Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2008, Page 50
Sagan öll DV Ottómana-Tyrkir rændu ekki aðeins ungum fögrum stúlkum í kvennabúr soldánsins. Þeir stunduðu líka kerfisbundin rán á ungum pilt- um sem skikkaðir voru í úrvalssveitir soldáns- ins og voru þeir lengi meðal þeirra hermanna heims sem menn óttuðust mest. Þeir voru hinir svonefndu janissarar. Orðið „janissari“ þýðir einfaldlega „nýr her- maður“. Sveitir þeirra voru stofnaðar um miðja 14. öld og urðu fastaher Tyrkjasoldáns og líf- varðasveitir. Þeir áttu mestan þátt í sigurgöngu Ottómanaveldisins næstu öldina og rúmlega það. Á þeim tíma höfðu engin ríki fastan her, heldur var kallað út lið eftir þörfum, en slíkar hersveitir voru oft illa undirbúnar, óþjálfaðar í hermennsku og tryggð þeirra gat verið hvikul. Þær áttu því oft litla möguleika gegn þrautþjálf- uðum sveitum janissara. Valdastétt á bak við tjöldin Drengjum á Balkanskaga og víðar, á aldr- inum 8-12 ára, var rænt og þeir þjálfaðir í her- mennsku og látnir taka múslimatrú. Þeir þóttu bæði trúir og ofsafengnir hermenn og þeg- ar fram liðu stundir urðu margir þeirra innstu koppar í búri stjórnkerfisins í Tyrkjaveldi eftir að herþjónustu þeirra lauk. Að vera janissari var eins konar ígildi þess að vera musterisridd- ari á Vesturlöndum, eða frímúrari, og þeir urðu mikil valdastétt – ekki síst undir niðri, því þeir studdu hver annan fram í rauðan dauðann. Með tímanum urðu janissarar óvinsælir, enda þóttu þeir orðnir spilltir og makráðir. Þeir spyrntu gegn öllum breytingum og áttu sinn þátt í því að á 19. öld var Tyrkjaveldi orðið trén- að og máttlaust. Árið 1826 hugðist soldáninn Mahmúd II leysa sveitir þeirra upp og koma sér upp nýjum her. Þá gerðu þeir uppreisn en hún var kveðin niður. Janissarar voru þá úr sögunni en lengi á eftir gengu sögur um að á bak við tjöldin væru samtök þeirra enn með fingurinn á púlsinum í Tyrkjaveldi. Janissari í fullum skrúða Ólíkt öðrum múslimum var þeim bannað að ganga með alskegg. Úrvalssveitir soldánsins sagan öllMyndlistarvörur í 30 ár! Vandaðar myndlistarvörur fyrir listamenn og skólafólk. Verið velkomin í Fr u m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.