Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 26. mars 2010 HELGARBLAÐ Páll fæddist í Reykjavík en ólst upp í Brautarholti á Kjalarnesi og var þar bú- settur alla tíð. Hann lauk gagnfræða- prófi 1947, búfræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri 1948, og verklegu búfræðinámi í Eslov í Svíþjóð 1951. Pall hóf búrekstur að Brautar- holti 1954 og stundaði þar búskap til æviloka. Þá starfrækti hann, ásamt Jóni bróður sínum, grasmjöls- og gras- kögglaverksmiðju á árunum 1963-99. Páll sinnti ýmsum öðrum störfum. Hann var hreppstjóri Kjalarneshrepps 1970-96, sat í stjórn Búnaðarfélags Kjalarneshrepps 1956-90 og var for- maður þess í átján ár, sat í stjórn Bún- aðarsambands Kjalarnesþings 1970- 90 og var formaður þess í fimm ár, sat á Búnaðarþingi 1978-95 og var fulltrúi á aðalfundum Stéttarsambands bænda frá 1980, sat í ýmsum nefndum í Kjós- arsýslu, s.s. í jarðarnefnd Kjósarsýslu frá stofnun, í yfirfasteignamatsnefnd 1970-78, sat í sáttanefnd Kjósarsýslu og var formaður hennar 1970-88, sat í sýslunefnd Kjósarsýslu 1970-88, var einn af stofnendum Svínaræktarfé- lags Íslands 1976 og sat í fyrstu stjórn þess, sat í stjórn og var fyrsti formaður Landssambands íslenskra fóðurfram- leiðenda frá 1989 og sat í stjórnum ým- issa fyrirtækja. Páll sat í yfirkjörstjórn Reykjanes- umdæmis 1970-99, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í Reykjaneskjördæmi, sat í kjör- dæmisráði sjálfstæðismanna í Reykja- nesumdæmi og í stjórn þar og var varaþm. Sjálfstæðisflokksins 1987-91. Páll sat í stjórn Ungmennafélags Kjalnesinga á sínum yngri árum og var formaður þess um skeið, sat í stjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings 1954-64 og var formaður þess í sex ár og starfaði í Rotaryklúbbi Mosfells- bæjar frá stofnun hans, árið 1981, og til æviloka. Hann var áhugamaður um söng og var mestalla ævi sína í kór- um s.s. kirkjukór Brautarholtssóknar, Karlakór Kjalnesinga og Karlakórnum Stefni. Fjölskylda Páll kvæntist þann 30.3. 1963 Sigríði Kristjönu Jónsdóttur, f. 30.7. 1936, d. 30.12. 1998, hjúkrunarfræðingi. Hún var dóttir Jóns Gauta Jónatanssonar, f. 14.10. 1907, d. 20.2. 1964, rafmagns- fræðings, og Guðrúnar Kristjánsdóttur, f. 4.2. 1909, d. 27.10. 2001, húsmóður. Börn Páls og Sigríðar eru Guðrún, f. 29.9. 1963, lyfjafræðingur en sambýlis- maður hennar er Sveinn G. Segatta, f. 11.11. 1962, viðskiptafræðingur og eru börn Guðrúnar Sigríður Katrín Stef- ánsdóttir, f. 29.12. 1992, og Hilmar Páll Stefánsson, f. 4.7. 1998, en dóttir Sveins er Vigdís Björk, f. 21.3.1986; Ásta, f. 15.2. 1965, gift Gunnari Páli Pálssyni, f. 5.10. 1961, viðskiptafræðingi og eru börn þeirra Páll, f. 10.10. 1991, Bjarni, f. 29.1. 1993 og Aðalsteinn Ari, f. 17.1. 2002; Þórdís, f. 4.3. 1968, kennari en sonur hennar og Ottós Sverrissonar er Ólafur Arnar, f. 19.9. 1995; Ingibjörg, f. 24.3. 1969, gullsmiður; Bjarni, f. 25.5. 1972, viðskiptafræðingur; Ólöf Hildur, f. 19.3. 1977, viðskiptafræðingur, gift Sigurði Valgeiri Guðjónssyni, f. 10.2. 1973, lögfræðingi og eru dætur þeirra Krístín Ásta, f. 30.3. 2003, og Hildur Helga, f. 20.8. 2008. Systkini Páls: Bjarni Ólafsson, f. 26.4. 1926, d. 11.1. 1948; Ingibjörg Ól- afsdóttir, f. 24.7. 1927, d. 27.8. 2007, hjúkrunarfræðingur; Ólafur Ólafsson, f. 11.11. 1928, fyrrv. landlæknir og fyrrv. formaður Landssambands eldri borg- ara; Jón Ólafsson, f. 26.4. 1932, d. 14.6. 