Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Síða 40
F Ö S T U DAG U R 26 . M AR S 201040 Regína Valbjörg Reynisdóttir og Hermann Marinó Maggýjarson giftu sig í Ólafsvík 9. ágúst 2008 á sólríkum degi og héldu veislu sem rennur þeim seint úr minni. Slökkviliðsbíll beið fyrir utan kirkjuna Brúðarbíllinn Regína og Hermann fyrir framan heldur óvenjulegan brúðarbíl. Brúðhjónin í fjörunni Veðrið lék við parið nýgifta. Bræðurnir sprella Hermann og bróðir hans skelltu sér í búninga og komu gestum veislunnar á óvart. Mömmurnar komu á óvart Mæður Regínu og Hermanns komu þeim á óvart með Abba-dansatriði. Þetta var geggjað. Veðr-ið var frábært, mat-urinn góður, sviðið i félagsheimilinu var vel nýtt, skemmtiatriðin voru mörg, bæði plönuð og óvænt og allt í sambandi við veisluna heppnaðist svakalega vel,“ segir Regína en fjölskylda og vinir lögðu hönd á plóg til að gera veisluna sem ánægjuleg- asta. Kirkjugestum brá heldur betur í brún þegar þeir stigu út úr kirkjunni og venjulegur skreyttur bíll beið ekki brúð- hjónanna. Í staðinn var for- láta slökkviliðsbíll, Reo Stu- debaker M 45 árgerð 1953, sem Slökkviliðið í Ólafsvík lánaði þeim. „Bílnum var stillt upp fyrir framan kirkj- una þegar allir voru komn- ir inn í hana. Við sátum svo aftan á honum niður í fjöru þar sem teknar voru nokkrar myndir. Svo lá leiðin í félags- heimilið þar sem biðu okkar allir gestirnir með freyðivín við hönd. Slökkviliðið kom ekki bara við sögu með bílnum heldur var það meira og minna þem- að í gegnum allt brúðkaupið. Ástæðan fyrir því er að Hermann er slökkviliðsmaður í Reykja- vík og var vaktin hans meira og minna kom- in til Ólafsvíkur til að vera viðstödd auk þess sem hljómsveitin var mynduð úr meðlimum Slökkviliðsins. Eins og áður kom fram voru veislustjórar veislunnar kynntir til leiks með látum. „Veislu- stjórarnir voru vinkona mín og bróðir Her- manns. Þegar allir voru sestir fylltum við sal- inn af reyk með reykvél. Það var ákveðið að hafa dimmt í salnum sem fólki þótti skrýtið. Lag- ið Holding out for a hero með Bonnie Tyler var sett á fóninn og ljós sett í gang. Vinkona mín lá „hjálpar- vana“ á sviðinu og bróðir Hermanns ráfaði um svið- ið í reykköfunarbúningn- um hans Hermanns til að bjarga henni,“ segir Reg- ína. „Fólk vissi ekki alveg hvað var að gerast en það áttaði sig fljótt á því. Ég held að fólk hafi þá vitað að þetta yrði skemmtilegt kvöld.“ Þetta var ekki eina atriðið sem kom á óvart í veislunni því mæð- ur hjónanna tóku sig til, klæddu sig upp í flottan diskóbúning og tóku Abba-lag. „Það vissi enginn af þessu atriði. Kjálkinn á pabba fór alveg niður í gólf,“ segir Regína. Brúðguminn sjálfur klæddi sig úr sparifötunum og tók dansatriði með bróður sínum sem kom gestum einnig á óvart. „Þeir höfðu æft dans- atriði fyrir fimmtugsafmæli mömmu sinnar og það sló svona líka í gegn að þeir ákváðu að krydda aðeins gamla atriðið og sýna í brúðkaupinu. Svo tóku líka vinkonur mínar Allt fyr- ir ástina eftir Pál Óskar en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það má eiginlega segja að veislan hafi verið skemmtiatriði út í gegn,“ segir hún. „Svo var dansað fram eftir nóttu.“ Regína og Hermann, sem bæði eru frá Ólafs- vík, kynntust sumarið 1999 og hafa því verið saman í ellefu ár. Bónorðið fékk Regína í júlí 2007 á hótel- herbergi í New York. „Við vorum í Bandaríkjunum í ferð til Boston og New York. Bónorðið var mjög óvænt. Ég á afmæli 29. júlí og daginn áður eða 28. júlí vorum við uppi á hótelherbergi og hann gaf mér afmælisgjöfina þá. Bónorðið kom í kjölfarið. Hann gat eiginlega ekki beðið eftir afmælisdegin- um fyrst hann var kom- inn með hringinn í hend- urnar. Við giftum okkur svo ári seinna,“ segir hún. Regína og Hermann eiga engin börn en eiga tvö dýr, hundinn Mugg og köttinn Kalla. Hjónin hugsa með hlýju til veisl- unnar góðu og eru þakklát vinum og ættingjum sem lögðu hönd á plóg við matinn, hljóðkerfi, myndatöku, hljómsveit og ekki síst þeim sem lögðu leið sína til Ólafsvíkur í brúð- kaupið. „ Allt gistipláss var uppbók- að og tjaldstæðið mikið notað. Fólk er enn að minnast á þessa veislu í dag og manni þykir rosalega vænt um það,“ segir Regína. asdisbjorg@dv.is Í hugum flestra er brúðkaupsdagurinn einn eftirminnilegasti dagur lífs þeirra. Við sjáum um að glæsileiki, stíll og frábær upplifun sé í hávegum, hvort sem það á áð vera látlaust eða veigamikið, þá höfum við lausnina. veislur@simnet.iswww.menu4u.is Er brúðkaup í vændum? Vörur á verði fyrir þig Kringlunni - Sími: 568 9955 - www.tk.is RÚMFÖT - GLÖS - KRISTALL - KARÖFLUR - STELL HNÍFAPARATÖSKUR - SKARTGRIPIR - TERTUDISKAR ÍSLENSKAR HÖNNUNARVÖRUR - ÍSLENSK MYNDLIST FURSTYNJAN Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell www. tk . i s Tilvonandi brúðhjón velkomin að skrá óskalistann ykkar Brúðhjónin fá fallega gjöf 40 ára BrúðhjónaGjafir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.