Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 72

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 72
Búskapur ríkisins árin 1955-1960 Grein þessi um búskap ríkisins og úrvinnslu ríkisreikninga til samræmis við hagræn liugtök er tekin saman af Bjarna B. Jóns- syni í samvinnu við Torben Frederiksen, er annaðist töfluverkið. í 9. hefti þessa rits, desember 1960, birtist grein um búskap ríkisins og sveitarfélaganna um áratugs skeið, 1945—1954. Úrvinnslu skýrslna um þessi efni hefur verið haldið áfram, og birtist hér framhald skýrslna um ríkisbúskapinn. Hins vegar skilar skýrsluefni sveitarfélaganna sér ákaflega seinlega. Fram- hald skýrslnanna um þau hefur því ekki enn hlotið svo endanlegan frágang, að rétt þyki að birta þær um leið. Bráðabirgðatölur sama efnis um sveitarfélögin hafa þó verið lagðar, ásamt tölum um ríkisbúskapinn og um al- mannatryggingakerfið, til grundvallar heildar- tölum um búskap hins opinbera í töflum hér að framan um þjóðarframleiðslu og verðmæta- ráðstöfun. Töfluformið hefur verið látið lialda sér í aðalatriðum frá fyrri birtingu. Sundurliðun er þó nokkuð ýtarlegri sums staðar. Úrvinnslu efnisins hefur verið breytt nokkuð. Einkum hafa verið dregin skýrari mörk skilgreiningar milli kaupa á vöru og þjónustu og tilfærslna, og milli rekstrartekna fyrirtækja annars vegar og óbeinna skatta og styrkja hins vegar. Þetta veldur þó óvíða verulegum mun upphæða. Samræming á eldri tölum við hinar nýrri var gerð í þeim talnaröðum, er koma í þjóðar- framleiðsluskýrslumar. Til yfirlits yfir helztu niðurstöður töflu- verksins er hér birt tafla um ríkistekjurnar og ráðstöfun þeirra. Eignatekjur og fjármagns- hreyfingar eru hér teknar sem nettóstærðir, þannig að sem bezt komi í ljós, hvemig ríkis- tekjunum er ráðstafað. Taflan er tekin saman með röðun hinna ýmsu liða aðaltöflunnar. En skýringar hér á eftir leiða í Ijós, hvernig það er gert. Yfirlitstaflan leiðir í Ijós, hve geysimiklum hluta tilfærslurnar nema, en útflutningsstyrkja- kerfin eru talin til ríkisbúskaparins. Þá vekur það og athygli, að spörun ríkisins er sum árin álíka mikil og neyzluráðstöfunin. Orðið spörun er hér notað fremur en orðið sparn- aður, þar sem hið síðara er oft notað í annarri merkingu, þ. e. í merkingunni aukin rekstrar- hagkvæmni eða lækkun rekstrarútgjalda. Aðaltöfluna má að sjálfsögðu nota sem heim- ild um mörg önnur atriði. Yfirlitstaflan er að- eins ábending um nokkrar stærðir, er snerta meginsamhengi efnahagsmálanna. Akveðið hugtakakerfi liggur að baki niður- skipunar töfluverksins í kafla og liði, hugtaka- kerfi þjóðhagsreikninga, en innan marka þess má þó velja ýmis afbrigði. Taflan er sett upp í fremur einföldu formi sem skrá yfir inn- greiðslur og útgreiðslur, og er engan veginn augljóst af forminu sjálfu, hver hugsun ligg- ur því að baki. Hér á eftir verður því leitast við að gefa nokkra lýsingu kerfis þess, er að baki liggur, og skýra nánar frá innihaldi hinna einstöku liða og heimildum þeirra. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.