2004, bóndi í Brautarholti. Foreldrar Páls voru Ólafur Bjarna- son, f. í Steinnesi í Þingi í Austur-Húna- vatnssýslu 19.9. 1891, d. 13.2. 1970, bóndi og hreppstjóri í Brautarholti og k.h., Ásta Ólafsdóttir, f. að Lundi í Lundarreykjardal 16.3. 1892, d. 8.4. 1985, húsfreyja. Ætt Meðal systkina Ólafs var Ingibjörg, móðir Bjarna Rafnar, fyrrv. yfirlækn- is og Jónasar Rafnar, bankastjóra og alþm.; Jón, héraðslæknir á Kleppjárns- reykjum, afi Ragnheiðar Ástu Péturs- dóttur útvarpsþular; Björn, cand.mag. og yfirkennari, Gísli lögmaður, afi Kol- brúnar Baldursdóttur sálfræðings, og Steinunn, móðir Baldurs Símonarson- ar, prófessors og lífefnafræðings. Ólaf- ur var sonur Bjarna, prófasts í Steinnesi Pálssonar, dbrm. á Akri í Þingi, bróð- ur, samfeðra, Guðmundar, b. á Kirkju- bæ í Norðurárdal, afa Sigurðar Nordal prófessors, föður Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra, föður Ólafar alþm. Guðmundur var einnig afi Jónas- ar Kristjánssonar, alþm. og læknis á Sauðárkróki, afa Jónasar Kristjánsson- ar, fyrrv. ritstjóra. Annar hálfbróðir Páls var Frímann, afi Valtýs Stefánssonar Morgunblaðsritstjóra, og Huldu Stef- ánsdóttur skólastjóra, móður Guðrún- ar Jónsdóttur arkitekts. Páll var sonur Ólafs, b. á Gilsstöðum í Vatnsdal Jóns- sonar og Steinunnar, systur Sigríðar í Bjarnarhöfn. Steinunn var dóttir Páls, pr. á Undirfelli Bjarnasonar, bróður Ingibjargar, langömmu Ólafs Hjartar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar forseta. Móðir Páls á Undirfelli var Steinunn Pálsdóttir, systir Bjarna landlæknis, afa Bjarna Thorarensen, amtmanns og skálds, og Guðrúnar, langömmu Ástu, ömmu Davíðs Oddssonar Morg- unblaðsritstjóra. Móðir Steinunnar á Gilsstöðum var Guðrún Bjarnadóttir, systir Agnesar, langömmu Ágústs H. Bjarnasonar heimspekings. Móðir Ólafs í Brautarholti var Ingi- björg Guðmundsdóttir, hreppstjóra á Sjávarborg Sölvasonar, bróður Ingi- bjargar, ömmu Jakobs Benediktssonar, forstöðumanns Orðabókar HÍ. Móð- ir Ingibjargar var Margrét Björnsdóttir. Meðal systkina Ástu voru Páll, fað- ir Ólafar myndhöggvara og Jens mann- fræðings; Jón læknir, faðir Hilmars Foss; Kristín læknir, kona Vilmund- ar landlæknis, amma Þorsteins heim- spekings, Vilmundar ráðherra og Þor- valds hagfræðings, og Guðrún, móðir Ólafs Björnssonar, hagfræðings og alþm. Ásta var dóttir Ólafs, prófasts í Hjarðarholti Ólafssonar. Móðir Ól- afs var Metta Ólafsdóttir, systir Maríu langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags Íslands. Móðir Ástu var Ingibjörg Pálsdótt- ir, pr. í Arnarbæli Mathiesen Jónssonar, pr. í Arnarbæli Matthíassonar, stúdents á Eyri Þórðarsonar, ættföður Vigu- rættar Ólafssonar, ættföður Eyrarættar Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móð- ir Páls var Ingibjörg Pálsdóttir, systir Gríms, langafa Ásgeirs Ásgeirssonar forseta, og systir Margrétar, langömmu Margrétar, móður Ólafs Thors forsæt- isráðherra. Móðir Ingibjargar var Guð- laug Þorsteinsdóttir, systir Agnesar, langömmu Eggerts Haukdal og Guð- rúnar, móður Þórhildar Þorleifsdóttur, fyrrv. alþm. og leikhússtjóra. Páll verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju föstudaginn 26.3. kl. 13.00. Þórarinn Guðmundsson FIÐLULEIKARI OG TÓNSKÁLD f. 27.3. 1896, d. 25.7. 