Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 28

Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 28
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 28 Tvær rannsóknir sem skoðuðu heilastarfsemi og langtíma afleiðingar kannabisneyslu birtust í virtum fagtímaritum í apríl á þessu ári. Er kanna- bis ávanabindandi? Er það öruggt? Skoðum niðurstöð- urnar. Í fyrri rannsókninni sem birtist í The Journal of Neuroscience notuðu höfundar segulómunar- tækni (e. Magnetic Reson- ance Imaging, MRI) til að skoða heila ungra kannabisneyt- enda sem reyktu sér til afþrey- ingar. Þeir skoðuðu sérstaklega þau svæði heilans sem tengjast fíkn. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að önnur ávanabindandi lyf hafa áhrif á það svæði heilans sem hefur með tilfinningar og hvatir að gera, sérstaklega á möndlu (e. Nucleus amygdala) sem stjórnar og samhæfir tilfinningaáreiti og á aðlegukjarna (e. Nucleus acc- umbens) sem stjórnar ánægju og gleði, þar með talið hlátri. Við vitum líka að með því að setja kannabisefni í heila rottu verða breytingar í þeim heilasvæðum sem tengjast fíkn. Það er hins vegar stórt stökk frá því að setja kannabisefni í rottuheila og að þekkja áhrif kannabisreykinga á fólk. Í þessari rannsókn sem meðal annars var unnin við Harvard- háskóla fengu rannsóknaraðilar til liðs við sig 40 manna hóp ungs fólks – 20 neytendur kannabis og 20 sem reykja ekki kannabis – til að sjá hvort fylgni sé milli rottu- heila og heila mennta- og háskóla- nemenda. Það kom á daginn að heilar þeirra sem reyktu kannabis höfðu breyst að stærð, þéttleika og yfirborðslögun bæði í möndlungs- kjarna og aðlegukjarna. Rannsóknaraðilar skrifuðu: „Þessar upplýsingar gefa til kynna að neysla marijúana tengist breyt- ingum í fíknistöðvum heilans og tauganeti umbunarstöðvanna, einnig í ungu fólki sem neytir sér til afþreyingar. Efla þarf forvarnir Þessi rannsókn og aðrar rannsókn- ir sem leiddu að þessari sýna svo ekki verður um villst að kannabis- neysla veldur breytingum á heilan- um sem líffæri og þær breytingar tengjast fíkn. Sömuleiðis kom í ljós að þessi áhrif sáust í ungu fólki sem var ekki háð efninu. Hvaða áhrif hefur þá aukin neysla kanna- bisefna á heilann? Niðurstöður seinni rannsóknar- innar birtust í náttúrutímaritinu; Neuropsychopharmaco- logy. Aftur var segulóm- un notuð til að fá svör við spurn- ingunni um áhrif kannabisneyslu á heila mannsins miðað við heila rottu. Í þetta skiptið var mikil neysla reglulegra marijúananeyt- enda borin saman við litla neyslu þeirra sem reykja einstaka sinnum sér til afþreyingar til að athuga hvort breytingar heilans væru meiri eftir aukna neyslu. Skoðun- in náði yfir svæðin sem tengjast fíkn en einnig var skoðuð heildar- breytingin í uppbyggingu heilans. Hvernig hefur marijúananeysla áhrif á heilann? Rannsóknin leiddi í ljós að gráa efnið minnkaði í öllum þeim svæðum heilans sem hafa mikið af kannabisviðtökum. Randkerfi heilans er eitt af þessum svæðum en það stýrir hvatningu og tilfinn- ingum. Hér kemur svo mikilvægt atriði: magn breytinganna réðst af tveim- ur þáttum, i) mikilli neyslu og ii) því ef neysla hófst á unglings- árum. Gráa efnið í heila þeirra sem neyttu kannabis reglulega og mikið minnkaði, og sömuleið- is þeirra sem byrjuðu ungir að reykja