Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 11

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 11
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA 105.4. Munurinn miðað við töflu 2 stafar aðal- lega af því, að þar er umframnotkunin metin á lægra gengi en því, sem ásamt uppbótum gengur inn í ráðstöfunarstærðirnar. Markaðsvirði vergrar þjóðarframleiðslu teng- ist tekjuvirði hennar með viðbót framleiðslu- styrkja og frádrætti óbeinna skatta. Fram- leiðslustyrkirnir ganga inn í tekjur fyrirtækj- anna, en markaðurinn þarf ekki að greiða þann hluta, heldur hið opinbera. Hins vegar eru óbeinir skattar, þ. e. skattar á framleiðslu, sölu, rekstur eða innkaup til rekstrar, inni- faldir í markaðsvirði framleiðslunnar, án þess að koma inn í tekjur fyrirtækjanna. Til fram- leiðslustyrkja teljast allar niðurgreiðslur neyzluvara nema þeirra, sem látnar eru gegn skömmtunarmiðum, úthlutuðum til einstakl- inga. Heimild um þessa skatta og styrki er úr- vinnsla Framkvæmdabankans á reikningum ríkis og sveitarfélaga. Skýrsluefni þetta bygg- ist einkum á greiðslum framleiðslustyrkja og óbeinna skatta. Til þess að fella þetta efni inn í þær töflur, sem hér eru til meðferðar, þarf að setja styrki viðkomandi framleiðslu- árganga í stað greiddra styrkja á árinu. Þetta hefur verið gert samkvæmt töflu hér á eftir um útflutningsstyrki greidda árin 1951—1961. En auk þess hafa áætlaðar yfirfærslubætur og gjöld af lántökum og afborgunum lána verið dregin frá, þar sem þau tilheyra ekki framleiðslu- og ráðstöfunarstærðunum. Hlutföll framleiðslustyrkja og óbeinna skatta hafa farið hækkandi nálega allt tímabilið. Helztu undantekningarnar eru 1950 og 1960, en bæði árin voru kerfi útflutningsstyrkja af- numin. Hvorugt árið sýnir þó hreina mynd framleiðslunnar án kerfis útflutningsstyrkja. Á framleiðsluárgang 1960 teljast falla 210 m. kr. útflutningsstyrkir, en innifaldar í óbein- um sköttum eru 652 m. kr. tekjur til greiðslu útflutningsstyrkja. Sé leiðrétt fyrir þessum upphæðum, teljast framleiðslustyrkir 6.4!?, en óbeinir skattar 21.8% vergrar þjóðarframleiðslu. Þess ber og að geta, að árið 1960 verður sú breyting, að tekjuöflun ríkisins færist í tals- verðum mæli frá beinum sköttum yfir til óbeinna. Tekjuvirði vergrar þjóðarframleiðslu hefur lengst af verið 88—93% markaðsvirðisins, en var 80% árið 1960. Þetta þýðir, að hið opin- bera hefur tekið milli 7 og 12% markaðsvirð- isins til sín í formi nettósköttunar vöru- og þjónustustraumanna, en síðasta árið 20%. Gagnvart breytingum á skattakerfinu er tekju- virðið stöðugri stærð en markaðsvirðið, þar sem hið síðar nefnda endurspeglar meiri eða minni óbeina nettósköttun. Þetta kemur skýrt fram af samanburði áranna 1959 og 1960. Markaðsvirðið hækkar um réttan milljarð króna, en tekjuvirðið er mjög lítið breytt og verg þjóðarframleiðsla á föstu verðlagi næstum óbreytt. Slit og úrelding fjármuna, öðru nafni af- skriftir, eru metnar eftir áætlunum Fram- kvæmdabankans um þjóðarauðinn. Þessar áætlanir eru sízt öruggar að því er varðar fyrstu árin. Niðurstaðan er þó sennileg. Af- skriftirnar eru lægst lilutfall fyrstu árin, en þá er tiltölulega mikið af gömlum fjármun- um í notkun. Virði þeirra er lágt miðað við brúttóafkastagetu, en afskriftirnar eru hér reiknaðar af eftirstöðvavirði fjármunanna á hverjum tíma. Frá árinu 1949 hafa afskriftirnar haldizt nærri 10% vergrar þjóðarframleiðslu, þó nokkru hærri árin 1950—1952. Bendir þetta, að öðru jöfnu, til nokkuð stöðugs hlutfalls framleiðslu og fjármagns, þótt það verði ekki fullyrt af þessum tölum einum saman. Þjóðartekjur er sú stærð, sem eðlilegt er að miða nettótekjur í verðgildi sama árs við. Að öðru leyti hefur tala þessi lítið sjálfstætt gildi. Hlutfall hennar miðað við verga þjóðar- framleiðslu, markaðsvirði, sýnir samandregin áhrif óbeinnar nettósköttunar og afskrifta. Aukaupplijsingar um nettóstærðir leiddar af öðrum stærðum töflunnar, eru gefnar í 14.— 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.