Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Qupperneq 12
Björgvin g. SigurðSSon viðSkiptaráðherra „Vaxandi maður.“ „Hann er meðvitaður um neytendamál.“ „Hann byrjaði vel en það hefur ekki heyrst mikið frá honum upp á síðkastið.“ „Hann sker sig úr sem ráðherra fyrir að láta hagsmuni almennings í landinu varða sig miklu og hann hefur staðið vörð um stöðu skuldara og látið sig varða að innheimtu- stofnanir hegði sér ekki eins og mannætur.“ „Það má gagnrýna margar yfirlýsingar hans um viðskiptalífið en það þarf enginn að velkjast í vafa um það að Björgvin er einlægur í því að bæta hag heimilanna.“ „Hann hefur náð að styrkja sig verulega og ég held að hann sé kominn til að vera.“ „Hann virðist sjaldan vita um hvað hann er að tala og er afskaplega litlaus pólitíkus.“ „Ekkert út á hann að setja í sjálfu sér, hefur staðið sig ágætlega, talar fallega íslensku og væri fínn útvarpsþulur.“ „Hann heldur að það dugi bara að segja eitthvað jákvætt um allt án þess að taka sérstaka ábyrgð á neinu.“ 6,4 öSSur SkarphéðinSSon iðnaðarráðherra „Honum finnst gríðarlega gaman að vera ráðherra og ætlar sér ekki að klúðra þessu.“ „Nýtur sín vel í ráðherrastól.“ „Hann heldur þokkalega á sínum málaflokki og hefur gert það bærilegt með bloggi sínu að hægt sé að fylgjast með störfum ríkisstjórnarinnar.“ „Vandræðin sem Össur hefur lent í snúa aðallega að samfylkingarmönnum, þeim finnst hann of mikill stóriðjusinni.“ „Ekki traustsins verður. Hann er vindhani og ég treysti honum ekki baun.“ „Hann er að sinna starfi sínu vel og er farinn að taka því rólega og hefur verið frekar farsæll í því.“ „Kemur ágætlega út og má segja honum til hróss að hann kom þessu orkufrumvarpi í gegn sem hefur skapað sátt á orkumarkaðnum.“ „Hann er skemmtilegur á árshátíðum og mikill partígæi og það gengur mikið undan honum.“ 6,1 jóhanna Sigurðardóttir félagS- og tryggingamálaráðherra „Besti ráðherra ríkistjórnarinnar. Vinnusöm, heiðarleg og einbeitir sér að góðum verkum.“ „Miðað við fréttir um að það eigi að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka, þá ætti Jóhanna að segja af sér.“ „Hennar helsti plús er að hún talar mikið um jafnrétti og réttlæti í hefðbundnum kratískum anda en hins vegar er ekki að sjá að hún geri neitt í málinu.“ „Augljóslega manneskjan sem fólkið vill hafa í þessum málaflokki og treystir henni fyrir honum.“ „Samkvæm sjálfri sér og hvikar í engu frá gömlum góðum kratagildum sem er meira en sagt verður um flest flokkssystkini hennar á þingi og í ráðherraliði Samfylkingarinnar.“ „Hún heldur áfram þar sem frá var horfið þegar hún fór úr ríkisstjórn árið 1994, með sömu áherslur og sinnir þeim málum sem hún þekkir best.“ „Hún stendur sig furðuvel og stendur vörð um hagsmuni þeirra sem undir eru í þjóðfélaginu.