Lögmannablaðið - 01.06.2014, Qupperneq 19

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Qupperneq 19
LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 19 lAGADAGUrinn 2014 haft kælingaáhrif á fjölmiðla sem gætu veigrað sér við að fara fram með mál, sem vissulega ættu erindi í fjölmiðla, af þeirri ástæðu einni að fréttaefnið, eða sá sem því tengist, væri líklegur til að höfða mál gegn þeim og reyna að knésetja. með þessum hætti væri unnt að nota ærumeiðingamál sem tæki til að þagga niður í fjölmiðlum. Stefnumótun skortir elfa ýr benti á að þrátt fyrir vaxandi fjölda ærumeiðingamála hjá dómstól- um hefði málum hjá siðanefnd Blaða- mannafélags Íslands ekki fjölgað. elfa velti upp spurningum um það hvort unnt væri að vernda friðhelgi einkalífsins með öðrum hætti en með rekstri meiðyrðamála fyrir dómstólum. elfa ýr benti á ákvæði fjölmiðlalaga sem nýst gætu í ærumeiðingamálum, þ.e. 39. gr. um andsvararétt og 26. gr. um lýðræðislegar grundvallarreglur auk siðareglna Blaðamannafélags Íslands. elfa ýr fór yfir þau úrræði sem notuð eru á norðurlöndum og Bretlandi en þar eru starfandi siðanefndir, sem eru sjálfstæðar stjórnsýslunefndir, í mismunandi formum þó. Taldi elfa ýr að á Íslandi skorti stefnumótun um hvernig eigi að haga þessum málaflokki, t.d. hvort setja ætti á stofn siðanefnd og hvort hún væri þá tengd stjórnsýslunni, en þar með væri kominn vettvangur til að leysa úr ærumeiðingamálum án þess að þau hefðu neikvæð áhrif eða kælingaáhrif á fjölmiðla auk þess að tryggja að þeir sem telji á sér brotið geti leitað réttar síns. í lokin Skemmtilegar umræður sköpuðust undir styrkri stjórn Ásu, sem gaf áheyrendum umhugsunar- og álitaefni til íhugunar í hlé. margar fyrirspurnir bárust úr sal auk fróðlegra innleggja þar sem m.a. var rætt um að fjölmiðlar mættu margir hverjir vanda umfjöllun sína betur og biðjast afsökunar hafi þeir brotið gegn ærumeiðingalöggjöf og mikilvægi þess að dómstólar rökstyðji niðurstöður dóma sinna í takt við vandaðar vinnu aðferðir mann- réttindadómstóls evrópu. mál stofa þessi var mjög vel heppnuð, frum- mælendur voru fróðir og skemmti legt að heyra þeirra skoðanir sem lituðust af ólíkum sjónarhornum þeirra. Auður Björg Jónsdóttir hdl. Lagaþýðingar í öruggum höndum Sérhæfðir þýðendur með víðtæka reynslu af öllum sviðum lagatexta. Öll helstu tungumál. Traust og fagleg þjónusta. Sendu okkur fyrirspurn á skjal@skjal.is og við komum þinni þýðingu í öruggar hendur. Skjal þjónusta ehf. - Síðumúla 28 - 108 Reykjavík Sími: 530 7300 - www.skjal.is F.v. elfa Ýr gylfadóttir, Þórður Snær Júlíusson, vilhjálmur H. vilhjálmsson, gunnar ingi Jóhannsson og Ása ólafsdóttir.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.