Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 15

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Side 15
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA ar, við utanríkisviðskiptin og við önnur heild- arframleiðsluhugtök. Lausleg athugun leiðir í ljós, að samneyzla og fjármunamyndun liggja allt af, með einni undantekningu, ofar en framleiðslan að tiltölu við 1945. Einka- neyzlan liggur aftur á móti talsvert neðar en framleiðslan, og fer það bil vaxandi lengst af. Bæði útflutningur og innflutningur ukust að magni tiltölulega miklum mun meira en þjóð- arframleiðslan. Aukning útflutnings umfram framleiðslu er orðin 34% við lok tímabilsins, en innflutningsins 12.5%. Þessi mismunur tek- ur að myndast með árinu 1951, að því er út- flutninginn varðar, en innflutningurinn tekur að vaxa hraðar en framleiðslan með árinu 1953, þótt vísitala hans komist ekki upp fyrir framleiðsluvísitöluna fyrr en árið 1955. Af þessum afstöðum þróunarinnar leiðir auð- veldlega sú spurning, hvort enn örari vöxtur utanríkisviðskipta sé skilyrði vaxtar framleiðsl- unnar. Aðrar skýringartilraunir geta snúizt um markaðsskilyrðin, gengismálin, aflabrögðin, varnarliðsvinnuna og fleira, sem hér verður enginn dómur á lagður. Athyglisverður er vöxtur útflutnings um- fram vöxt innflutnings, en sá munur er orð- inn 19% árið 1960. En hér er um efnislega magnþróun að ræða, ekki útflutningsandvirðis. Andvirðið þróaðist með stórum óhagstæðara hætti en magnið sökum versnandi viðskipta- kjara við útlönd, en þetta andvirði í saman- burði við verðlag innflutnings ræður að sjálf- sögðu innflutningsgetunni. Mismunur viðskiptakjaranna er metinn til upphæðar í 11. línu, töflu 3. Útflutningsmagn- ið og viðskiptakjörin ráða þessari upphæð. Miðað er við viðskiptakjör verðlagsgrunnárs- ins 1954, og er því enginn munur það ár. Þessi munur skýrist betur af því, að hann kemur fram við að umreikna útflutninginn til fasts verðlags eftir verðvísitölu innflutn- ingsins í stað verðvísitölu útflutningsins sjálfs. Með þessu móti er útflutningurinn og þar með þjóðarframleiðslan í heild metin eftir föstu verðlagi til notkunar, þ. e. til notkunarmagns í stað framleiðslumagns. Þannig endurmetin hefur þjóðarframleiðslan hreinna tekjugildi og er sýnd í töflum 3—5 undir nafninu vergar þjóðartekjur, en að afskriftum frádregnum hreinar þjóðartekjur. En hreinar þjóðartekjur eru bezt sambærilegar við notagildi tekna miðað við fast verðlag. Þróun viðskiptakjaranna reyndist mjög af- drifarík fyrri hluta tímabilsins. Mestur er mun- urinn milli 1946 og 1951, 303 m. kr. að upp- hæð á verðlagi ársins 1954. Allt þetta ára- bil fóru viðskiptakjörin ört versnandi. Þótt út- flutningurinn ykist um 25% að magni milli þessara ára, minnkaði hann um rúm 13% að kaupgetu, en þetta jafngilti því, að rúm 30% útflutningsins 1951 væru látin upp í rýmun viðskiptakjara frá 1946. Miðað við verga þjóð- arframleiðslu nam rýrnun viðskiptakjara 10%. Oll áhrifin á þjóðarframleiðsluna geta þó verið meiri, þ. e. eitthvert margfeldi mismunarins, en um það verður að svo stöddu ekkert fullyrt. Frádrættir afskrifta og viðskiptakjaramunar ollu því, að hrein þjóðarframleiðsla og verg- ar og hreinar þjóðartekjur ukust alls um nokkru minna en verg þjóðarframleiðsla. Hreinar þjóðartekjur voru frá 1950 oftast um 10 stigum neðar. Ilækkun þeirra samsvarar um 2.8% ársvexti yfir allt tímabilið, en 6.5% ársvexti frá 1952 og 4.4% frá 1950. Hækkunin er því nokkru meiri en hækkun vergrar fram- leiðslu frá 1950 og 1952, enda eru þá helztu lækkanirnar af völdum afskrifta og viðskipta- kjara um garð gengnar. Framleiðsla, neyzla og tekjur á mann Þær tölur, sem hér hafa verið nefndar, eru í sjálfu sér ekki mælikvarði á afköst eða efna- lega velferð manna. Til þess þarf a. m. k. að jafna viðkomandi stærðum niður á mannfjöld- ann. 13

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.