efnið. Nú skulum við skoða aftur spurningarnar tvær: Er mari- júana/kannabis/gras/hass ávana- bindandi? Já, og það verða greini- legar breytingar í umbunarkerfi heilans. Er marijúana öruggt? Nei, og því fyrr sem þú byrjar að reykja og þeim mun meira sem þú reykir með tímanum, því meiri og hættulegri verða breytingarnar á heilanum. Hvort sem þú heldur að marijúana í læknisfræðileg- um tilgangi ætti að vera löglegt eða ekki, þá er kominn tími til að viðurkenna að þetta er öflugt og hættulegt eiturlyf sem breytir heilanum sem líffæri og gerir þig að fíkli með þeim fylgikvillum og erfiðleikum sem því fylgja. Forvarnir í grunnskólum landsins hafa skilað miklu þegar áfengis neysla er annars vegar. Það er kominn tími til að efla forvarnir gegn kannabis því við verðum að verja börnin okkar. Heilinn sjálfur breytist með neyslu kannabisefna Þær fréttir bárust frá Sauðárkróki, að kjarna- konum þar í bæ hefði tekist að minnka notkun plastpoka og stefna nú á plastpokalausan bæ. Það væri gott, ef allir væru jafn meðvitaðir um verndun umhverfisins og konurnar á Krókn- um, en varast ber að trúa öllum fréttum frá útlöndum, sem heilögum sannleika. Það er rétt að umhverfinu stafar mikil ógn af plastdrasli, sem er reikult um allan sjó og brotnar ekki niður. Minnst af þessu plasti eru plast- burðarpokar, eins og notaðir eru í matvöruverslunum á Íslandi t.d. hjá Skagfirðingabúð. Á Íslandi eru kjörbúðarpok- ar sterkir og enda flestir undir heimilissorp, sem er urðað. Öðru máli gegnir á meginland- inu. Þar hafa burðarpokar stöð- ugt verið þynntir og hækkaðir í verði. Árangurinn er að þeir eru orðnir einnota, vegna þess að ódýrara er að kaupa ruslapoka fyrir heimilissorpið. Það eru þessir þunnu pokar, sem sjást fjúkandi út um allt áður en þeir lenda í sjónum. Sóðaskapurinn og mengunin er þeim mun meiri, sem sunnar dregur í álfuna. Lík- lega mest á Ítalíu, sem hrósar sér nú fyrir að hafa minnkað mikið notkun plastburðarpoka. Þeir sleppa hins vegar að geta þess að notkun ruslapoka hefur aukist í réttu hlutfalli við minni notkun burðarpoka. Söluaukning ruslapoka er 70%, sem er mikið meiri en minnkunin í notkun burðarpoka. Þannig hefur plast- notkun og aukin mengun úthafa aukist við minni notkun plast- burðarpoka. Plastburðarpokar eru lít- ill hluti plastumbúða eða um eða innan við 5% af heildar- notkun plastumbúða. Hvað á að koma í staðinn fyrir plastumbúðir hjá t.d. hjá Kjöt afurðastöð KS, Mjólkurbúi KS, Fisk og Hólalaxi, sem eru á Króknum? Pappírspokar geta að einhverju leyti komið í stað burðar- poka, brauðapoka, en þá myndu vísitölubrauðin hækka í verði og þar með verðtryggðu lánin. Hvernig verður geymslu- þol kjöts, osts og fisks án plasts? Það að útrýma plastinu er jafn óraunhæft og kosninga- loforðið „fíkniefnalaust Ísland“ var á sínum tíma. Heilbrigð skynsemi Konurnar í Skagafirði get ég glatt með því að plastið er jafn mikil guðs blessun og fíkniefnin eru mikil bölvun djöfulsins. Það er nefnilega þannig að plastefni verða til sem hliðarafurð við framleiðslu eldsneytis úr hráolíu. Það er efni, sem þyrfti að eyða væri það ekki nýtt í plastefni. Plastefnið er þrjú prósent af hrá- olíunni og var áður sóað með brennslu í olíuhreinsunarstöðv- um. Það er heilbrigð skynsemi og umhverfisvænt að nýta þetta efni í stað þess að