“ 7,9 fÖStudAgur 22. ágúSt 200812 Helgarblað DV HEILÖG JÓHANNA DÚXAR Meðaleinkunn ráðherranna í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er 5,7. álitsgjafarnir sem sátu í dómnefnd dV voru tíu og gáfu þeir hverjum ráðherra fyrir sig einkunn á bilinu einn og uppí tíu. Þrír ráðherranna falla á prófinu en það eru þau Þórunn Svein- bjarnardóttir, Kristján L. Möller og Árni M. Mathiesen. fjármálaráðherrann fær lægstu einkunnina í ráðherrahópnum, eða 3,6. Meðaltal ráðherra Sjálfstæðisflokksins er 5,4 á meðan meðaltal ráðherra Samfylkingarinnar er 6,1. Geir H. Haarde forsætisráðherra fær 5,9 í meðaleinkunn en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fær 6,0. Björn Bjarnason og Geir H. Haarde standa sig best sjálfstæðis- manna samkvæmt niðurstöðunum. Jóhanna Sigurðardóttir trónir á toppnum og hefur talsverða yfirburði í hópi ráðherra. geir h. haarde forSætiSráðherra „Virkar ekki nógu sterkur. Hann hefur ekki komið nógu sterkt inn og sagt þjóðinni hvernig ríkisstjórnin ætli að bregðast við aðstæðum í efnahagslífinu. Maður hefur það á tilfinningunni að hann hafi engar lausnir.“ „tel að miðað við erfiðar aðstæður hafi hann staðið sig vel.“ „Heiðarlegur og traustur stjórnmálamaður en virðist ekki hafa nógu sterkt taugakerfi til að tala við þjóðina á þann hátt sem leiðtogi þarf að gera.“ „Hið skapandi aðgerðaleysi hans orkar tvímælis.“ „Hans ábyrgðarleysi í því að taka á efnahagsmálunum er algjört, hann sem forsætisráðherra hlýtur að þurfa að stjórna skútunni.“ „Mér finnst hann ekki sýna mikla forystuhæfileika en hann er viðkunnanlegur.“ „Hann var mjög góður varaformaður og fínn fjármála- ráðherra. Hann er glöggur á stöðuna en ekki rétti maðurinn í leiðtogahlutverkið.“ 5,9 ingiBjörg Sólrún gíSladóttir utanríkiSráðherra „Hefur valdið vonbrigðum.“ „Hún hefur verið mjög lítið sýnileg og er sjálf frekar laus við vandræðin sem einkenna ríkisstjórnina.“ „Hún vanrækir flokkinn og er haldin alvarlegum ranghumyndum um alþjóðamál.“ „Hún er heil í stjórnarsamstarfinu.“ „Hefur verið dálítið upptekin við að vera sætasta stelpan á ballinu hans geirs.“ „Er að standa sig ágætlega í utanríkismálum en sýnir ekki mikla leiðtogahæfileika við að leiða flokk og þjóð.“ „Hún er of lítið sigld til þess að geta staðið á prinsipp- um.“ „Það gagnast henni að vera í felum og enginn er pirraður á henni á meðan.“ „Hún hefur verið mjög dugleg á erlendum vettvangi en hefði að vísu mátt vera meira innanlands.“ „geldur þess að hún er mikið í burtu þannig að hún nýtur sín ekki á landinu.“ 6,0 Þórunn SveinBjarnardóttir umhverfiSráðherra „Þórunn Ísbjarnardóttir fær ekki meir en 4,5.“ „Hún er vaxandi, stendur í ströngu en ég held að hún sé með þeim skárri í ríkisstjórninni.“ „á að segja af sér strax.“ „fær falleinkunn fyrir að fljúga með her manna til að skoða ísbirni í Skagafirði.“ „Sennilega lélegasti ráðherra ríkisstjórnarinnar, veit ekkert hvað hún er að gera.“ „fær fimm frá mér en það er meira fyrir viðleitni heldur en snilld.“ „Hún fær kredit fyrir að taka ákvörðun um umhverfis- matið, það er ferlið sem virkjanamálin eiga að fara í.“ „Algjör hringlandaháttur á henni. Það voru bundnar við hana ákveðnar væntingar sem umhverfisráðherra sem hún hefur á engan hátt risið undir.“ „Hún eins og aðrir umhverfisráðherrar er ekki nógu sannfærandi í sínu embætti og gerir of mikið af málamiðlunum.“ 4,5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.