1979 Þórarinn fæddist á Akranesi er faðir hans, Guðmundur Jakobs- son, húsasmíðameistari og síðar byggingarfull- trúi og hafn- arvörður í Reykja- vík, var þar að ljúka við kirkju- smíði. Bróðir Þórarins var Eggert Gilfer, orgel- og píanóleikari en fyrst og síðast eitt af stóru nöfnunum í íslenskri skáksögu. Hann varð sjö sinnum skákmeistari Íslands og náði m.a. að máta Casabanca í fjöltefli er sá síðarnefndi var enn heimsmeist- ari. Guðmundur var sonur Jakobs Guðmundssonar, prests og alþm. að Sauðfelli, afa Jakobs Smára, skálds og þýðanda. Móðir Þórarins og Eggerts var Þuríður, systir Árna, prófasts Þór- arinssonar, sem meistari Þór- bergur gerði ódauðlegan með þriggja binda ævisögu séra Árna. Þuríður og Árni voru af þekktum sunnlenskum ættum, börn Þór- arins Árnasonar jarðyrkjumanns en móðir hans var Jórunn, systir Tómasar Sæmundssonar Fjölnis- manns, af Presta-Högnaætt. Móð- ir Þuríðar og Árna var Ingunn, dóttir Magnúsar, alþm. í Syðra- Langholti Andréssonar, og Katr- ínar Eiríksdóttur, ættföður Reykj- ættar á Skeiðum Vigfússonar. Þuríður fór með syni sína, Þórarinn og Eggert, kornunga til Kaupmannahafnar og hélt þeim þar heimili meðan þeir lærðu við Tónlistarháskólann. Þar lauk Þór- arinn prófi í fiðluleik, fyrstur Ís- lendinga, 1913, og stundaði síðar framhaldsnám í Þýskalandi. Þórarinn var merkur braut- ryðjandi sem hafði mikil og margþætt áhrif á íslenskt tón- listarlíf sem fiðluleikari, hljóm- sveitarstjóri, tónskáld og kenn- ari, en nemendur hans í fiðluleik skiptu hundruðum. Hann og Emil Thoroddsen voru fyrstu tónlist- armennirnir sem ráðnir voru til Ríkisútvarpsins við stofnun þess, 1930, en ásamt Þórhalli Árnasyni sellóleikara urðu þeir fyrsti vísir- inn að Útvarpshljómsveitinni sem síðar varð að Sinfóníuhljómsveit Íslands, sem stofnuð var 1950. Þórarinn var fyrsti stjórnandi Útvarpshljómsveitarinnar, stofn- andi Hljómsveitar Reykjavíkur 1921 og fyrsti stjórnandi hennar, og einn af stofnendum Félags ís- lenskra tónlistarmanna 1940 og fyrsti formaður þess. Þórarinn samdi nær eingöngu sönglög. Sum þeirra urðu feiki- lega vinsæl og eru fyrir löngu orð- in klassísk með þjóðinni, s.s. Þú ert, Kveðja og Dísa. Endurminningar hans, Strok- ið um strengi, komu út 1966, og lagasafn hans kom út 1996. MINNING Páll Ólafsson BÓNDI OG FYRRV. HREPPSTJÓRI Í BRAUTARHOLTI Á KJALARNESI - MERKIR ÍSLENDINGAR Fæddur. 16.3. 1930 - Dáinn. 16.3. 2010 Páll í Brautarholti var sannur sveit- arhöfðingi.  Hann naut líka trausts sveitunga sinna og raunar allra þeirra mörgu sem höfðu af honum kynni. Líf sitt helgaði hann búnað- arstörfum og var hinn mesti frum- kvöðull á þeim vettvangi, svo sem var og bróðir hans, Jón heitinn, en þeir bræður stunduðu búskapinn á hinni merku jörð, Brautarholti á Kjalarnesi.  Í þessum fáu kveðju- orðum mínum tel ég ekki upp þau trúnaðarstörf sem hann sinnti af trú- mennsku um langa æfi.  Það verð- ur gert á öðrum stað.  Aðeins þakka ég nú á kveðjustund  vináttu og tryggð við mig á liðnum fjórum áratugum. Hann var ötull stuðningsmað- ur Sjálfstæðisflokksins í hinu gamla Reykja- neskjördæmi, átti sæti um árabil í kjördæmis- ráðinu og var varaþing- maður eitt kjörtímabil. Og allt til hins síð- asta sótti hann fundi á vegum flokks- ins.  Þannig eru aðeins fáar vikur liðnar frá því við hittumst síðast á fundi í Valhöll. Páll varð 80 ára gam- all, lést á fæðingardegi sínum þann 16. mars 2010. Það er söknuður og eftirsjá að manni eins og Páli í Brautarholti. Samúðarkveðjur sendi ég niðjum hans og öðrum ættingjum. Eftirmæli eftir Ólaf G. Einarsson FYRRV. ALÞM., MENNTAMÁLARÁÐHERRA, ÞINGFLOKKSFORMANN OG FORSETA ALÞINGIS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.