Fréttablaðið - 13.11.2014, Síða 6
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hver er framkvæmdastjóri Tulipop?
2. Hvað er vikublaðið Bæjarins besta
á Ísafi rði gamalt?
3. Hvað veitti Miðstöð íslenskra bók-
mennta marga þýðingarstyrki í ár?
SVÖR:
1. Helga Árnadóttir. 2. 30 ára. 3. 80.
UMHVERFISMÁL Verndarsjóður
villtra laxastofna, (NASF), hefur
fengið liðsauka í baráttunni gegn
gegndarlausri netaveiði á laxi við
strendur Noregs. Norskir neta-
bændur veiða lax á gönguleið hans
á hrygningarstöðvar í ám í Rúss-
landi, Bretlandi og Írlandi auk laxa
úr eigin ám. Viðurkennt er að veið-
arnar ógna viðkomu laxastofna
í mörgum gjöfulustu ám þessa
heimshluta.
Orri Vigfússon, formaður NASF,
segir að náttúruverndarsinninn
Ilya Sherbovich, sem einnig hefur
umsjón með hinni frægu laxveiðiá
á Kólaskaga Ponoi, hafi veitt NASF
stórt fjárframlag til að berjast
gegn atvinnuveiðum á laxi á göngu-
leiðum í hafinu við Noreg.
Orri bendir á að netalagnirnar,
aðallega við strendur Norður-Nor-
egs, girði fyrir gönguleiðir laxa
sem snúa til baka úr Norðaustur-
Atlantshafi eftir þriggja til fjög-
urra ára vist í hafinu.
„Þetta er rausnarleg gjöf til
allra sem unna þessum einstöku
stofnum,“ segir Orri en bendir á
að stjórnvöld í Noregi virðist ætla
að gera gangskör í því að stöðva
veiðarnar. „Margra ára barátta og
gagnrýni virðist hafa skilað hugar-
farsbreytingu hjá norskum stjórn-
völdum. Í síðustu viku var haldinn
fundur stjórnvalda og veiðimanna
í Kirkenes þar sem kom fram að
veiðiréttindin væru í endurskoðun,
enda krefðust Rússar þess að Norð-
menn virtu alþjóðleg lög og reglur
þar sem er skýrt bann við veiðum
á göngufiski,“ segir Orri. - shá
Orri Vigfússon, formaður NASF, fær liðsauka í baráttunni gegn laxadrápi Norðmanna í hafi:
Vilja uppræta laxadráp við strönd Noregs
Í PONOI Netaveiði Norðmanna hefur
verið Rússum þyrnir í augum um langt
skeið. MYND/NASF
ORKUMÁL Álagsprófanir á svæð-
iskerfinu á Vestfjörðum aðfara-
nótt miðvikudags lofa góðu.
Landsnet telur að markmið fyrir-
tækisins og Orkubús Vestfjarða
náist og takist að stytta verulega
straumleysistíma á Vestfjörðum
með tilkomu nýju varaaflsstöðv-
arinnar í Bolungarvík.
Prófanirnar náðu til norðan-
verðra Vestfjarða en í nótt og
næstu nótt verður látið reyna á
samrekstur varaaflsstöðvarinnar
og Mjólkárvirkjunar.
Markmiðið er að tími straum-
leysis áður en varaaflsstöðin
tekur við verði innan við ein mín-
úta, sem er nú talið raunhæft. - shá
Rafmagnsleysið stytt mikið:
Álagsprófanir
vestra lofa góðu
VIÐ STÖRF Prófanirnar eru viðamiklar
og mikilvægar. MYND/LANDSNET
ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson sagði í munnlegri skýrslu
sinni um skuldaleiðréttingu ríkis-
stjórnarinnar að það væru gleðitíð-
indi að fá að ræða við stjórnarand-
stöðu um skuldamál heimilanna,
nú þegar leiðréttingin hefði verið
birt landsmönnum. Þó þurfti að
fresta umræðunni stuttu seinna
vegna þess að forsætisráðherra
var ekki viðstaddur umræðuna.
„Oft er bæði ánægjulegt og
áhugavert að taka þátt í umræðum
hér á Alþingi, þar sem skipst er
á skoðunum um lífsins gagn og
nauðsynjar. Af mörgum skemmti-
legum stundum hér á þingi með
stjórnarandstöðunni þykir mér lík-
legt að þessi mun standa upp úr.
Aldrei hefur verið jafngaman að
ræða um skuldamál heimilanna og
einmitt nú þegar leiðrétting verð-
tryggðra húsnæðislána hefur verið
birt landsmönnum. Ég hlakka til
fleiri slíkra stunda,“ sagði Sig-
mundur Davíð.