eyða því, þó svo að það brenni án mengunar. Tré binda gróðurhúsaloft- tegundir úr andrúmsloftinu. Til framleiðslu pappírs þarf að fella tré, sem ekki er umhverf- isvænt. Endurvinnsla pappírs hefur í för með sér meiri meng- un. Fyrir löngu síðan fram- leiddi ég plastpoka og ætlaði að bæta við vöruúrvalið pokum úr endurunnum pappír. Í Skot- landi skoðaði ég verksmiðju sem endurvann pappír og framleiddi pappírspoka. Eftir þá ferð hryll- ir mig við í hvert skipti, sem ég sé brúnan pappírsburðarpoka, sem komust í tísku út á að vera endurunnir og umhverfisvænir. Í stuttu máli fór endurvinnslan í Skotlandi þannig fram að vöru- bílar sturtuðu pappír í stóra þró, vökva var bætt við og svo hrært í öllu saman þar til úr varð drulla. Síðan var vökvinn skilinn frá svo eftir varð þykkt deig, sem pappírinn var unninn úr. Vökvinn úr drullunni með eiturefnunum, eins og t.d. vítis- sóda, hefur væntanlega verið hreinsaður áður en hann rann til sjávar? Endurvinnsla plasts er ein- faldari og fer að mestu leyti fram í sömu vélum og plastið var framleitt í án mengunar. Plast sem ekki er endurunnið er vinsælt meðefni í sorpbrennslu- stöðvum, því það brennur við svo hátt hitastig. Þá er minni mengun við brunann. Hugsan- lega hefði ekki þurft að loka sumum sorpbrennslustöðvunum hefðu þær fengið nægilegt magn af heyrúlluplasti og veiðarfær- um til blöndunar í heimilissorp- ið? Verðugt verkefni umhverfis- sinna til verndunar umhverfinu væri að skipta út mjólkurum- búðum úr pappa fyrir umhverf- isvænni umbúðir úr plasti, t.d. flöskur eða enn umhverfisvænni plastpoka. Plastpokar eru umhverfi s- vænstu umbúðirnar Íslendingar telja sig vera meðal hamingjusömustu þjóða heimsins. Hvað er það sem gerir menn hamingju- sama? Er hægt að mæla hamingju og þá hvernig? Margir hafa velt þessu fyrir sér. Margt kemur til greina sem getur veitt ham- ingju og margt einnig sem gæti spillt henni. Hvað er það sem gerir menn hamingjusama? Það getur verið margt. Snemma síðastliðið vor fékk ég mér kvöldgöngu í góðu veðri. Nýút- sprungnu asparlaufin ilmuðu og fuglasöngur fyllti loftið. Litirnir í kvöldsólinni voru sterkir og allt var baðað í einhvers konar gull- hjúp. Ég settist niður og naut þess að vera til, naut þess að enn einu sinni var allt að vakna til lífsins á þessari eyju í Norður-Atlantshafi eftir langan og erfiðan vetur. Þá fann ég að hamingjan var að hrísl- ast um mig alla. Eitt kvöld síðsumars sat ég úti á pallinum við litla húsið mitt í sveit- inni og horfði á stórbrotna sýningu skýjanna. Ég hugsaði að „skýja- leikhúsið“ á Íslandi ætti sér varla sína líka og mér leið vel. Í fallegri haustbirtu núna um daginn settist ég niður á sléttan stein og horfði á Esjuna. Sólin var komin lágt á loft, ljós og skuggi gáfu fjallinu ævintýralegan blæ. Þá fannst mér lífið vera gott. Svo labbaði ég áfram um hverfi með stórum glæsilegum einbýlis- húsum. Snyrtilegir garðar, stórir glæsijeppar ásamt fleiri bílum í innkeyrslunni. Skyldi hamingjan endilega búa á svona stöðum frek- ar en þar sem ég sat um stund og naut þess að vera til? Býr hamingjan í stórum húsum með flott- um og dýrum innrétting- um? Býr hamingjan í stórum og dýrum öku- tækjum eða ofurstórum sumarhúsum á flottum stað með öllum græjum? Er hamingjan fólgin í því að eltast við að líta vel út