Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Blaðsíða 40
F Ö S T U DAG U R 26 . M AR S 201040 Regína Valbjörg Reynisdóttir og Hermann Marinó Maggýjarson giftu sig í Ólafsvík 9. ágúst 2008 á sólríkum degi og héldu veislu sem rennur þeim seint úr minni. Slökkviliðsbíll beið fyrir utan kirkjuna Brúðarbíllinn Regína og Hermann fyrir framan heldur óvenjulegan brúðarbíl. Brúðhjónin í fjörunni Veðrið lék við parið nýgifta. Bræðurnir sprella Hermann og bróðir hans skelltu sér í búninga og komu gestum veislunnar á óvart. Mömmurnar komu á óvart Mæður Regínu og Hermanns komu þeim á óvart með Abba-dansatriði. Þetta var geggjað. Veðr-ið var frábært, mat-urinn góður, sviðið i félagsheimilinu var vel nýtt, skemmtiatriðin voru mörg, bæði plönuð og óvænt og allt í sambandi við veisluna heppnaðist svakalega vel,“ segir Regína en fjölskylda og vinir lögðu hönd á plóg til að gera veisluna sem ánægjuleg- asta. Kirkjugestum brá heldur betur í brún þegar þeir stigu út úr kirkjunni og venjulegur skreyttur bíll beið ekki brúð- hjónanna. Í staðinn var for- láta slökkviliðsbíll, Reo Stu- debaker M 45 árgerð 1953, sem Slökkviliðið í Ólafsvík lánaði þeim. „Bílnum var stillt upp fyrir framan kirkj- una þegar allir voru komn- ir inn í hana. Við sátum svo aftan á honum niður í fjöru þar sem teknar voru nokkrar myndir. Svo lá leiðin í félags- heimilið þar sem biðu okkar allir gestirnir með freyðivín við hönd. Slökkviliðið kom ekki bara við sögu með bílnum heldur var það meira og minna þem- að í gegnum allt brúðkaupið. Ástæðan fyrir því er að Hermann er slökkviliðsmaður í Reykja- vík og var vaktin hans meira og minna kom- in til Ólafsvíkur til að vera viðstödd auk þess sem hljómsveitin var mynduð úr meðlimum Slökkviliðsins. Eins og áður kom fram voru veislustjórar veislunnar kynntir til leiks með látum. „Veislu- stjórarnir voru vinkona mín og bróðir Her- manns. Þegar allir voru sestir fylltum við sal- inn af reyk með reykvél. Það var ákveðið að hafa dimmt í salnum sem fólki þótti skrýtið. Lag- ið Holding out for a hero með Bonnie Tyler var sett á fóninn og ljós sett í gang. Vinkona mín lá „hjálpar- vana“ á sviðinu og bróðir Hermanns ráfaði um svið- ið í reykköfunarbúningn- um hans Hermanns til að bjarga henni,“ segir Reg- ína. „Fólk vissi ekki alveg hvað var að gerast en það áttaði sig fljótt á því. Ég held að fólk hafi þá vitað að þetta yrði skemmtilegt kvöld.“ Þetta var ekki eina atriðið sem kom á óvart í veislunni því mæð- ur hjónanna tóku sig til, klæddu sig upp í flottan diskóbúning og tóku Abba-lag. „Það vissi enginn af þessu atriði. Kjálkinn á pabba fór alveg niður í gólf,“ segir Regína. Brúðguminn sjálfur klæddi sig úr sparifötunum og tók dansatriði með bróður sínum sem kom gestum einnig á óvart. „Þeir höfðu æft dans- atriði fyrir fimmtugsafmæli mömmu sinnar og það sló svona líka í gegn að þeir ákváðu að krydda aðeins gamla atriðið og sýna í brúðkaupinu. Svo tóku líka vinkonur mínar Allt fyr- ir ástina eftir Pál Óskar en hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Það má eiginlega segja að veislan hafi verið skemmtiatriði út í gegn,“ segir hún. „Svo var dansað fram eftir nóttu.“ Regína og Hermann, sem bæði eru frá Ólafs- vík, kynntust sumarið 1999 og hafa því verið saman í ellefu ár. Bónorðið fékk Regína í júlí 2007 á hótel- herbergi í New York. „Við vorum í Bandaríkjunum í ferð til Boston og New York. Bónorðið var mjög óvænt. Ég á afmæli 29. júlí og daginn áður eða 28. júlí vorum við uppi á hótelherbergi og hann gaf mér afmælisgjöfina þá. Bónorðið kom í kjölfarið. Hann gat eiginlega ekki beðið eftir afmælisdegin- um fyrst hann var kom- inn með hringinn í hend- urnar. Við giftum okkur svo ári seinna,“ segir hún. Regína og Hermann eiga engin börn en eiga tvö dýr, hundinn Mugg og köttinn Kalla. Hjónin hugsa með hlýju til veisl- unnar góðu og eru þakklát vinum og ættingjum sem lögðu hönd á plóg við matinn, hljóðkerfi, myndatöku, hljómsveit og ekki síst þeim sem lögðu leið sína til Ólafsvíkur í brúð- kaupið. „ Allt gistipláss var uppbók- að og tjaldstæðið mikið notað. Fólk er enn að minnast á þessa veislu í dag og manni þykir rosalega vænt um það,“ segir Regína. asdisbjorg@dv.is Í hugum flestra er brúðkaupsdagurinn einn eftirminnilegasti dagur lífs þeirra. Við sjáum um að glæsileiki, stíll og frábær upplifun sé í hávegum, hvort sem það á áð vera látlaust eða veigamikið, þá höfum við lausnina. veislur@simnet.iswww.menu4u.is Er brúðkaup í vændum? Vörur á verði fyrir þig Kringlunni - Sími: 568 9955 - www.tk.is RÚMFÖT - GLÖS - KRISTALL - KARÖFLUR - STELL HNÍFAPARATÖSKUR - SKARTGRIPIR - TERTUDISKAR ÍSLENSKAR HÖNNUNARVÖRUR - ÍSLENSK MYNDLIST FURSTYNJAN Söfnunarstell 13 teg. á lager - Pöntum inn í enn fleiri stell www. tk . i s Tilvonandi brúðhjón velkomin að skrá óskalistann ykkar Brúðhjónin fá fallega gjöf 40 ára BrúðhjónaGjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.