Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 9

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Qupperneq 9
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA fór hlutfall einkaneyzlunnar minnkandi fram til 1957, en frá því ári virðist þetta hlutfall hafa stöðvast við um 65—66% þjóðarfram- leiðslunnar. Breytingin, um 10% þjóðarfram- leiðslunnar, er gerist að kalla má á 6—8 árum, má teljast veruleg. Hins vegar er ekki að fullu ljóst, að hve miklu leyti hið háa hlut- fall fyrstu árin kann að hafa verið eftirstríðs- fyrirbæri. Lausleg athugun á árinu 1938 bend- ir til þess, að einkaneyzluhlutfallið hafi þá einnig verið nærri 65%, en enga ábyrgð er hægt að taka á þeim tölum án frekari könn- unar. Einkaneyzlan felur í sér öll kaup varan- legra muna til einkaafnota, svo sem fólksbif- reiða, heimilistækja og húsgagna, nema kaup íbúðanna sjálfra og þess, er telst múr og nagl- fast með þeim. Þessir hlutar neyzlunnar geta hreyfst verulega eftir almennum efnahag og gjaldeyrisástandi, og þar með valdið sveifl- um neyzlunnar í heild. Þessar breytingar eru þó ekki líklegar til að valda breytingu neyzlu- hlutfallsins í sömu átt, þar sem fjármuna- myndunin er að jafnaði miklu næmari fyrir breyttu efnahagsástandi, svo sem 3. lína töfl- unnar ber með sér, nema því aðeins að notkun fjármagns erlendis frá breytist í svipuðum mæli og fjármunamyndunin. í einkaneyzlunni eru einnig innifaldar aðrar birgðabreytingar en þær, sem eru tald- ar í 4. línu taflnanna, útflutningsvörubirgða og bústofns. Birgðabreytingar ættu allar að vera taldar með í 4. línu, ef þolanlegar heim- ildir um þær lægju fyrir. Fram til 1956 er einkaneyzlan fundin sem afgangsstærð og fel- ur þar með í sér alla endanlega ráðstöfun ótalda annars staðar. Frá og með 1957 er einkaneyzlan sérstaklega reiknuð, en þá er með reiknuð öll framleiðsla og innflutningur neyzluvara fyrir utan smávægilegar leiðrétt- ingar milli ára vegna áætlaðra birgðabreyt- inga nokkurra matvara. Fjögur síðustu árin vantar því birgðabreytingar fjárfestingarvara, en þær gætu breytt tölum einkaneyzlu og þjóðarframleiðslu lítils háttar til eða frá, en tæplega að nokkru ráði. Hver einkaneyzlan, hreinsuð af öllum birgða- breytingum, mundi verða hvert ár tímabilsins, er sérstakt rannsóknarefni, sem hér verður lát- ið kyrrt liggja. Sennilega mundu sveiflur ein- stakra ára jafnast nokkuð út, en breyting neyzluhlutfallsins frá byrjun til loka tímabils- ins yrði líklega sízt minni, þar sem síðari ár hins háa neyzluhlutfalls voru jafnframt ár lít- illa og minnkandi vörubirgða. Samneyzlan, öðru nafni opinber neyzla, er neyzluráðstöfun ríkis og sveitarfélaga fyrir hönd borgaranna og þeim til frjálsra almennra afnota. Til þessa teljast einkum útgjöld til skólakerfis hins opinbera og opinberrar stjórn- sýslu, viðhald og afskriftir vegakerfisins o. s. frv. samkvæmt nánari skilgreiningum í sér- stakri grein um búskap ríkisins í þessu hefti. Samneyzlan hefur verið svo jöfn að hlut- falli yfir allt tímabilið, að tæplega er vert að tala um breytingar á því. Hæst er það 9.7%, lægst 8.6%, og hið sama við upphaf og lok tímabilsins, þ. e. í lágmarki. Bein ráðstöfun hins opinbera til samneyzlu þjóðarinnar hef- ur því verið sem næst óbreytt að hlutfalli, hvað svo sem segja má um skattbyrðina að öðru leyti. Ffármunamijndnnin er tekin til meðferðar í sérstakri grein hér á eftir. Hér nægir því að benda á hlutföll og afstöður til annarra stærða. Að slepptu árinu 1945, er markaðist af stríðs- ástandi erlendis, er fjármunamyndunin hæst að hlutfalli við byrjun og lok tímabilsins, en lægst árin 1949—1951. Sé litið til verðmæta- ráðstöfunar miðað við þjóðarframleiðslu sést, að fyrri árin hafa algjöra sérstöðu. Fjár- munamyndunin er þá, árin 1946 og 1947, rétt 27% af þjóðarframleiðslu, en jafnframt er ráð- stöfun umfram framleiðslu rétt við 12% og 14% af framleiðslunni, en öll önnur ár tíma- bilsins liggur sá mismunur á bilinu upp að 6%, oftast um 3%. Lágmarki náði fjármuna- myndunin bæði að hlutfalli og magni árið 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.