Landshagsskýrslur fyrir Ísland - 01.01.1909, Síða 161
155
ekki er unt að gefa fullkomið yfirlit yfir efnahag allra sýslna landsins. Hjer er
samt sett skýrsla um eignir og skuldir þeirra sýslna 31. des. 1907, sem unt liefur
verið að fá slíka vitneskju um annaðhvort af hinum lögboðnu yfirlitum eða þá af
reikningunum sjálfum (Tafla F.).
Úr íjórða hluta allra sýslnanna vantar allar upplýsingar um efnahaginn. En
það vantar líka töluvert á, að svo mikið samræmi sem æskilegt væri sje á þeim
upplýsingum, sem fyrir hendi eru, því að í sumum sýslum eru ekki taldar aðrar
eignir en þær, sein til eru í peningum, en i öðrum sjrslum eru líka fasteignir, sem
sýslurnar eiga, metnar lil peningaverðs, og taldar með. Auðvitað á að rjettu lagi
að telja allar eignir sýslnanna, jafnt fasteignir sem aðrar eignir, enda þótt þær gefi
engan beinan arð, en draga einungis frá á hverju ári hæfilega upphæð fyrir fyrn-
ingu. Aftur á móti mun upphæð skuldanna vera áreiðanleg. í þeim 17 sýslum,
sem vitneskja er um, liafa þær numið 31. des. 1907 samtals 82490 kr., en aftur
liafa sýslur þessar átt eignir, sem að minsta kosti hafa numið 117954 kr., svo að
skuldlaus eign þeirra hefur ekki verið minni en 35464 kr. eða rúm 2 þús. kr. á
liverja sýslu að jafnaði. Annars virðist efnahagur þessara sýslna vera harla misjafn.
Aðeins 2 sýslur af þessum 17 eru alveg skuldlausar: Austur-Barðastrandarsýsla og
Norður-ísafjarðarsýsla.