Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 85

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 85
BÚSKAPUR RÍKISINS vexti af innlendum skuldum, en liin neðri af erlendum. Tilfærslutekjur ríkisins eru eingöngu skatt- ar, þ. e. lögskyldar tilfærslur. En hið opinbera hefur þá sérstöðu í geiraskiptingunni að hafa frumkvæði og ákvörðunarvald um mest allar tilfærslurnar í hagkerfinu. Töfluliður innhliðar VI. Skattar, er svo rækilega sundurliðaður, sem kostur er, og er því varla þörf neinna skýringa við þann lið. Þess er sérstaklega get- ið, hve miklu nemur tekjuöflun útflutnings- styrkjakerfanna. Með ágóða af einkasölu á áfengi og tóbaki er talin innheimta til Land- græðslusjóðs af vindlingum og til Félags lam- aðra og fatlaðra af eldspýtum. í reikningakerfinu eru óbeinir skattar bók- aðir á framleiðslureikninga fyrirtækjanna. Beinir skattar, er teljast falla á tekjur, eru færðir á tekjureikninga bæði ríkisins og mót- aðila, en þeir sem teljast rýra eign mótaðil- ans, eiga að færast á fjármagnsmyndunar- reikning beggja aðilanna. Tilfærslugjöld ríkisins koma ásamt sam- neyzlunni á innhlið tekju- og ráðstöfunarreikn- ings, þó ekki þær tilfærslur, sem er ætlað að vera fjármagn hjá mótaðilanum. Undir þessi gjöld heyra töluliðir úthliðar: VI. Tilfærslur: 1. til fyrirtækja, a,—c. liðir; 2. til atvinnuvega, a. liður, 3.-5. til samtaka, heimila og til styrk- þurfandi ríkisfyrirtækja; og VII. Tilfærslur til annarra opinberra aðila, nema 2. liður, a.—d., sem er vegna fjármunamyndunar sveitarfé- laga- Við þessa úrvinnslu hefur verið lögð rík áherzla á að aðgreina tilfærslur til rekstrar og neyzlu frá tilfærslum til fjármögnunar. Ennfremur hefur verið gengið lengra í því en áður að telja útgjöld ríkisins til tilfærslna frenmr en til samneyzlu. Myndaður hefur verið sérstakur flokkur: til atvinnuvega. Þær tilfærslur eru ekki látnar neinum fyrirtækjum í té í greiðsluformi, en er ætlað að vera heilum atvinnuvegum til gagns. Þær fela í sér rann- sóknir, leiðbeiningar og skýrslugerð vegna einstakra atvinnuvega. Fjárveitingar ríkisins til slíkra stofnana, þ. e. nettó kostnaður að frádregnum tekjum þeirra, eru þannig færðar sem tilfærslur. Framlögin til Búnaðarfélags, Fiskifélags og Iðnaðarmálastofnunar íslands eru færð þannig, þótt þessar stofnanir veiti einnig nokkurt liðsinni við almenna hagstjórn ríkisins auk þjónustunnar við ákveðna atvinnu- vegi. En hugsunin, er liggur til grundvallar þessari meðferð liðanna er sú, að í samneyzlu eigi aðeins að koma sú ráðstöfun, sem skilar árangri sínum beint til almennings, en ekki óbeint í framleiðsluárangri atvinnuveganna. Tilfærslur til samtaka, VI. 3, er nokkuð blandaður liður, enda reynist oft erfitt að greina milli samtaka og atvinnuvega, er taka með sér samtök í þeirra þágu. Til samtaka telst ýmis óarðbær félagsstarfsemi á sviði lista og fræðistarfsemi, íþrótta, heilbrigðismála og mannúðarmála. Styrkir til starfandi listamanna eru taldir með þessum lið út frá því viðhorfi, að þeir séu í þágu þeirra hópa, að vísu óskipu- lagðra, er njóta starfs þeirra. Þessir styrkir gætu eins talizt til einstaklinga og heimila, þ. e. sem njótenda listar, eða jafnvel til fram- leiðslustyrkja. Með tilfærslum til Tryggingastofnunar rík- isins eru, í lið VII. 1. a., færð bein eftirlaun ríkisins, en hins vegar ekki lífeyrissjóðsgreiðsl- ur af vinnulaunum. Þær koma ásamt vinnu- laununum í lið IV. Sem tilfærslur til heil- brigðismála, VII. 1. b., eru færð öll framlög til sjúkrahúsa og til ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla, til væntanlegrar úrvinnslu ásamt reikningum Tryggingastofnunar og sjúkrasamlaga. Undir tilfærslur til sveitarfé- laga, VII. 2. e., „annað“, er fært framlag ríkissjóðs upp í lögreglukostnað í Beykjavík, hluti bæjar- og sýslufélaga af stríðsgróðaskatti og ýmsar greiðslur til sveitarstjórnarmála, af 17. grein ríkisreiknings. Spörun ríkisins er það, sem afgangs er á tekjuráðstöfunarreikningi til myndunar fjár- magns. 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.