Lögmannablaðið - 01.06.2014, Qupperneq 23

Lögmannablaðið - 01.06.2014, Qupperneq 23
LÖgmannaBLaðið TBL 02/14 23 aðsent efni xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Í dómi HéRAðSdómS Reykjavíkur frá 5. júní 2014 í máli nr. S-553/2013, svonefndu imon-máli, er tekið fram að sérstakur saksóknari hafi gerst brotlegur við lög við framkvæmd hlustunar síma tveggja ákærðu, en til hennar hafði hann fengið heimild með dómsúrskurði. Heimildin til hlust- unar tók til ákveðins tímabils í janúar og febrúar 2011. Þegar ákærðu og verjendur þeirra fengu aðgang að upp- tökum vegna símahlustana, eftir að ákæra hafði verið gefin út, var þar að finna upptökur símtala sem ákærðu höfðu átt við verjendur sína vegna rannsóknar málsins. um þetta segir í dóminum: „með vísan til 1. mgr. 36. gr. laga um meðferð sakamála bar rann sakanda að láta af símhlustun og stöðva upptöku þegar ljóst var að um var að ræða samtal milli ákærðu og verjenda þeirra. Samkvæmt lokamálslið 1. mgr. 85. gr. sömu laga bar jafnframt að farga upp- tökum símtalanna þegar í stað. Hvorugt var gert og fólu framan greindar rann- sóknaraðgerðir, eins og að þeim var staðið, í sér brot gegn tilvitn uðum ákvæðum laga um með ferð sakamála.“ mikilvægt er að því er slegið föstu í dóminum að um lögbrot hafi verið að ræða, enda ekki um einstakt tilvik að ræða. Aðalatriðið er þó að gerðar verði úrbætur á bæði framkvæmd símahlustunar og eftirliti með henni. erindi LmFí til ríkissaksóknara Ríkissaksóknari á lögum samkvæmt að hafa ákveðið eftirlit með símahlustun. Í því skyni hefur hann gefið út sérstök, skrifleg fyrirmæli til lögreglustjóra og sérstaks saksóknara, sbr. fyrirmæli nr. 1/2012. Á síðasta ári, nánar tiltekið 16. apríl 2013, óskaði stjórn Lögmannafélags Íslands eftir fundi með ríkissaksóknara til þess að ræða framkvæmd síma- hlustunar og eyðingu upplýsinga þegar um samtöl lögmanna og sakborninga væri að ræða. Í svari ríkissaksóknara, sem Lög manna - félaginu barst 17. apríl 2013, kemur fram að ekki sé tíma bært að funda sérstaklega með Lögmanna félaginu vegna þessa. Á hinn bóginn muni ríkissaksóknari á næstu vikum upplýsa félagið um tilhögun eftirlits embætt isins með hlustunum lögreglu og breytta framkvæmd á því sviði. Frá því að framangreint svar ríkis sak- sóknara barst Lögmanna félaginu hefur erindi stjórnar félagsins tvívegis verið ítrekað. Þegar þetta er ritað hefur ekkert frekara svar borist félaginu. Svörin vekja vafa um meintar úrbætur Svör ríkissaksóknara við spurn ing- um blaðamanna í tilefni nýgengins dóms í imon-málinu veita því miður ekki skýrar vísbendingar um hvort brugðist hafi verið við ábendingum og kvörtunum með breytingum og þá hverjum, eftir að umræður um framkvæmd símahlustunar og eftirlit með henni tóku kipp á fyrri hluta árs 2013. Í frétt á mbl.is 10. júní 2014 er þannig haft eftir ríkissaksóknara „að ríkissaksóknari hafi m.a. brugðist við þessu með því að ítreka það sérstaklega í tveimur bréfum sínum til allra lögreglustjóra og sérstaks saksóknara, dags. 3. júní 2013 og 15. apríl 2014, sem varða eftirlit ríkis saksóknara með hlustunum á grundvelli fyrirmæla nr. 1/2012, að eyða skuli þegar í stað upptökum með samskiptum sakbornings og verjanda, enda komi það skýrt fram í 1. mgr. 85. gr. laga um meðferð sakamála.“ núverandi fyrirkomulag upplýst hefur verið af hálfu ríkis- saksóknara og sérstaks saksóknara í fjölmiðlum að framkvæmdin sé þannig að ekki sé hlustað á upptökur af símtölum í rauntíma. öll símtöl séu því tekin upp. Rannsakandinn hafi síðan það hlutverk að fara yfir símtölin og hlusta á þau. Til þess að geta áttað sig á við hvern sakborningur ræði hverju sinni þurfi rannsakandinn að hlusta á að minnsta kosti hluta símtals. ef sím talið er við verjanda, eigi rann- sakandinn að hætta hlustun og merkja símtalið til eyðingar. ófullnægjandi framkvæmd og eftirlit Samkvæmt framansögðu er ljóst að við núverandi framkvæmd hlustar rannsakandinn í öllum tilvikum á einhvern hluta símtals, jafnvel þótt verjandi eigi í hlut. Þá er ekki sjálfgefið að rannsakandinn átti sig á því strax að um símtal á milli verjanda og sakbornings sé að ræða og hlusti því á stærstan hluta þess eða það allt. Jafnvel þótt rannsakandinn átti sig fljótt, er augljós freisting til staðar að hlusta á símtalið til enda. Í öllum tilvikum er hugsanlegt, og reyndar líklegt, að rannsakandinn komist á þennan hátt yfir upplýsingar um málsatvik og/eða vörn sak born- ingsins sem geta gagnast við rannsókn málsins og þar með ákæru valdinu við sókn þess, enda þótt þær verði ekki notaðar beinlínis sem sönnunargögn í sakamálinu gegn honum. Allt bendir Símahlustun og lögbrot JÓnAs ÞÓr GUðMUnDsson Hrl. frh. bls 29

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.