Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 18
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 18 Því fer fjarri að lífeyrissjóð- irnir eigi allt atvinnulífið, segir Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslun- armanna. Helgi hélt framsögu á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í fyrradag sem bar yfirskriftina Eiga lífeyrissjóðirn- ir Ísland? Helgi sagði jafnframt að staða lífeyrissjóðanna á mark- aði væri ekkert vandamál. „Lífeyrissjóðirnir eru hlut- fallslega fyrirferðarmiklir vegna þess að aðrir eru ekki eins öflug- ir á þessum markaði og æskilegt væri. Lífeyrissjóðirnir eru ekki fyrir neinum. Þeir eru ekki að taka rými frá neinum. Þeir hafa t.d. ekki verið í keppni við einka- fjárfesta um kaup á hlutabréfum í mikilvægum fyrirtækjum. Það komast allir að sem vilja, allavega standa lífeyrissjóðirnir ekki í vegi annarra fjárfesta,“ sagði hann. Helgi sagðist þeirrar skoðunar að það gæti verið heppilegt fyrir ríkið að selja minnihluta hlutafjár í Landsvirkjun til lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta. Hann tók undir skoðanir þess efnis að þannig mætti fjármagna bygg- ingu Landspítala. „Fyrirtækið er svo mikils virði að fyrir 49% eign- arhlut fengjust væntanlega fjár- munir sem munaði um til skulda- lækkunar hjá ríkissjóði eða til ráðstöfunar í mikilvæg verkefni. Ef ríkið ætti áfram meirihlutann, þá myndi það ráða fyrirtækinu og þar með stefnu í fjárfestingum, verðlagningarstefnu og umhverf- isstefnu þannig að ekkert þyrfti að breytast til verri vegar.“ Þá sagðist hann jafnframt telja að heppilegt gæti orðið að skrá Landsbankann í Kauphöll Íslands. „Ég tel að Landsbankinn gæti hentað mjög vel fyrir markaðinn. Verði hann skráður í Kauphöll Íslands, þá verður það risaskref til eflingar markaðarins þar sem almenningur, lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar fengju verðugt fjárfestingartækifæri til að glíma við. Stundum er nefnt að æskilegt væri að ríkið ætti áfram góðan hlut í bankanum, t.d. 20 prósent í þessum stærsta banka landsins, til að tryggja ákveðna festu og jafn- vægi gagnvart markaðsaðilum,“ sagði Helgi. Þetta hafi Norðmenn gert með góðum árangri en þar er norska ríkið langstærsti hluthafinn í DNB-bankanum í ágætri sátt við hlutabréfamarkaðinn. „Mér finnst að við gætum alveg tekið Norðmenn okkur til fyrirmyndar hvað varðar framtíðareignarhald á Landsbankanum.“ Hann tók það fram að margt annað kæmi einnig vel til greina. „Sama gildir um öll þau væn- legu fyrirtæki í ýmsum greinum atvinnulífsins sem gætu átt fullt erindi á markað þannig að fjár- festingartækifæri almennings, líf- eyrissjóða og annarra fagfjárfesta ykjust til muna. Á því er full þörf,“ sagði Helgi. Loks sagði Helgi að miklar kröfur væru gerðar til lífeyris- sjóðanna sjálfra. „Þeir eru undir mjög ströngu eftirliti FME, fjár- málaráðuneytisins og Samkeppn- iseftirlitsins. Það gleymist oft þegar ómálefnaleg og ómakleg gagnrýni heyrist á lífeyrissjóði landsmanna. Þeir búa við mjög agað regluverk og mikið eftirlit.“ jonhakon@frettabladid.is Telur stöðu lífeyrissjóðanna á markaði ekki vera vandamál Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir að staða lífeyrissjóðanna á markaði sé ekkert vandamál þótt þeir séu hlutfallslega fyrirferðarmiklir. Hann segist jafnframt telja að heppilegt sé að ríkið selji minnihluta hlutafjár í Landsvirkjun. 1 Þeir eiga ekkert annað í höfuðatvinnugrein þjóðarinnar, sjávarút- vegi, en 26 prósent í Granda og 5% í Vinnslustöðinni. Annað ekki! 2 Þeir eiga ekkert í íslenskri ferðaþjónustu fyrir utan 44 prósent eignarhlut í Icelandair Group. Þessi atvinnugrein vex mest allra og skilar nú orðið mestum gjaldeyristekjum inn í þjóðarbúið. Lífeyrissjóðirnir eiga ekkert í WOW air eða öðrum flugfélögum, hótelum, bílaleigum, rútufyrirtækjum, veitinga- stöðum, ferðaskrifstofum eða öðru í ferðaþjónustinni nema í gegnum Icelandair. 3 Þeir eiga ekkert í stóru bönkunum. 4 Þeir eiga ekkert í greiðslukortafyrirtækjunum. 5 Þeir eiga ekkert í stóriðjufyrirtækjunum. 6 Þeir eiga ekkert í orkufyrirtækjunum, ef undanskilinn er þriðjungur í HS Orku gegnum Jarðvarma. 7 Þeir eiga ekkert í íslenskum matvælaiðnaði, mjólkuriðnaði, kjötvinnslu, salgætisframleiðslu eða drykkjarvöruiðnaði. 8 Þeir eiga ekkert í íslenskum byggingariðnaði. 9 Þeir eiga ekkert í íslenskum verksmiðjuiðnaði, nema e.t.v. lítilsháttar í Hampiðjunni. 10 Þeir eiga ekkert í íslenskum fjölmiðlum. 11 Lífeyrissjóðirnir eiga í Högum, Kaupási, N1 og Skeljungi en ekkert í neinum öðrum verslunum eða verslunarfélögum á Íslandi. 