Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 24

Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 24
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 24 ÁSTAND HEIMSINS LOFTÁRÁS Í SÝRLANDI Sýrlenskur uppreisnarmaður í rykskýi eftir loftárás stjórnarhersins á borgina Aleppo. Tillaga Sameinuðu þjóðanna um friðarsamninga hefur fengið hljómgrunn meðal sýrlenskra stjórn- valda og vekur þar af leiðandi vonir um að lausn geti hugsanlega verið í sjónmáli. NORDICPHOTOS/AFP SKRÚÐGANGA Í NEW YORK Konur í hermannabúningum tóku þátt í skrúðgöngu á degi fyrrverandi hermanna, sem haldinn er árlega í Bandaríkjunum til að heiðra þá sem þjónað hafa í hernum. MÓTMÆLI Í HONG KONG Maður skoðar farsímann sinn þar sem hann situr í sófa í búðum mótmælenda í Hong Kong. Lögreglan býr sig nú undir að láta til skarar skríða gegn mótmælendum. BEÐIÐ EFTIR STRÆTÓ Í RÓM Hljóðfæraleikari úr herhljóm- sveit og nunna bíða á strætisvagnastöð í Róm. HÆSTI SANDKASTALI HEIMS Í BRASILÍU Á ströndinni við Niteroi í Brasilíu hefur bandarískur maður, Rusty Croft að nafni, dundað sér við að reisa tólf metra háan sandkastala, þann hæsta í sögunni eftir því sem best er vitað. LÖGREGLU- ÞJÓNN HAND- SAMAÐUR Í MEXÍKÓ Grímuklæddir kennarar gripu til sinna ráða þegar átök brutust út í Chilpancingo, höfuðstað Guerrero-ríkis í Mexíkó. Efnt hefur verið til mótmæla nánast daglega undanfarnar vikur vegna 43 námsmanna, sem rænt var úr skóla í lok sept- ember. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SELUR ÍS Í AFGAN- ISTAN Hún Fatima, sem er ekki nema átta ára gömul, þrælar níu tíma á dag við að selja fólki ís á götum borgarinnar Herat og þarf stundum að ýta ísvagninum sínum yfir hindran- ir. Ekki hefur hún tíma til að ganga í skóla. 1 2 3 4 5 6 7 1 4 2 5 3 6 7

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.