Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Side 65

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2010, Side 65
HELGARBLAÐ 6. mars 2010 FÖSTUDAGUR 65 BROTTFLUTTAR STJÖRNUR ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR n Íslenska ofurbomban. Flutti ásamt eiginmanni sínum, Garðari Gunnlaugssyni, til Svíþjóðar og svo þaðan til Búlgaríu. Ásdís sló heldur betur í gegn í Búlgaríu og var orðin lands- þekkt þar á örskömmum tíma. Garðar hefur nú samið við lið í Austurríki en Ásdís er ekki eins spennt fyrir því og Búlgaríu. SIGURJÓN SIGHVATSSON n Kvikmyndamógúll Íslands og sá maður sem hefur náð lengst í Hollywood. Er með flesta stórleikara Hollywood á speed-dial. Kemur reglulega heim en er ekki að fara að flytja hingað. EGILL ÖRN EGILSSON n Jafnan kallaður Eagle Egilsson og hefur gert það gott sem einn af leikstjórum og framleiðendum þáttanna C.S.I. Miami. Fluttu eftir hrun STURLA JÓNSSON n Einn frægasti mótmælandi Íslands fyrr og síðar ákvað að flytja til Noregs í atvinnuleit. Hann var einn af þeim sem gáfu landsmönnum innsýn í líf sitt í myndinni Guð blessi Ísland. EVA HAUKSDÓTTIR n Oftar en ekki kölluð Eva norn. Var einnig í myndinni Guð blessi Ísland og einn af mest áberandi mótmælendunum í búsáhalda- byltingunni. Hún býr núna í Danmörku og er ekki á heimleið. FRIÐRIK ÓMAR HJÖRLEIFSSON n Eins og DV greinir frá í dag er söngvarinn og Eurovi- son-stjarnan Friðrik Ómar að flytja af landi brott. Hann er að fara að flytja til Svíþjóðar og er nýkominn þaðan þar sem hann leitaði sér að húsnæði. SKJÖLDUR EYFJÖRÐ n Flutti til Noregs ásamt kærasta sínum í október 2009. Þeir fluttu til Stavanger í Noregi þar sem Skjöldur hefur meðal annars snúið sér að skartgripagerð og glerlist. ÞÓRA TÓMASDÓTTIR n Þóra ákvað að flytja til Noregs eftir að henni var sagt upp störfum í Kastljós- inu. Þóra þekkir vel til í Noregi enda lærði hún heimildamyndagerð þar á sínum tíma. AUÐMENN OG ÚTRÁSARVÍKINGAR n Flestir af ríkustu mönnum landsins og hinum svokölluðu útrásarvíkingum eru með lögheimili erlendis. Sumir þeirra bjuggu erlendis fyrir hrun en aðrir flúðu þangað eftir hrun. Björgólfur Thor Björgólfsson, Sigurður Einarsson, Hreiðar Már Sigurðsson og Ólafur Ólafsson eru á meðal þeirra sem eru búsettir erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.