Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 74

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 74
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM félagasamtök með hinu opinbera og mynda þar með almennan félagslegan geira. Upphafleg grundvallarhugsun geiraskipting- arinnar er, að flokkaðar séu raunverulegar persónur og persónur að lögum eftir helzta eðli þeirra, þótt efnahagslegar athafnir þeirra eða skipti við aðrar persónur geti verið marg- háttuð. En í framkvæmdinni er þó geiraskipt- ingin látin ráðast mjög af flokkun sjálfra efna- hagsathafnanna, þannig að sýndar séu sem hreinastar samstæður aðila og athafna í efna- hagslífinu. Þetta felur raunar í sér, að mynd- aðar eru reikningslegar hliðstæður hinna laga- legu persóna, þótt þær séu ekki til sem form- legar persónur að lögum. Framkvæmdinni er því yfirleitt þannig hag- að, að mest öll sú efnahagsstarfsemi er skilar árangri sínum í sölu á markaði eða í hliðstæð- um þess í eigin notkun, er talin fara fram á vegum fyrirtækja. Þannig er ekki aðeins bú- rekstur einstaklinga og því líkt talið til fyrir- tækja, heldur og allur rekstur íbúðarhúsnæðis, bæði til útleigu og eigin nota, og heimilisþjón- usta. Geiri heimilanna er þá laus við alla fram- leiðslustarfsemi, en er aðeins aðili að fram- lagi framleiðsluþátta og ráðstöfun tekna. Framleiðslu-, þjónustu- og viðskiptafyrirtæki hins opinbera eru talin til fyrirtækja og þannig á að fara með þær deildir opinberrar starfsemi, er slíka starfsemi stunda og aðskildar verða frá hinni eiginlegu opinberu starfsemi. Undir opinbera geirann falla því aðeins þær starfsdeildir hins opinbera, sem stunda aðal- lega verðmætasköpun, er metin verður til op- inberrar neyzlu, öðru nafni samneyzlu þjóðar- innar, en þetta hugtak verður nánar skilgreint hér á eftir. Þessar deildir geta þó stundað að auki einhverja framleiðslu, einkum þjónustu, til sölu á markaði. Launuð starfsemi á vegum félagssamtaka er talin til geira heimila og samtaka. En fyrir utan þessar undantekningar er öll framleiðslustarfsemin talin fara fram á vegum fyrirtækja. Geiraskiptingin hefur meginþýðingu við samningu reikningakerfisins og þar með til ákvörðunar á reikningslegri meðferð hinna ýmsu liða. En fyrir birtingu skýrslna um fram- leiðslustarfsemina sjálfa og flokkaskiptingu hennar hefur geiraskiptingin litla þýðingu, enda er sú skipting yfirleitt ekki birt. I þess stað er framleiðslustarfseminni, í víðtækasta skilningi, skipt á atvinnugreinar. Atvinnu- greinaskiptingin fer einkum eftir því, hverj- ar framleiðsluvörurnar eða þjónusturnar eru, á hvaða vinnslustigi vörurnar eru, og hver er tæknilegur og rekstrarlegur skyldleiki fyrir- tækjanna, en ekki eftir því, undir hvaða geira starfsemin fellur. Þannig fellur skólahald hins opinbera undir kennsluþjónustu, ásamt einka- skólum, en opinber þjónusta er mjög þröngt skilgreind atvinnugrein, er aðeins felur í sér kjarnann í starfsemi liins opinbera. Geirar heimilanna og hins opinbera ein- kennast fyrst og fremst af því, að þeir eða aðilar þeirra ráðstafa meginhluta teknanna af framleiðslustarfseminni til þeirra endanlegu nota, sem framleiðslan hefur að efnahagslegu takmarki. Þannig fer um hendur þessara að- ila margfalt meiri ráðstöfun fjár heldur en nemur atvinnustarfsemi þeirra. Til þeirra fer ráðstöfun til einkaneyzlu, samneyzlu og opin- berrar fjármunamyndunar til frjálsra almanna- nota, og ennfremur eiga þeir aðild að mikl- um tilfærslum og fjármagnsviðskiptum. Reikningakerfi geiranna ná ekki aðeins yfir starfsemina á þeirra vegum, heldur og öll efnahagsleg skipti þeirra við aðra aðila. Það er að nokkru leyti hagkvæmnisatriði, hvernig mörkin milli þeirra eru dregin. Þannig mætti hugsa sér að skipa sem flestum eða öllum starfsdeildum hins opinbera í flokk opinberra fyrirtækja, er seldu hinu opinbera þjónustu sína. Opinberi geirinn væri þá hreinlega til ráðstöfunar á verðmætum en ekki til mynd- unar þeirra. Þótt starfsemi sé flokkuð þannig til fyrirtækja, koma skipti hins opinbera við þau fram á reikningum opinbera geirans, sem kaup vöru og þjónustu frá þeim, tilfærslur til 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.