Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Blaðsíða 20
20 1. gr. Skipun réttargæslumanns Að ósk brotaþola og eftir að málsgögn (ágrip) í viðkomandi máli hefur borist réttinum frá skrif- stofu ríkissaksóknara skipar Hæstiréttur brotaþola réttargæslumann fyrir Hæstarétti, ef einkaréttar- legri kröfu hans hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar og hún er þar til meðferðar, sbr. 4. mgr. 153. gr. laga nr. 19/1991. 2. gr. Ráðning talsmanns Brotaþola er heimilt að ráða talsmann til starfa, sem gætir hagsmuna brotaþola fyrir Hæstarétti, sbr. 1. mgr. 44. gr. d laga nr. 19/1991, sbr. 4. mgr. 153. gr. sömu laga. 3. gr. Málflutningur réttargæslumanns og talsmanns Réttargæslumaður og talsmaður brotaþola eiga þess kost, eftir ræðu sækjanda, að tjá sig um einkaréttarkröfur brotaþola og skal málflutningur takmarkast við þær, sbr. 5. mgr. 172. gr. laga nr. 19/1991, sbr. 2. og 3. mgr. 44. gr. g og 2. mgr. 44. gr. d sömu laga. 4. gr. Tilkynningar um þinghöld o.fl. Réttargæslumaður og talsmaður brotaþola skulu fá afrit af gögnum máls, sbr. 1. mgr. 44. gr. h laga nr. 19/1991, sbr. 163. gr. sömu laga. Beinir Hæstiréttur til réttargæslumanns og talsmanns brotaþola tilkynningu um að eintak ágrips og ann- arra framlagðra gagna fyrir réttinum sé til afhend- ingar á skrifstofu ríkissaksóknara. Hæstiréttur til- kynnir réttargæslumanni og talsmanni brotaþola um þinghöld í málum, sbr. 2. mgr. 44. gr. g laga nr. 19/1991. Þegar Hæstiréttur skipar brotaþola réttargæsl- umann skv. 1. gr., eða þegar réttinum berst til- kynning um að brotaþoli hafi ráðið sér talsmann, beinir rétturinn því til réttargæslumanns og tals- manns að þeir eigi þess kost að skila greinargerð í málinu innan tiltekins frests. Ákæruvald og skipaður verjandi ákærða skulu senda réttargæslumanni og talsmanni brotaþola greinargerðir sínar og önnur framlögð gögn í mál- inu. 5. gr. Viðvera brotaþola, réttargæslumanns og talsmanns í þinghöldum Sé þinghald háð fyrir luktum dyrum, á brota- þoli ekki aðgang að þinghaldi, sbr. 2. mgr. 44. gr. g laga nr. 19/1991. Réttargæslumaður og tals- maður brotaþola eiga ávallt aðgang að þing- höldum. 6. gr. Einkaréttarleg krafa sætir ekki áfrýjun Talsmaður brotaþola á aðgang að þinghöldum í málum, þó að einkaréttarkrafa í málinu sé ekki til meðferðar fyrir réttinum. Í slíkum tilvikum á tals- maður ekki kost á að tjá sig um sakarefnið og skal hann ekki sitja við borð málflytjenda. Reykjavík, 30. apríl 2003 2 / 2 0 0 3 Reglur frá Hæstarétti: Um réttargæslumann og talsmann brotaþola í Hæstarétti

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.