Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Side 52
UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON, kgk@dv.is
Ingvar Gýgjar Jónsson
FYRRV. BYGGINGARFULLTRÚI NORÐVESTURLANDS
Ingvar fædd-
ist á Hafsteins-
stöðum í Skaga-
firði og ólst þar
upp til tíu ára
aldurs en síð-
an á Gýgjar hóli.
Hann stundaði
nám við Iðn-
skólann á Sauð-
árkróki, lauk
sveinsprófi í
húsasmíði 1953,
öðlaðist meist-
araréttindi 1956,
kynnti sér bygg-
ingatækni á
Norðurlöndum,
í Bretlandi og
Kanada, stundaði nám til löggild-
ingar fasteignaviðskipta og lauk
prófum frá endurmenntunardeild
HÍ í matstæknifræði 1992.
Ingvar stundaði húsasmíðar
til 1959, varð þá byggingarfulltrúi
Norðurlandsumdæmis vestra og
síðan byggingarfulltrúi Skagafjarð-
ar til 2000.
Ingvar sat í hreppsnefnd Stað-
arhrepps 1966-86, sat í skólanefnd
og barnaverndarnefnd hreppsins
1966-86 og í skólanefnd Varma-
hlíðarskóla um skeið.
Fjölskylda
Ingvar kvæntist 30.12. 1956 Sig-
þrúði Sigurðardóttur, f. 1.6. 1934,
sjúkraliða og húsmóður. Hún er
dóttir Sigurðar Jónssonar og k.h.,
Þuríðar Sigurðardóttur er bjuggu
að Litlu-Giljá í Sveinsstaðahreppi.
Börn Ingvars og Sigþrúð-
ar eru Þuríð-
ur Dóra, f. 1955,
tækniteiknari
og bókhaldari
í Reykjavík, gift
Alexander Eð-
varðssyni og
eiga þau fjögur
börn og fimm
barnabörn; Jón
Olgeir, f. 1957,
búfræðingur,
starfsmaður
Steinullarverk-
smiðjunnar á
Sauðárkróki og
bóndi á Gígjar-
hóli, kvænt-
ur Gígju Rafns-
dóttur og eiga þau fjögur börn
og eitt barnabarn; Sigurður Haf-
steinn, f. 1959, húsasmíðameist-
ari og starfsmaður hjá bygging-
arfulltrúa Skagafjarðar, kvæntur
Berglindi Ragnarsdóttur og eiga
þau fjögur börn; Magnús, f. 1960,
húsasmíðameistari og bygging-
arfræðingur, kvæntur Aðalheiði
Reynisdóttur og eiga þau þrjú börn
og þrjú barnabörn; Ingvar Páll, f.
1972, tæknifræðingur og húsamið-
ur á Sauðárkróki, kvæntur Þórunni
Elfu Sveinsdóttur og eiga þau þrjú
börn.
Bróðir Ingvars er Jón Hafsteinn,
f. 1928, fyrrv. menntaskólakennari,
búsettur í Reykjavík.
Foreldrar Ingvars: Jón Jónsson,
f. 1888, d. 1972, bóndi á Hafsteins-
stöðum og Gýgjarhóli, og Sigur-
björg Olga Jónsdóttir, f. 1903, d.
1997, húsfreyja.
80 ÁRA Á LAUGARDAG 80 ÁRA Á SUNNUDAG
Þórdís Jónsdóttir Sandholt
FYRRV. SKRIFSTOFUMAÐUR VIÐ GJALDHEIMTUNA Í REYKJAVÍK
Þórdís fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp við Eiríksgötuna. Hún stundaði
nám við Kvöldskóla KFUM og lauk
gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla
Ingimars 1948.
Jafnframt heimilisstörfum vann
Þórdís við bílabónun, starfaði hjá
Ritsíma Íslands 1967-76 og síðan hjá
Gjaldheimtunni í Reykjavík 1976-87.
Fjölskylda
Þórdís giftist 1.4. 1950 Óskari Jörgen
Sandholt, f. 22.4.1922, d. 22.8.1985,
rennismið. Hann var sonur Hjart-
ar Sandholt, vélstjóra í Reykjavík, og
Berthu Gunnhild Lufsted Sandholt,
frá Bornholm í Danmörku.
Börn Þórdísar og Óskars eru Þór-
unn Sandholt, f. 6.9.1950, lyfjatæknir,
búsett í Kópavogi, og eru börn henn-
ar Magnús Þór Sandholt, Sigríður Erla
Sandholt og Þórdís Ósk Sandholt;
Gerður Sandholt, f. 3.2. 1952, versl-
unarmaður í Reykjavík, gift Ívari Þ.
Björnssyni, gullsmið og leturgrafara,
og eru börn þeirra Birna og Ívar Björn;
Guðbjörg Sandholt, f. 12.6. 1953, sölu-
stjóri í Reykjavík, og eru synir hennar
Gunnlaugur Jónsson og Sigmundur
Sandholt Jónsson; Jens Sandholt, f.
