Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 76

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 76
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM skatttekna, eins og Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins,, Viðtækjaverzlun ríkisins, Tjarnarbíó (Háskólabíó) og Happdrætti Háskólans. Loks eru þau fyrirtæki, sem eru reglulegs styrks þurfi. Þeim er ætlað að vera viðkom- andi starfsemi til styrktar eða að styrkja að- stöðu þeirra, er við þau skipta. Til þeirra telj- ast Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveitin, Skipa- útgerð ríkisins, Ferðaskrifstofa ríkisins og flug- vellir og flughafnir. Til ríkisfyrirtækja í skilningi þjóðhagsreikn- inga teljast ýmsar stofnanir eða deildir, sem eru ekki lögformlega sérstök fyrirtæki né held- ur talin til þeirra í daglegu tali. Þær starfs- deildir ríkisins, er fást við mannvirkjagerð: vega- og brúagerð, hafnagerð, flugvallagerð, raforkuvirkjanir og byggingar, falla undir hinn fyrst greinda flokk ríkisfyrirtækja. Rannsókn- ar- og leiðbeiningastarfsemi og önnur þjónusta ríkisins við ákveðna atvinnuvegi telst og til ríkisfyrirtækja, en kostnaðarvirði endurgjalds- lausrar þjónustu þeirra telst styrkur til at- vinnuveganna, sem í hlut eiga. Eins og þegar er tekið fram, fellur starfsemi ríkisfyrirtækjanna utan þess töfluverks um rík- isbúskapinn, sem hér er sett fram. Sýnd eru aðeins fjárhagsleg skipti þeirra við ríkið, en þau skipti geta falið í sér mest alla veltu þeirra, t. d. vegagerðar. Straumarnir og tímamörk þeirra Aðalbyggingu hugtakakerfisins mynda geir- arnir og straumarnir milli þeirra. Straumarnir eru þannig skilgreindir, að þeim megi skipa saman í reikninga, er gefi þýðingarmiklar upp- lýsingar um efnahagsafkomu geiranna og alls þjóðarbúskaparins. Allar hagstærðir eru ýmist stofnar eða straumar. Stofnarnir eru kyrrstæð- ir fjármunir eða réttindi, gerð upp reiknings- lega á ákveðnu andartaki, á ákveðnum tíma- mörkum. Þegar stofnarnir myndast, eyðast eða skipta um eigendur, eiga sér stað straumar. Mæling straumanna verður að miðast við ákveðin tímabil, milli tveggja tímamarka, venjulegast ár. Allar færslur í bókhaldi, og þá einnig í þjóðhagsreikningum, eru í eðli sínu mæling strauma, en stofnstærðirnar eru gerð- ar upp eftir reikningunum á tímamörkum. I fullkomnu reikningshaldi innan peninga- hagkerfis eru jafnan tvö straumakerfi að verki, sitt í hvorum fleti, ef svo má segja, og með gagnstæðar stefnur. Hvort þeirra um sig er fullkomin andhverfa eða spegilmynd hins. Annað er myndað af raunvirðastraumunum, vörum, þjónustum, vinnu, fjármagnsnotkun o. þ. h., en hitt er myndað af fjárstraumunum, er einnig mætti kalla greiðslustrauma eða pen- ingastrauma, þ. e. af reiðu fé, færslum á greiðslufjárreikninga og öðrum óhlutbundnum réttindum, tilgreindum í hinni almennu pen- ingaeiningu. Menn geta haft skipti á fjárrétt- indum, þannig að tveir fjárstraumar mætist án þess að hreyfa við raunvirðakerfinu. Sé hins vegar skiptst á hlutum, sem peningamat er lagt á, er sú hugsun lögð til grundvallar, að hvorri hlutarafhendingunni um sig mótsvari jafn hár fjárstraumur. Sumir straumar líta út sem einhliða fjárstraumar, án mótframlags. Þetta eru tilfærslurnar. Mótvirði þeirra er þó fært sem hluti af kerfi raunvirðastraumanna, sem hliðstæða tekjustraumanna og í og með sem leiðrétting þeirra. Töfluverkinu er skipt í tvær hliðar, innhlið og úthlið, eftir tveim straumstefnum. Nafn- gift hliðanna miðast við stefnu fjárstraumanna. I innhlið eru færð öll þau skipti, er leiða til þess, að fjárstraumar liggi til rikisins, en í út- hlið þau, er beina þeim frá ríkinu. Flokkun og heiti hinna einstöku liða fara þó eftir hugtakaskipan raunvirðastraumanna, sem mótsvara greiðslunum, nema um hrein fjár- magnsviðskipti á báða bóga sé að ræða. Slík skipti eru færð undir flokk fjármagnshreyf- inga. Nátengd þessu er spurningin um það, á hvaða stigi eða grundvelli skráning straumanna fer fram. Hin almennasta regla er að skrá alla 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.