12 Þá sagði hann íslenska lífeyrissjóði ekkert eiga í innviðum eins og samgöngumannvirkjum, vegum, höfnum, flugvöllum og heldur ekkert í heilbrigðis- eða menntakerfinu. Fjárfest- ingar í innviðum eru algengar meðal lífeyrissjóða erlendis en hafa ekki komið til hér á landi. Á fundinum benti Helgi á að íslenskir lífeyrissjóðir ættu lítið eða ekkert í fyrirtækjum í eftirfarandi greinum: EKKERT ÁHYGGJUEFNI Helgi Magnússon telur að Landsbankinn gæti verið hentugur fyrir markaðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þeir eru undir mjög ströngu eftirliti FME, fjármálaráðuneytisins og Samkeppniseftirlitsins. Það gleymist of þegar ómálefnaleg og ómakleg gagnrýni heyrist á lífeyris- sjóði landsmanna. Helgi Magnússon varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna Tap bílaumboðsins BL eftir skatta nam 469 milljónum íslenskra króna í fyrra. Þetta sýnir ársreikning- ur félagsins. Tap félagsins árið á undan nam rúmum 22 milljónum íslenskra króna. Sala félagsins á vöru og þjón- ustu jókst þó milli ára. Salan nam rúmum tíu milljörðum í fyrra en rúmum 9,4 milljörðum árið á undan. Rekstrartapið tvöfaldast, var 274 milljónir króna í fyrra en tæpar 123 milljónir árið á undan. Eignir BL námu samtals 3,8 milljörðum króna undir lok síð- asta árs. Félagið átti 2,75 milljarða króna í vörubirgðum. Þar af var 1,1 milljarður í nýjum bílum, 963 millj- ónir í notuðum bílum, 265 milljón- ir króna í varahlutum og 419 millj- ónir í vörum í flutningi. Árið áður átti félagið 2,66 milljarða króna í vörubirgðum, einnig mest í nýjum bílum og notuðum bílum. Tap Heklu hf. nam 104 milljónum í fyrra, samanborið við 203 milljón- ir árið á undan. Tekjur Heklu námu tæplega 9,8 milljörðum króna en voru rúmlega 10 milljarðar króna árið á undan. Heildareignir Heklu um síðustu áramót voru um 2,8 milljarðar króna, en 3,1 milljarð- ur árið á undan. Verðmæti nýrra bíla var 1,2 milljarðar króna, en verðmæti þeirra var rúmlega einn milljarður árið á undan. Verðmæti notaðra bíla í eigu Heklu var 900 milljónir rúmar, sem er svipað og árið áður. Þá átti félagið varahluti fyrir tæplega 175 milljónir króna um síðustu áramót, en rúmlega 207 milljónir árið á undan. - jhh Bílaumboðið BL seldi vörur fyrir tíu milljarða króna á síðasta ári og sala Heklu var litlu minni: Mikið tap hjá bílaumboðunum í fyrra Hækkun bréfa á íslenskum hluta- bréfamarkaði verður hófleg að meðaltali á næsta ári, að mati ráð- gjafafyrirtækisins IFS greiningar. Spáir fyrirtækið því að árshækkun þeirra gæti orðið á bilinu 3-9 pró- sent. Þetta kemur fram í greiningu á markaðnum sem fyrirtækið birti í gær. Þá telur fyrirtækið að næsta ár verði að líkindum þokkalegt hvað varðar fjölda nýrra félaga í Kauphöll, að minnsta kosti á aðal- listann. Það er þó ekki ný saga að skráningar hafa hvert ár frá hruni verið fáar og færri en spáð var fyrirfram. IFS telur að einu félögin sem telja megi nær öruggt að komi á markað á árinu séu fasteignafélög- in Reitir og Eik og Síminn. „Öll eru þau líkleg til að bjóða bréf í frum- útboði eftir að ársreikningur 2014 liggur fyrir og áður en fyrri árs- helmingur er allur. Ástæða er til að ætla að útboð félaganna verði fremur smá í sniðum og fyrst og fremst hugs- uð til að ná tilætluðum fjölda hluthafa til að hljóta skráningu á aðallista og til að fá verðmyndun markaðar á hlutabréfin,“ segir í greiningunni. Þá segir að félagið Promens sé einnig hugsanlegur og títt ræddur kandídat. Talsverð óvissa ríki hins vegar um skráningaráform þess. „Seint á síðasta ári gáfu forsvars- menn Promens það út að stefnt væri á skráningu fyrir lok árs 2014. Ekki er líklegt að það mark- mið náist úr þessu,“ segir í grein- ingunni. - jhh IFS greining telur nær öruggt að Síminn og fasteignafélögin Reitir og Eik fari á markað á næsta ári: Hófleg hækkun hlutabréfa á næsta ári KAUPHÖLLIN IFS greining telur afar líklegt að Síminn verði skráður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEKLA Tap Heklu minnkaði í fyrra frá árinu áður. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stærstu bankarnir á Íslandi hafa byggt upp nægan gjaldeyrisvara- forða til þess að takast á við hugs- anlegt útflæði gjaldeyris þegar höft yrðu afnumin. Bloomberg greinir frá þessu og vísar í grein- ingu Standard & Poor ś. Lánshæf- ismatseinkunn bankanna er BB+ með jákvæðum horfum. Staða bankanna fari batnandi. Fjármálaráðherra hefur sagt að það væri persónulegt markmið sitt að kynna áætlun um afnám haft- anna fyrir jól. - jhh Með nægan gjaldeyrisforða: Betur búnir í afnám hafta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.