30.1. 1957, byggingastjóri, búsettur í
Mosfellsbæ, kvæntur Elínu Láru Ed-
vardsdóttur framkvæmdastjóra og
eru börn þeirra Rúnar Þór Árnason,
Fanney Lára Sandholt og Inger Ósk
Sandholt; Jón Guðni Sandholt, f. 15.7.
1958, fasteignasali, búsettur í Garða-
bæ, kvæntur Guðrúnu Láru Sandholt
húsmóður og eru börn þeirra Guð-
rún Katrín Ólafsdóttir, Helga Margrét
Ólafsdóttir, Þórunn Sandholt, Líney
Sif Sandholt og Jón Guðni Sandholt;
Óskar Jörgen Sandholt, f. 8.8. 1965,
framkvæmdastjóri, búsettur í Reykja-
vík, kvæntur Þorbjörgu Guðjónsdótt-
ur húsmóður og eru börn þeirra Ósk-
ar Jörgen Sandholt og Berta Sandholt.
Langömmubörn Þórdísar eru nú
nítján talsins.
Systkin Þórdísar: Pétur, f. 24.9.
1923, nú látinn, vélstjóri í Reykjavík;
Ólafur, f. 10.10.1925, nú látinn, húsa-
málari og listmálari, búsettur í Kópa-
vogi; Þórhallur, f. 1.10.1927, fyrrv.
verslunarmaður, búsettur í Mosfells-
bæ; Sigurbjörg, f. 11.1.1936, húsmóð-
ir í Reykjavík.
Foreldrar Þórdísar voru Jón Guðni
Gunnar Pétursson, f. 1.10. 1895, d.
3.8. 1981, vélstjóri í Reykjavík, og
Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 14.6. 1894, d.
11.4. 1970, húsmóðir.
Ætt
Jón Guðni var sonur Péturs eldri, b. í
Nýjabæ og sjómanns, bróður Péturs
yngri, föður Erlendar Ó. Péturssonar,
formanns KR. Pétur var einnig bróð-
ir Jóns, föður Láru, ömmu Láru Ragn-
arsdóttur, fyrrv. alþm. og Árna Tóm-
asar Ragnarssonar læknis. Jón var
einnig faðir skipstjóranna Jóns Otta
og Guðmundar á Skallagrími, föður
Jóns á Reykjum í Mosfellssveit. Dóttir
Jóns var Ásta, amma Ástu Ragnheið-
ar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.
Önnur dóttir Jóns var Guðrún, móð-
ir Jóns Guðmundssonar mennta-
skólakennara. Systir Péturs var Guð-
rún, langamma Arnar Erlingssonar,
skipstjóra í Keflavík. Pétur var son-
ur Þórðar, b. og skipasmiðs í Gróttu,
bróður Ingibjargar, langömmu Péturs
Sigurðssonar alþm. Þórður var son-
ur Jóns, skipasmiðs í Engey, bróður
Guðrúnar, langömmu Bjarna Bene-
diktssonar forsætisráðherra, föður
Björns, fyrrv. ráðherra og Valgerðar
alþm. Bróðir Bjarna var Sveinn, afi
Bjarna Benediktssonar, alþm. og for-
manns Sjálfstæðisflokksins, en systir
Bjarna var Kristjana, móðir Halldórs
Blöndal, fyrrv. ráðherra. Jón var einn-
ig bróðir Guðfinnu, ömmu Bjarna
Jónssonar vígslubiskups. Jón var son-
ur Péturs, b. í Engey Guðmundsson-
ar, lrm. í Skildinganesi Jónssonar,
sem var annar þeirra sem mældi út
lóð Reykjavíkur eftir að hún var gerð
að sérstökum kaupstað 1786. Móðir
Þórðar í Gróttu var Guðrún Þórðar-
dóttir, dbrm. í Skildinganesi Jónsson-
ar og Margrétar Guðmundsdóttur,
systur Péturs í Engey.
Móðir Jóns Guðna var Ingibjörg
Jónsdóttir, b. í Litlabæ á Álftanesi Vig-
fússonar, og Guðnýjar Diðriksdóttur.
Guðbjörg var dóttir Ólafs, b. í
Sviðnisgörðum Guðmundssonar, og
Þórunnar Matthíasdóttur.
Ólafur fæddist í Reykjavík en ólst upp
í Hafnarfirði. Hann lauk gagnfræða-
prófi frá Flensborg 1967, loftskeyta-
mannsprófi 1969, prófi í rafmagns-
tæknifræði frá Aarhus Teknikum
1976, kennaraprófi frá KHÍ 1986 og
stundaði samnorrænt framhaldsnám
fyrir starfsmenntakennara 1990-92.
Ólafur var loftskeytamaður á
Seyðisfirði og á togurum 1969-71 og
í afleysingum á togurum með námi
1971-76, starfaði við Kröfluvirkjun
1977-78, var yfirmaður radíóeftir-
lits Pósts og síma 1978-81, kenndi
við Póst- og símaskólann 1978-84,
starfaði í tölvudeild Heimilistækja
hf. 1980-81, hjá Pósti og síma 1982-
84, var deildarstjóri við Iðnskólann í
Hafnarfirði 1984-94, framkvæmda-
stjóri Tæknibæjar frá 1991 en þó með
hléum undanfarin ár sökum verkefna
á erlendum vettvangi.