og fara eftir nýj- ustu tískustraumum? Er hamingjan fólgin í því að öðlast frama og frægð? Er það hamingja að geta farið reglulega og oft í utanlandsferðir? Gerum við börnin okkar ham- ingjusöm með því að kaupa allt sem þau biðja um? Að gefa þeim dýrar jólagjafir? Gefum þeim fullt af dóti í skóinn fyrir jólin? Væri ekki betra að gefa þeim eitthvað af tímanum okkar sem við eyðum annars í að skaffa og þræla? Úr allt annarri átt? Gæti verið að hamingjustundir komi úr allt annarri átt? Ég var hamingjusöm í morgun þegar kisan mín kúrði hjá mér um stund og malaði á meðan ég fékk mér kaffibolla í rúmið og hafði næði til að lesa blaðið því ég var í fríi. Síðastliðið haust fékk ég sæluhroll þegar ég hlustaði á Sinfóníuhljóm- sveit Íslands og Skálmöld í Hörpu. Ég fann hamingju um stund þegar ég fór að skoða garðinn minn í vor, fullan af ilmandi blómum. Það er gott að eiga sér óskir og láta sig dreyma. En það er líka gott að vita að ekki rætist úr öllum draumunum. Ef við fengj- um alltaf allt strax sem við óskuð- um okkur þá yrði lífið ekki spenn- andi, við þurfum að hafa fyrir hlutunum. En auðvitað er það erfitt að vera hamingjusamur þegar grunn- þörfunum er ekki fullnægt: Fæði, klæðum, húsnæði, öryggi og félagslegum tengslum. Þjóðfélagið okkar þarf að vera vel á verði um að enginn hér á landi fari á mis við þessar grunnþarfir. Einkavæðing á grunnþjónustunni stefnir ekki í þessa átt. Það voru umræður á mínum vinnustað um hvort hamingjan byggi í þykkara launaumslagi. Og einnig hvers vegna launakjör eru svo miklu lakari hjá þeim sem vinna uppeldis- og umönnunar- störf en hjá þeim sem „passa pen- ingana“. Það er nú það, menn verða að fá mannsæmandi kaup fyrir vinnuframlagið sitt. Ef menn eru ósáttir við verðmætamat í sam- félaginu, ef þeirra vinnufram- lag er ekki metið eins og skyldi, þá verða menn bitrir og leiðir og reiðir. Þannig tilfinningar koma í veg fyrir að vera hamingjusamur. Ennþá er græðgisvæðingin við lýði hér á landi og hver reynir að ota sínum tota. Ég vildi óska þess að við lifðum hér í samfélagi þar sem allir gætu gefið af sér eins og hver getur. Og allir gætu lifað í sátt og samlyndi við sjálfan sig og umhverfið. Hamingjan, hvar ert þú? ➜ Er marijúana öruggt? Nei, og því fyrr sem þú byrjar að reykja og þeim mun meira sem þú reykir með tímanum, því meiri og hættulegri verða breytingarnar á heilanum. ➜ Á Íslandi eru kjörbúðar- pokar sterkir og enda fl estir undir heimilissorp, sem er urðað. Öðru máli gegnir á meginlandinu. Þar hafa burðarpokar stöðugt verið þynntir og hækkaðir í verði. Árangurinn er að þeir eru orðnir einnota, vegna þess að ódýrara er að kaupa ruslapoka fyrir heimilis- sorpið. ➜ Í fallegri haustbirtu núna um daginn settist ég niður á sléttan stein og horfði á Esjuna. Sólin var komin lágt á loft, ljós og skuggi gáfu fjallinu ævintýralegan blæ. Þá fannst mér lífi ð vera gott. HEILBRIGÐIS- MÁL Matthías Arngrímsson fl ugstjóri og fl ug- kennari SAMFÉLAG Úrsúla Jünemann kennari, leiðsögu- maður og náttúru- vinur UMHVERFIS- MÁL Sigurður Oddsson verkfræðingur BORÐLEGGJANDI HÁGÆÐA DÚKAR OG MUNNÞURRKUR FYRIR VEISLUBORÐIÐ Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _4 1. 10 .1 4 Veit á vandaða lausn 141 ÞRÁÐA 100% SATÍNBÓMULL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.