Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 84

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 84
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM skoða í samhengi við skýringarnar, enda sýnir hún í rauninni allt meginefni þeirra. Séu fullnægjandi upplýsingar fyrir hendi, eru færslur ríkisreikninga og annarra heimild- argagna flokkaðar þannig, að þær myndi hrein- ar færslur í reikningakerfinu, með mótbókun á ákveðna geira. Þessi skilyrði eru þó ekki alltaf fyrir hendi, þannig að margar færslur eru blandaðar, a. m. k. að því er mótaðila snertir. Reikningar raunvirðastraumanna eru þrenns konar: framleiðslureikningar, tekju- og ráð- stöfunarreikningar, og fjármagnsmyndunar- reikningar. Á framleiðslureikning ríkisins er færð í inn- hlið öll notkun framleiðsluafla við starfsemi ríkisins sjálfs, en í úthlið er fært mat starf- seminnar til samneyzlu, auk seldrar þjónustu. Til færslu í innhlið eiga að koma úr úthlið töflunnar liðir III. Viðgerðir og viðhald og IV. Onnur kaup vöru og þjónustu, þ. m. t. laun ríkisstarfsmanna. Ekki er nauðsynlegt, að allt viðhald komi á framleiðslureikning, heldur aðeins það, sem er í þágu starfsdeilda ríkisins. Viðhald til beinna almannanota, svo sem vegaviðhald, má færa til samneyzlu beint á tekjuráðstöfunarreikningi. Töfluliður III inniheldur, auk vegaviðhalds, einkum viðhald skipa landhelgisgæzlunnar og húseigna ríkis- ins. Töfluliður IV nær yfir laun og annan rekstrarkostnað ríkisstarfseminnar samkvæmt þegar gefnum skilgreiningum. Kaup vöru og þjónustu frá útlöndum eru að mestu leyti út- gjöld vegna sendiráðanna erlendis. í úthlið framleiðslureiknings kemur töflu- liður innhliðar IV. Sala vöru og þjónustu. Þessi liður skiptist í undirliði: 1. Til innlendra fyrirtækja og einstaklinga, er í rauninni af- gangsliður þess, sem fellur ekki undir 2. og 3. lið, en það eru þóknanir og ómakslaun ým- issa embætta og stofnana, leigutekjur skóla- húsnæðis o. fl.; 2. Til útlanda, eru tekjur af alþjóðaflugþjónustu og eitt árið, 1955, af efn- istöku varnarliðsins; 3. a. og b. Til almanna- trygginga og sveitarfélaga, felur í sér þjón- ustu við þessa aðila: innheimtur fyrir Trygg- ingastofnun ríkisins, aðstoð við útsvarsálagn- ingu í Reykjavík og rekstur hegningarhúsa og vinnuhæla að hluta fyrir Reykjavík. Til greina kemur að færa afskriftir ríkisfjár- muna og reiknaða vexti af virði þeirra á fram- leiðslureikning. Þessir liðir eru ekki í töfl- unni, en afskriftirnar hafa verið reiknaðar með í töflunum um þjóðarframleiðslu. Mismunur framleiðslureiknings ríkisins er talinn sýna samneyzlu myndaða á þess vegum og færist á tekjuráðstöfun. Reikningur tekna og ráðstöfunar sýnir tekj- urnar í úthlið, en ráðstöfunina í innhlið. Ráð- stöfunin er í fyrsta lagi verðmæti, sem koma inn til ríkisins og enda þar í samneyzlu á þess vegum, í öðru lagi tekjutilfærslur til annarra aðila og í þriðja lagi spörun ríkisins. í hvaða skilningi eitthvað geti runnið til ríkisins móti tilfærslum fjár til annarra aðila, leiðir of langt að ræða. En tilfærslurnar eru að jafnaði bundnar ákveðnum skilyrðum, og er hugsun kerfisins sú, að tilfærslukrafan sé færð, er hún myndast, þótt greiðsla í reiðu fé hafi ekki farið fram. í úthlið kemur framlag framleiðsluþátta, sem aðeins getur verið fjármagnsþjónusta, og allar tilfærslutekjur, sem svo til eingöngu eru skattar, þar sem ríkið á í hlut. Töfluliður inn- hliðar V. Eignatekjur færist hér allur, en til frádráttar kemur sami liður úthliðar, vaxta- gjökl, þar sem þau standa ekki í neinu beinu sambandi við sjálfa ríkisstarfsemina. Fyrir meðferð ríkisfyrirtækja hefur þegar verið gerð grein. Vaxtaupphæðirnar eru lágar, enda eru að- eins færðir vextir þeirra skulda, sem ríkið er beinn og endanlegur aðili að, en ekki af lán- tökum ríkisins fyrir bankana, ríkisfyrirtæki o. þ. h. stofnanir. Rétt þykir að benda hér á, að í töflunni í 9. hefti ritsins, bls. 19, víxluðust talnalínur vaxta miðað við töflutexta. Efri talnalínan á að sýna 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.