hjá stjórnvöld- um. Það er ekki spurning að við kvik- myndagerðarmenn vitum að það er hart í ári og við viljum taka þátt í nið- urskurði en þarna er verið að ræða um aflimum. Það getur haft mjög alvarleg- ar afleiðingar í för með sér fyrir bransa sem er í miklum blóma. Bransa sem skilar bæði peningum í kassann og menningararfi. Maður hélt lengi að þetta væru prentvillur þegar maður las þetta fyrst. En þarna hefur átt sér stað einhver hugsanavilla sem maður vonar að verði leiðrétt. En ætli maður reyni ekki að þrauka hér á landi fram í lengstu lög.“ benni@dv.is Dagur Kári Pétursson leikstjóri og myndin hans The Good Heart hafa slegið í gegn að undan- förnu, ekki aðeins hér heima heldur einnig erlendis. Myndin fjallar um Jacques, leikin af sjálfum Brian Cox, sem tekur upp á sína arma ungan heimilislausan dreng sem leikinn er af Paul Dano. Dagur Kári var með myndina í kollinum á sér í næstum því áratug og hefur ekki hugmynd um hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur. Hann segir niðurskurð til kvikmyndagerðarmanna vera slys og að stór- stjörnur eins og Cox og Dano eigi rétt á því að gera kröfur innan eðlilegra marka um aðbúnað sinn við kvikmyndasettið. VINNUR Á HRAÐA SNIGILSINS Nýtur lífsins Dagur Kári er ekkert að stressa sig á hlutunum og tekur lífinu með ró. MYND KRISTINN MAGNÚSSON Gömul hugmynd Hugmyndin að myndinni fæddist þegar Dagur var enn við nám. MYND KRISTINN MAGNÚSSON Tveir meistarar Paul Dano og Brian Cox að störfum í myndinni. Dagur ber þeim góða söguna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.