Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Qupperneq 16
10
Börnin sem fæddust lifandi frá 1891—1907 voru
Árin: Skilgetii ti Óskilgetin Samtals
Frá 1891—1900 alls 19251 3831 23082
— 1901—05 — 9653 1554 11207
Árin 1906 — 2033 313 2346
— 1907 — 2002 302 2304
Alls.. . 32939 6000 38939
Af hverium 1000 börnum, sem fæddust lifandi voru:
Árin: Skilgetin Oskilgetin
1891—1900 meðaltal 834 166
1901—1905 — 861 139
1906 862 138
1907 869 131
Öskilgetnu börnunum fækkar alltaf þessi 17 ár, þau hafa óvíða verið fleiri
en hjer á landi. 100 börn óskilgetin af hverju 1000 allra barna sem fæðast, er mjög
nærri því sem viðast á sjer stað.
í Reykjavík fæddust alls 1907 357 börn, þar af 5 andvana, lifandi börn 352.
Það eru 30 börn á hvert 1000 manns í bænum og 6 fleira af þúsundi manna en á
öllu landinu 1907. Af hverju 1000 voru 170 börn óskilgetin. Það er hjer um bil
sama og var á öllu landinu 1891 —1900, en miklu hærra en átti sjer stað á öllu
landinu 1907. Líklega er sambúð ógiftra tíðari í Reykjavík, en alment gjörist,
og í bæ með töluverðum fólksfjölda, er ávalt meiri lausung, en í sveitum og smá-
bæjum, og veldur það hvorttveggja því hve lala óskilgelinna barna er há. Af skil-
getnum börnum fæðast einnig heldur fleiri í Reykjavík þetta ár, en á öllu landinu í
heild sinni. Það kemur af því að hjón á þeim aldri flytja sig títt til bæjarins.
1907 fæddust 6.3 börn á hverjum sólarhring á öllu landinu, eða því sem
næst eitt barn á hverjum fjórum klukkutímum.
IV. Manndauði.
1891 —1907 dóu hjer á landi 22146 manneskjur, andvana eru ekki taldir í
þeirri samtölu, en andvana fæðingar voru á tímabilinu 1303. Hinir látnu skiftast
niður á hin sjerstöku árabil sem hjer er sýnt:
Árin l'ólkstala Dánir, (andvana Dánir á
ekki meðtaldir) hvert 1000
1891—1900 meðaltal 74489 1324 17.9
1901—05 — ... 79390 1284 16.2
1903 . ... 79500 1324 16.6
1904 ... 80000 1242 15.5
1905 ... . ... 80500 1435 17.8
1906 ... 81500 1192 14.6
1907 . ... 82500 1396 16.9
Árið 1905 og 1907 hafa dáið tiltölulega fleiri en frá 1901- -05, 16.9 af
i stað 16.2. Það er ekki nema eðlilegt að árið, sem kemur næst á eftir öðru eins
afbrigðaári með manndauða og 1906 var, fái fleira fólk á dánarlistana, en ár
sem kemur á eftir meðalári i þeim efnum.
Þegar tölu látinna manna er deilt í mannfjöldann, sem var á landinu kem-