Lögmannablaðið - 01.06.2003, Page 21
21
Skýringar:
1. gr.
Með bréfi lögmanns til Hæstaréttar, þar sem
hann óskar eftir skipun sem réttargæslumaður,
skal fylgja bréf brotaþola þar sem brotaþolinn
óskar eftir skipun réttargæslumanns. Er eðlilegt að
afstaða brotaþola um þetta liggi fyrir í Hæstarétti
með skjallegum hætti. Skipun getur fyrst átt sér
stað eftir að ágrip hefur borist frá skrifstofu ríkis-
saksóknara. Í seinni tíð hefur sá háttur verið
hafður á í framkvæmd í Hæstarétti. Réttar-
gæslumaður verður einungis skipaður ef einka-
réttarlegri kröfu hefur verið áfrýjað og hún er til
meðferðar í Hæstarétti. Af því leiðir að sé kröf-
unni ekki áfrýjað til Hæstaréttar eða fái hún ekki
efnislega úrlausn í héraði, svo sem vegna frávís-
unar, eru ekki skilyrði til skipunar réttargæsl-
umanns í Hæstarétti. Við þær aðstæður er brota-
þola fært að ráða sér talsmann samkvæmt 2. gr., til
að sinna málinu í Hæstarétti.
2. gr.
Brotaþola er heimilt að ráða sér talsmann til að
gæta hagsmuna sinna í Hæstarétti. Hefur hann að
meginstefnu sömu réttarstöðu og réttar-
gæslumaður, sbr. 44. gr.d laga nr. 19/1991. Tals-
maður á þó rétt á að gæta hagsmuna brotaþola í
Hæstarétti í þeim tilvikum þegar ekki eru skilyrði
til skipunar réttargæslumanns skv. 1. gr., en hann
á aðgang að þinghöldum eftir 6. gr. Á hann þó
ekki kost á að tjá sig um sakarefnið við þessar
aðstæður, sbr. 6. gr.
3. gr.
Í 3. gr. eru ákvæði um hvenær réttargæsl-
umaður eða talsmaður brotaþola taki til máls við
málflutning í Hæstarétti og miðast það við venj-
uhelgaða framkvæmd. Þá er tekið fram að mál-
flutningur skuli takmarkast við umfjöllun um
einkaréttarkröfu brotaþola, en þess eru dæmi að
málflutningur réttargæslumanna hafi tekið til
fleirri þátta en einkaréttarkröfunnar.
4. gr.
Réttargæslumaður og talsmaður skulu fá afrit
af öllum gögnum málsins. Til þessa hefur fram-
kvæmdin ekki verið skýr en réttargæslumaður og
talsmaður þó fengið ágrip og afrit annarra gagna
þegar eftir því hefur verið leitað. Hér er kveðið á
um skýra framkvæmd að þessu leyti, þannig að
Hæstiréttur beini til réttargæslumanns og tals-
manns tilkynningu um að eintak ágrips sé tilbúið
til afhendingar á skrifstofu ríkissaksóknara. Er
það sami háttur og hafður er á þegar verjendur fá
tilkynningar um ágrip. Með þessu yrði ríkissak-
sóknari að hafa tiltækt eintaka af ágripi fyrir rétt-
argæslumann eða talsmann, þar sem ekki yrði gert
ráð fyrir því að Hæstiréttur myndi láta af hendi
ágrip úr þeim eintökum er réttinum berast. Þá er
hér tekið af skarið um að Hæstiréttur tilkynni rétt-
argæslumanni og talsmanni brotaþola um öll þing-
höld í málum.
Í 2. mgr. er kveðið á um greinargerðir réttar-
gæslumanns og talsmanns. Ekki hefur formlegum
tilkynningum verið beint til réttargæslumanns og
talsmanns um skil á greinargerðum, heldur hafa
þeir sent Hæstarétti greinargerðir að eigin frum-
kvæði. Samkvæmt þessu yrði sá háttur hafður á að
þegar réttargæslumaður er skipaður, er honum um
leið tilkynnt að hann eigi þess kost að skila
greinargerð í málinu. Talsmanni brotaþola yrði
hins vegar send samsvarandi tilkynning eftir að
réttinum hafa borist upplýsingar um að brotaþoli
hafi ráðið sér talsmann. Um þetta eru ekki ákvæði
í lögum nr. 19/1991, en eðlilegt verður að telja að
réttargæslumaður og talsmaður brotaþola fái sér-
staka tilkynningu frá Hæstarétti um skil á greinar-
gerðum og fresti í því sambandi.
Í 3. mgr. 4. gr. er kveðið á um að ákæruvald og
verjandi eigi að senda réttargæslumanni og tals-
manni eintak af greinargerðum sínum og öðrum
gögnum er þeir leggja fram á þessu stigi málsins.
Í framkvæmd hefur verið ýmist hvort ákæruvald
og verjendur sendi greinargerðir sínar réttar-
gæslumanni og talsmanni og hefur Hæstiréttur í
mörgum tilvikum orðið að bæta þar úr. Með þessu
yrði skýrt kveðið á um hverjum beri að annast
þetta.
5. gr.
Í athugasemdum með 15. gr. laga nr. 36/1999,
um breyting á 44. gr. laga nr. 19/1991, er tekið af
skarið um að brotaþoli eigi ekki aðgang að þing-
höldum í málum, séu þau háð fyrir luktum dyrum,
þar sem hann sé ekki aðili að máli í skilningi laga
nr. 19/1991. Um þetta er hins vegar ekki kveðið
skýrt á um í lögum nr. 19/1991. Þykir því rétt að
hafa um það ótvírætt ákvæði hér. Í þessum til-
vikum eiga réttargæslumaður og talsmaður þó
ótvíræðan aðgang og er þeim þannig ætlað gæta
hagsmuna brotaþola.
6. gr.
Eins og fram kemur um 1. gr. hér að framan, er
hér tekið fram að talsmaður brotaþola, sem hann
hefur ráðið á eigin kostnað, eigi þess kost að sitja
í þinghaldi þótt einkaréttarkrafa brotaþola sé ekki
til meðferðar fyrir Hæstarétti. Á hann ekki kost á
að taka til máls við slíkar aðstæður. Til að
aðgreina talsmann enn frekar frá málflytjendum í
þeim tilvikum þykir auk þess rétt, að hann sitji
ekki við borð málflytjenda. Er þá ástæðulaust
fyrir talsmann að klæðast skikkju málflytjenda.
L Ö G M A N N A B L A Ð I Ð