Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 29

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 29
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA tala, er það að með því fæst mjög góð tenging milli áranna 1956 og 1957, en hið síðarnefnda ár var mismunurinn 9.5%. Leiðréttingar Hagstofu Islands vegna ýmiss lögleyfðs frádráttar. Til leiðréttingar nettóteknanna hefur Hag- stofan ár hvert metið eftirfarandi frádráttar- liði: Tryggingaiðgjöld, sjúkrasamlagsgjöld, lífeyrissjóðsgjöld, líftryggingariðgjöld að vissu marki, stéttarfélagsgjöld, eignaskatt, fæðis- kostnað í vissum tilfellum, hlífðarfatakostnað fiskimanna, kostnað vegna heimilisaðstoðar, kostnað vegna heimilisstofnunar, húsaleigu að ákveðnu marki, frádrátt vegna tekna giftra kvenna o. a. Allir þessir frádráttarliðir eru í eðli sínu frekar ráðstöfun á tekjum (þjóðar- tekjum) en rekstrarkostnaður. Mati Hagstof- unnar á þeim hefur því verið bætt við fram- taldar nettótekjur sem fyrsta skrefið til mats á þjóðartekjunum. Vegna þess að sparifé var gert skattfrjálst að mestu leyti frá og með 1953, hefur Hag- stofan áætlað vaxtatekjur einstaklinga til sam- ræmis við framtalda vexti áranna á undan. Þessum leiðréttingarlið hefur hér verið sleppt, þar sem réttara þótti að meta í einu lagi allar vaxtatekjur einstaklinga og samtaka, bæði framtaldar en skattfrjálsar og þær. er af ýms- nm ástæðum liafa ekki verið taldar. Mat Fram- kvæmdabankans á þessum leiðréttingarlið er talin í línu 3, „Endurmat þáttatekna einstak- linga og fyrirtækja.“ Endurmat þáttatekna eiristaklinga og fyrirtækja. Framleiðsluþættirnir vinna og fjármagn bera úr býtum ýmsar tekjur, sem skattalög- gjöfin telur ekki til tekna. Það þarf því bæði að meta þá tekjuflokka, sem ekki eru taldir til nettótekna, og einnig þarf að endurmeta þær tekjur, sem þar eru að einhverju leyti taldar, en ekki til fulls þjóðarteknavirðis. Hér er um að ræða eftirfarandi: Vinnutekjur námsfólks, vinnulaun íslend- inga búsettra erlendis vegna utanríkisþjónustu landsins, framlög atvinnurekenda vegna laun- þega til almannatrygginga, atvinnuleysistrygg- inga, lífeyrissjóða og sjúkrasjóða stéttarfélaga, skattfrjáls skyldusparnaður og óskattlagðar vaxtatekjur af sparifé. Þessir tekjuflokkar eru hreinar viðbætur við hinar leiðréttu nettó- tekjur. Ennfremur er hér metin sú eignaaukning í formi frjármunamyndunar, sem aðeins að nokkru leyti er talin framteljendum til tekna. I fjármunamyndunarskýrslum Framkvæmda- bankans eru fjármunir verðlagðir á áætluðu kostnaðarverði. Þannig eru t. d. jarðabætur og íbúðarhúsabyggingar verðlagðar án tillits til skattfríðinda, og hér þarf því að meta mis- mun þess er ætla má að talið sé til tekna á framtölum og þess kostnaðarverðs, er reiknað er með í fjármunamyndunarskýrslum. Loks hefur verið gerð ágiskun um mat húsa- leigu fyrir eigið húsnæði á skattframtölum, og mismun þeirrar tölu og þess mats, sem fæst á grundvelli neyzlurannsóknar Framkvæmda- bankans, bætt við hér. Skattfrjálsar eða óframtaldar tekjur stofnana og samtaka. Samkvæmt skattalöggjöfinni eru eftirtaldar stofnanir, samtök og fyrirtæki með öllu skatt- frjáls: Ríkissjóður, ríkisfyrirtæki og ríkisstofn- anir er standa undir umsjón ríkisstjórnarinnar, sveitarfélög, bæjarfélög og fyrirtæki sem þau reka, kirkjusjóðir, sparisjóðir sem engan arð greiða stofnendum og hlutafélög, samlags- hlutafélög og önnur félög með takmarkaðri ábyrgð, ef tekjuafgangi er einungis varið til almenningsþarfa. Með sérstökum lögum hefur ennfremur verið kveðið á um skattfrelsi til- tekinna samtaka og félaga. Ennfremur eru samvinnufélög skattfrjáls af vissum hluta tekna sinna, og tryggingafélög skattfrjáls af sjóða- myndunum sínum. Ur skýrslum Framkvæmdabankans um bú- 4 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.