Lögmannablaðið - 01.06.2003, Page 22

Lögmannablaðið - 01.06.2003, Page 22
22 ÍSUMAR mun sjálfs-skipuð golfnefnd LMFÍ standa fyrir nokkrum golf- mótum en búið er að skipu- leggja tvö innanfélagsmót og þrjár keppnir við aðrar starfsstéttir. Sem fyrr er þátttaka opin öllum lög- fræðingum. Dagsetningar golfmótanna hafa verið ákveðnar og fyrirkomulag í aðalatriðum. Um sama leyti og þetta blað kemur út er fyrsta mótinu lokið en það er minningarmót um Guðmund Markússon og Óla Axels sem haldið var á Keilisvellinum, Hafnarfirði, föstu- daginn 23. maí. Þar sem prentun blaðins er áætluð á sama tíma munu úrslit birtast síðar. Golfmót sumarsins eru þessi: Fjórleikur við tannlækna. Keppnin fer fram á Nesvellinum, þriðjudaginn 24. júní kl. 12.00. Umsjónarmaður: Jóhannes Karl Sveinsson, hrl. Fjórleikur við lækna. Keppnin fer fram á Strandarvelli á Hellu, sunnudaginn 13. júlí kl. 11:00. Umsjónarmaður: Gestur Jónsson, hrl. Fjórleikur við end- urskoðendur. Keppnin fer fram á Kiðjabergsvellinum, B i s k u p s t u n g u m , fimmtudaginn 24. júlí kl. 13:00. Umsjónar- maður: Gísli G. Hall, hdl. Opna Lundamótið Keppnin fer fram í Ve s t m a n n a e y j u m föstudaginn 22. ágúst. 18 holu punktak- eppni, matur og léttar veitingar. 9 holu texas scramble að veitingum loknum. Nánari dagskrá auglýst síðar. Umsjónar- maður: Helgi Bragason, hdl. (hb@dt.is) Meistaramót LMFÍ Mótið verður haldið föstudaginn 5. september kl. 12:00 á Leirunni, Suðurnesjum. 18 holu högg- leikur með fullri forgjöf, þó að hámarki 24. Einnig verður keppt án forgjafar. Sigurvegari með forgjöf telst félagsmeistari. U m s j ó n a r m e n n : Ásgeir Á. Ragnars- son hdl. og Baldvin B. Haraldsson hdl. Þátttaka tilkynnist umsjónarmönnum fyrir lok vinnudags 4. september. Ræst verður út af öllum teigum samtímis. Lið LMFÍ er í dag einungis handhafi bikarsins gegn tannlæknum. Við sáum á eftir bikörum til lækna og endurskoðenda í fyrra. Nú verður allt kapp lagt á að endurheimta þá og halda dollunni gegn tannlæknum. Til þess þurfa, eins og alltaf, okkar bestu menn að vera klárir í þessa leiki. Hér með er skorað á þá að færa keppnisdagana vel og rækilega í dagbækur sínar eða forrit og forðast utanaðkomandi truflun og áreiti hina sömu daga. Stundum hafa lögfræðingar reynst fúsari til þess að mæta til leiks en andstæðingarnir. Þegar svo stendur á þarf að ákveða hverjir keppi og hverjir spili sér einungis til ánægju. Svona ákvarðanir eru erfiðar því flestir mæta til þess að fá að vera með í keppninni. Golfnefndin hefur ákveðið að sú regla skuli gilda, ef fleiri mæta til leiks en þörf er á í keppnislið, þá skuli forgjöf ráða, þ.e. lægri forgjöf hafi forgang. Fyrir hönd sjálfskipaðrar golfnefndar LMFÍ Ásgeir Ragnarsson, 2 / 2 0 0 3 G O LFMÓT LÖGMANNA SUMARIÐ 2003

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.