Bridge - 12.09.1957, Side 5

Bridge - 12.09.1957, Side 5
BRIDGE 5 framan er getið — og verði sæmilega úr garði gert. Agnar er framkvæmdastjóri blaðsins, mun sjá um daglegan rekstur þess, dreifingu og annað, sem að því lýtur, en ritstjórn blaðs- ins mun að mestu hvíla á undir- rituðum. í því sambandi lang- ar mig til að leita eftir sam- vinnu við ykkur, lesendur góðir. Því fleiri sem leggja hönd á plóginn, því betra blað. Æski legt væri að fá álit ykkar á þessu blaði, ábendingar, sem til bóta mættu vera, greinar um bridge, frumsamdar eða þýdd- ar, bridgefréttir og annað. í næsta blaði verða teknir upp tveir nýir þættir, Bréf frá les- endum, og Fréttir frá bridge- félögunum. í því sambandi vil ég hvetja formenn allra bridge- félaga á landinu til að senda blaðinu úrslit hverrar keppni, sem fer fram á vegum félaga þeirra, og skemmtileg spil, ef til falla. Evrópumeistaramótinu í bridge, sem háð var í Vínarborg, er nú nýlokið með sigri ítölsku heims meistaranna, og er það í annað skipti í röð, sem þeir sigra á EM. Sigur sveitarinnar kom engum á óvart, sem fylgzt hef- ir með framgangi hennar á undanförnum árum, og senni- lega verður erfitt fyrir Banda- ríkjamenn að ná heimsmeist- aratitilinn frá þessum _ frá- bæru ítölsku spilurum. ísland varð í 15. sæti að þessu sinni, sem er lakari árangur, en við höfum oftast áður náð í þessu móti. Þrír af þeim mönnum, sem nú voru í sveit íslands, hafa áður spilað á EM, en þetta var fyrsta Evrópumeistaramót hinna þriggja, og kann að vera að það hafi haft einhver áhrif á úrslitin. Reynsla í móti sem þessu hefir ekki lítið að segja. Á öðrum stað í blaðinu er get- ið um úrslit hverrar einstakr- ar umferðar á mótinu, og nokkr ar glefsur birtar úr bréfum frá fyrirliðanum Árna M. Jóns syni. í næsta blaði verður mót- inu gerð ítarlegri 'skil. Ég mun nú ekki hafa þetta rabb lengra að sinni, en óska þess, að blaðið falli ykkur, lesendur góðir, það vel, að í hvert skipti, sem pósturinn kemur með nýtt eintak af BRIDGE finnist ykk- ur sem góður vinur sé kominn í heimsókn. Hallur Símonarson. Reglugerð um keppni til þátttöku í Evrópumeist- aramóti 1958 — Keppni karla — 1. Rétt til þáttöku hafa þeir, er teljast innan samtaka Bridgesam- bands fslands og hafa talizt i meistaraflokki síns félags á s. 1. bridge-ári. 2. Keppa skal í 4-manna sveii- um. Keppnisstjórn er þó heimilt að leyfa sveit að fá sér 1 varamann ef keppnin tekur langan tíma og sérstakar ástæður eru fyrir hendi. 3. Formenn bridgefélaganna Framhald á bls. 17.

x

Bridge

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.