Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 66

Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 66
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13. NÓVEMBER 2014 Tónleikar 20.00 Karlakór Reykjavíkur fær til sín marga góða og þjóðþekkta gesti í Grafarvogskirkju í kvöld. Jólin byrja snemma í ár. 4.000 krónur inn. 20.00 Kristjana Stefánsdóttir og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson fá til sín góða gesti í Hannesarholt á Grundarstíg 10 í kvöld. Þau munu spila íslensk lög, ameríska slagara, Bítlalög og önnur heittelskuð popp- og rokk- lög. 2.500 krónur inn. 20.00 These Fists treður upp í kjallar- anum á Paloma í kvöld. 21.00 Hljómsveitin Eva fagnar útgáfu hljómplötunnar Nóg til frammi á Café Rosenberg í kvöld með góðum gestum. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en diskurinn verður til sölu á 2.500 krónur. Diskurinn verður á sérstöku útgáfutónleikaverði, 2.000 krónur ef keypt eru þrjú eintök eða fleiri. 21.00 Færeyingurinn Maríus Ziska og Svavar Knútur hefja Litla Íslandstúr þeirra í kvöld. Kapparnir munu troða upp á Ránni í Keflavík í kvöld. Miða- verð er 2.000 krónur og er miðasala á midi.is og við innganginn. 21.00 Toneron er tveggja manna hljómsveit sem ætlar að nudda heil- ann þinn á Gauknum í kvöld. 21.00 Tónlistarveisla í skammdeginu á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar verður haldin á ný í kvöld í göngugötunni á Garðatorgi í Garðabæ. Garðbæingurinn Jóhann Sig- urðarson, leikari og söngvari, er í aðal- hlutverki ásamt landsþekktum tón- listarmönnum, Pálma Sigurhjartarsyni á hljómborð og harmóníku, Ásgeiri Óskarssyni Stuðmanni á trommum og slagverki, Guðmundi Jónssyni úr Sálinni á gítar og Jóni Rafnssyni á bassa. Gestir geta keypt sér veitingar frá kl. 20.30. 21.00 Hljómsveitin Oyama fagnar til- komu fyrstu breiðskífu sinnar Coolboy með tónleikum á Húrra í kvöld. Hljóm- sveitin hyggst leika plötuna í heild sinni með góða vini sér til halds og trausts. Einnig munu kannski heyrast einhver lög af eldri plötunni, I Wanna. Hljóm- sveitin Nolo hitar upp. 2.000 krónur inn en platan verður á tilboði við inn- ganginn ásamt glænýjum varningi. Eftir tónleikana mun DJ Sunna Ben þeyta skífum. 21.00 Sun Kil Moon, hinir virtu fólk- rokkarar frá San Francisco troða upp á Dillon í kvöld. War On Drugs aðdáendur velkomnir. 22.00 Magnús R. Einarsson heldur tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8 í kvöld. Ókeypis inn. Leiklist 19.00 Ríkharður III (fyrir eina konu) er verk í vinnslu, unnið upp úr verki Shakespeare og verður sýnt í Tjarnar- bíói í kvöld. Leikstjóri er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, leikari Emily Carding, fram- leitt af Brite Theater. Þær eru komnar í Tjarnarbíó til að rannsaka verkið, afstöðu sína til pólitíkusa, samband Ríkharðs við áhorfendur og hvort það breyti einhverju ef Ríkharður III er kona. Félagsvist 20.00 Rangæingar og Skaftfellingar í Reykjavík athugið! Félagsvist í Skaftfell- ingabúð í Reykjavík í kvöld. Uppákomur 17.00 Café Lingua verður með norrænu yfirbragði í dag. Múmínálf- arnir, Morrinn og Tove Jansson verða í brennidepli og mun kaffið fara fram á skandinavísku í Norræna húsinu í dag. Hildur Ýr Ísberg flytur fyrirlestur um kynhlutverk í bókum Jansson, Malin Barkelind les kafla úr bókinni Pappan och havet, gestir geta tekið þátt í getrauninni Mummitroldene og deres nordiske venner og boðið verður upp á veitingar í anda Múmínmömmu. Í Barnahelli Norræna hússins er svo hægt að skoða sýningu tileinkaða Tove Jansson og Múmínálfunum. Pub Quiz 21.00 Kvikmynda pub quiz á Lebowski bar í kvöld. DJ Smutty Smiff spilar eftir á. Tónlist 21.00 Mike Hunt treður upp á Dolly en á eftir þeim mun Shakespeare Sister Theme skemmta lýðnum. 21.00 DJ Cyppie spilar á Hressingar- skálanum í kvöld. 21.00 Trúbadorarnir Hjálmar og Dagur troða upp á English Pub í kvöld. 21.00 DJ SimSim spilar á Frederiksen Ale House í kvöld. 22.00 DJ Styrmir Dansson spilar á Prikinu í kvöld. 22.00 Simon fknhndsm spilar á Kaffi- barnum í kvöld. Bækur 17.00 Verðlauna- og útgáfuhátíð vegna þriðju bókar Oddnýjar Eirar Ævars- dóttur, Ástarmeistarann, verður haldin í bókaforlaginu Bjarti í dag. Tónlist, gleði og léttar veitingar. Bækurnar verða á til- boðsverði og höfundur áritar. 17.00 Í dag verður fagnað útgáfu bókarinnar Hallgerður eftir Guðna Ágústsson í Eymundsson, Laugavegi 77. Léttar veitingar í boði. 20.00 Fimmta Höfundakvöldið í Gunn- arshúsi fer fram í kvöld. Þá mæta þau Kristín Eiríksdóttir og Þórarinn Leifsson, lesa upp og svara spurn- ingum Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur bókmenntafræðings um nýút- komnar bækur sínar. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa. Fyrstir koma, fyrstir fá sæti. Aðgangur 500 krónur. Fyrirlestrar 12.10 Í tilefni af fæðingardegi Árna Magnússonar handritasafnara gengst Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir hádegisfyrirlestri í Þjóð- minjasafninu í dag. Þar mun Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknardósent við Árnastofnun, halda erindi sem nefnist Fjögur handrit og frímerki. 16.30 Fyrirlestur Arngríms Vídalíns, doktorsnema við Háskóla Íslands, hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands fer fram í dag í stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlestur- inn ber yfirskriftina Merking orðsins blámaður og birtingarmyndir blámanna frá upphafi ritaldar og fram á 19. öld. Í fyrirlestrinum verður drepið á ýmis dæmi um blámenn í miðaldasögum, alfræðiritum og þjóðsögum og leitast við að varpa nokkru ljósi á margbreyti- leika þeirra og ólíka merkingu orðsins eftir samhengi, með samanburði við evrópskar heimildir þar sem við á. Umræður 20.00 Í kvöld mun myndlistar- og tón- listarmaðurinn Helgi Þórsson ræða við gesti um verk sín á sýningunni Vara-litir sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sýn- ingin Vara-litir einkennist af litaflaumi og frásagnargleði. Bjartir og fjörmiklir litir eru áberandi á sýningunni og undirstrika óttaleysi og hispurslausa tjáningu listamannanna. Verkin á sýn- ingunni eiga það sameiginlegt að vera hlaðin litum og formum sem endur- spegla tíðaranda 21. aldarinnar, þar sem ofgnótt upplýsinga hleður hvert augnablik. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.