Bridge - 12.09.1957, Side 21

Bridge - 12.09.1957, Side 21
BKIDGE 21 Tveir íslendingar spila í Englandi Bridgesambandi íslands barst í vor boð frá Englandi um að senda eitt par í tvímenningskeppni, sem haldið verður þar i landi í haust í tilefni af 125 ára afmæli fyrir- tækisins Thomas De La Rue og Co.. en það fyrirtæki framleiðir spil og fleira. Verður mjög vand að til þátttakenda í móti þessu og munu margir heimsfrægir spilarar keppa þar. Boð þetta var tekið fyrir á árs- þingi Bridgesambands íslands, er haldið var í Borgarnesi síðast í maí sl., og þar var samþykkt, að farið skyldi eftir árangri í síðasta landsmóti i tvímenning (Barómet erkeppnin) og efsta par þar skyldi fá rétt til að spila í Eng- landi. Ef það gæti að einhverjum ástæðum ekki farið skyldi gengið á röðina. Þessi samþykkt Bridgesambands þingsins hefir sætt talsverðri gagn rýni, og fer ekki hjá því að hún hafi við talsvert mikil rök að styðj ast. Hér er um stórmót að ræða í Englandi og því til mikils að keppa. Nægur tími var til stefnu til þess, að koma á fót sérstakri keppni í sambandi við val á pari, sem allir hefðu átt að geta un- að við, — umferðir hefðu átt að vera margar til að fá sem réttasta niðurstöðu — og það par, sem til Engiands hefði farið, hefði í keppninni átt að fá góða æfingu. En sem sagt Barómeterkeppnin var látin ráða. Efsta par í henni voru þeir feðgarnir Sigurður Krist jánsson, Siglufirði, og Vilhjálmur Róbert og Óli Örn. Sigurðsson. Vegna þátttöku Vil- hjálms í EM í Vín gátu þeir ekki tekið boðinu. Næsta par, Sigur- hjörtur Pétursson og Þorsteinn Þorsteinsson, höfnuðu einnig af sömu ástæðu þessu góða boði. Til Englands fer því þriðja parið í Barómeterkeppninni, Óli Örn Ól- afsson frá Akranesi, og Róbert Sigmundsson, Reykjavík. Það sem hér hefir verið sagt á undan er alls ekki gagnrýni á að þessir menn spili í Englandi — þeir verða áreiðanlega góðir fulltrúar lands síns, og er ástæða til að óska þeim

x

Bridge

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bridge
https://timarit.is/publication/1131

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.