Fór forsætisráðherra ítar-
lega yfir skuldaniðurfellinguna,
aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
skuldamálum heimilanna og
hvernig hún kemur við hina ýmsu
tekju- og eignahópa.
Í ræðu sinni boðaði forsætis-
ráðherra að fleiri aðgerðir væru
væntanlegar á kjörtímabilinu sem
myndu breyta miklu í húsnæðis-
málum landsmanna. Til að mynda
boðaði forsætisráðherra að afnám
verðtryggingar á húsnæðislán-
um væri í farvatninu og myndi sú
vinna líta dagsins ljós á kjörtíma-
bilinu. Til stæði að afnema verð-
tryggð húsnæðislán með afborg-
unum til meira en 25 ára.
Helgi Hjörvar, þingflokksfor-
maður Samfylkingarinnar, sagði
margt gott að finna í skuldaleið-
réttingu ríkisstjórnarinnar. Hins
vegar væru nokkrir hlutir sem
vert væri að gagnrýna. Helgi
sagði Samfylkinguna hafa viljað í
síðustu kosningabaráttu rétta hlut
þeirra sem voru með verðtryggð
húsnæðislán og fagnaði hann þeim
hluta aðgerðarinnar sem sneri að
því. Hins vegar gagnrýndi Helgi
að þessi ráðstöfun væri ekki það
sem Framsóknarflokkurinn hefði
lofað. Taldi hann þessa ráðstöfun
ljósárum frá þeim kosningalof-
orðum sem flokkurinn hefði flutt
í síðustu kosningabaráttu. „Þetta
er engin 20% niðurfelling, þetta er
ekki þrjú hundruð milljarðar. Átta
þúsund krónur á mánuði eru ekki
leiðrétting á forsendubresti,“ sagði
Helgi Hjörvar.
Steingrímur J. Sigfússon tók í
sama streng. Notaði hann ræðu
sína til að gagnrýna reiknings-
skil ríkisstjórnarinnar og hvern-
ig skuldaleiðréttingin hefði verið
framreidd í kynningu ríkisstjórn-
arinnar. Taldi Steingrímur kynn-
inguna ósvífna.
Stuttu eftir framsögu forsætis-
ráðherra hvarf hann af fundi.
Steingrímur J. Sigfússon óskaði
eftir því að forsætisráðherra yrði
viðstaddur ræðu hans en varð ekki
að ósk sinni. Eftir ræðu Stein-
gríms komu meðlimir úr stjórnar-
andstöðunni, hver á fætur öðrum,
upp í pontu undir lið fundarstjórn-
ar forseta og gerðu athugasemdir
við fjarveru forsætisráðherra.
Forseti og forsætisráðherra
höfðu samráð um að leyfa Bjarna
Benediktssyni fjármálaráðherra
að flytja ræðu sína og fresta síðan
fundi til hálf þrjú í dag.
sveinn@frettabladid.is
Hlakkaði til umræðunnar
en tók ekki þátt í henni
Hún var stutt, umræðan um skýrslu forsætisráðherra um skuldaleiðréttingu ríkisstjórnarinnar. Forsætisráð-
herra hvarf af fundi stuttu eftir flutninginn. Stjórnarandstaðan mótmælti því. Forseti sleit fundi stuttu síðar.
GLEÐISTUND Sigmundur Davíð fór yfir skuldaleiðréttinguna. Taldi hann þetta
mikla ánægjustund. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
MARGT GOTT Helgi Hjörvar taldi margt
ánægjulegt í skuldaleiðréttingu ríkis-
stjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HEIMSKULEGT Guðmundur Steingríms-
son taldi heimskulegt að halda umræðu
áfram að forsætisráðherra fjarstöddum.
KJARAMÁL Bandalag háskóla-
manna (BHM) lýsti í gær yfir
fullum stuðningi við kjarabaráttu
Félags prófessora við ríkishá-
skóla. Í yfirlýsingunni var tekið
fram að BHM teldi launakröfur
prófessora sanngjarnar.
„Stjórn BHM áréttar að öflug
menntun er undirstaða framþró-
unar á íslenskum vinnumarkaði og
því afar brýnt að æðstu mennta-
stofnanir landsins séu starfhæf-
ar,“ sagði í tilkynningunni.
Prófessorar hafa samþykkt
verkfallsaðgerðir á prófatíma í
byrjun desember. - nej
BHM styður prófessora:
Launakröfurn-
ar sanngjarnar
VEISTU SVARIÐ?