Kreppan og hrun bankanna hafði
óveruleg áhrif á rekstur fyrirtækis
hans, enda skuldlaust á þeim tíma
sem hún reið yfir.
Ólafur sat í nefnd um slysavarnir
1979-80, var trúnaðarmaður við Iðn-
skólann í Hafnarfirði 1985-89, í stjórn
IÐNÚ 1985-91 og samdi og þýddi
kennslubækur í rafeindatækni sem
kenndar eru í starfsmenntaskólum.
Þá gegndi hann formennsku í stjórn
húsfélagsins að Skipholti 50c 2002-
2008.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 22.6. 1980 Agnesi
Arthúrs dóttur, f. 14.9. 1950, leikskóla-
kennara.
Börn Ólafs og Agnesar eru Sigríð-
ur, f. 21.3.1980, viðskiptafræðingur;
Arthúr, f. 11.6.1983, BS í hugbúnað-
arverkfræði; Gauti Rafn, f. 27.7. 1987,
stúdent.
Dóttir Ólafs er Íris, f. 14.9. 1977,
verkfræðingur.
Dóttir Agnesar er Hildur Aðal-
steinsdóttir, f. 31.7. 1969, leikskóla-
kennari.
Foreldrar Ólafs: Ari Benjamíns-
son, f. 16.11. 1917, d. 6.9. 2008, leigu-
bílstjóri í Hafnarfirði, og Sigriður Ól-
afsdóttir, f. 6.12. 1926, húsmóðir.
Ólafur fagnar afmæli sínu á Spáni
með nánustu fjölskyldu og vinafólki.
KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
60 ÁRA Á SUNNUDAG
Ólafur Arason
FRAMKVÆMDASTJÓRI TÆKNIBÆJAR
Þórður Grétar Árnason
BYGGINGARMEISTARI Á SELFOSSI
Þórður fæddist í
Reykjavík, flutti
í Gnúpverja-
hrepp á fjórða
árinu, flutti sex
árum síðar á
Stokkseyri en
hefur átt heima
á Selfossi frá
1970.
Þórður hóf
nám í húsa-
smíði hjá tré-
smiðju KÁ á
Selfossi 1967 og
lauk sveinsprófi
1970 og öðlaðist
síðar meistara-
réttindi 1973.
Þórður starfaði hjá KÁ til 1974
er hann hóf að starfa sjálfstætt.
Auk þess að vinna við húsasmíð-
ar hefur Þórður róið nokkrar ver-
tíðir á bátum frá Stokkseyri, starf-
rækt bílasölu og rekið söluturn í
Reykjavík.
Þórður starfaði með Leikfé-
lagi Selfoss í nokkur ár, sat í stjórn
knattspyrnudeildar UMF Selfoss
1984-85, sat í stjórn UMF Selfoss
1985-99 og var formaður félags-
ins 1996-99. Þá sat hann í stjórn
Héraðssambandsins Skarphéðins
1988-94, var varaformaður þess í
þrjú ár og sat í áfengisvarnanefnd
Selfoss 1986-98.
Fjölskylda
Þórður kvæntist 5.9. 1970 Vigdísi
Hjartardóttur, f. 2.3. 1951, leið-
beinanda. Hún er dóttir Hjartar
Leós Jónssonar, fyrrv. hreppstjóra
á Eyrarbakka,
og Sesselju Ástu
Erlendsdóttur
húsmóður.
Börn Þórð-
ar og Vigdísar
eru Þórdís Erla,
f. 15.10. 1970,
snyrtifræðing-
ur á Selfossi,
var gift Guðjóni
Ægi Sigurjóns-
syni sem er lát-
inn og eru börn
þeirra Hjörtur
Leó og Harpa
Hlíf; Árni Leó, f.
7.11.1973, starf-
ar við húsa-
smíði, búsettur í Reykjavík og er
dóttir hans Vigdís Halla.
Bræður Þórðar: Hinrik Ingi, f.
11.11. 1951, húsasmiður í Reykja-
vík; Sigurður Þórarinn, f. 7.11.
1952, starfsmaður við Járnblendi-
verksmiðjuna á Grundartanga,
búsettur í Mosfellsbæ.
Hálfsystkini Þórðar: Þórir
Steindórsson, f. 10.6. 1955, söðla-
smiður í Svíþjóð; Anna B. Stein-
dórsdóttir, f. 27.1. 1959, starfar
hjá Námsgagnastofnun, búsett í
Reykjavík; Steingerður Steindórs-
dóttir, f. 11.9. 1962, verslunarmað-
ur í Reykjavík..
Foreldrar Þórðar: Árni Theó-
dórsson, f. 19.6. 1927, fyrrv.
starfsmaður Olís, og Ágústa A.
Valdimarsdóttir, f. 19.12. 1931,
húsmóðir.
Stjúpfaðir Þórðar var Steindór
Guðmundsson.
60 ÁRA Á FÖSTUDAG
52 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 ÆTTFRÆÐI
DV1003243976