Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 46
KYNNING − AUGLÝSINGJólahreingerning FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 20144
ÞRIF Á SÍÐUSTU STUNDU
Ef ekki gefst tími til að þrífa
húsið hátt og lágt fyrir jólin, taka
alla skápa í gegn og hreinsa út úr
geymslunni má bjarga sér með
ýmsum ráðum.
Þá er sniðugt að leggja áherslu
á þau rými þar sem gestir ganga
um. Hvort sem fólk kemur í
kaffi eða bara til að skiptast
á jólagjöfum þá sér það inn í
forstofuna og því er mikilvægt
að hún sé vel þrifin. Einnig þau
herbergi sem gestir munu örugg-
lega dvelja í eins og salerni, borð-
stofa og stofa. Ryksugið, þurrkið
af og skúrið þessi svæði, þrífið
auk þess salerni og vask á bað-
herbergi vandlega. Látið önnur
herbergi mæta afgangi, kveikið
á kertum á hreinu svæðunum,
skellið tilbúnum kanilsnúðum í
ofninn til að fá jólalykt í húsið og
bjóðið gesti velkomna.
EDIK ER GOTT HREINSIEFNI
Edik er til margra hluta nyt-
samlegt. Það er ódýr lausn við
ýmsar hreingerningar.
● Egg springur ekki við suðu ef
edik er í vatninu.
● Setjið tvær teskeiðar af ediki
í rakatækið ef þið eruð með
hálsbólgu.
● Setjið edik í mjúkan klút og
þurrkið af DVD-diskunum. Þeir
verða eins og nýir.
● Ef bolirnir þínir eru með
blettum undir höndum vegna
svitakrems er edik málið. Setjið
edik í úðaflösku og úðið á
bletti áður en þeir eru settir í
þvottavél. Gæti jafnvel dugað á
tómatsósu og sinnep.
● Stundum er erfitt að ná
límdum verðmiðum af hlutum.
Bleytið miðann með ediki og
bíðið í fimm mínútur. Þá ætti
að vera auðvelt að þurrka hann
burt.
● Er hrímið á bílrúðunni að pirra
ykkur? Setjið þrjá hluta af ediki
á móti einum hluta af vatni
og þrífið
rúðuna
vel með
blönd-
unni.
ERFIÐIR BLETTIR
Kertavax og rauðvín á það til að sullast niður á jóladúkinn. Hvort tveggja skilur eftir sig ljóta
bletti. Hér eru nokkur ráð til að ná þeim úr.
Kertavax:
Leggið eldhúsbréf, hvíta servíettu eða dagblaðsbút yfir kertavaxblettinn og strauið yfir.
Hitinn bræðir vaxið og pappírinn dregur fituna í sig. Ef einhver fita verður eftir er gott að
dreypa uppþvottalegi yfir og þvo síðan samkvæmt þvottaleiðbeiningum.
Rauðvín:
Byrjið á að þurrka mesta vökvann upp. Stráið matarsóda yfir blettinn og látið þorna. Skolið
og þvoið samkvæmt leiðbeiningum. Eins má prófa að hella hvítvíni eða sódavatni strax yfir
blettinn, þurrka með svampi og þvo.
Við minnum á að nú fer í garð tími þar sem
margir heimsækja fyrirtækið þitt - og þá er
gott að hafa í huga:
Hreingerningar
Gluggaþvott
Parket hreinsun
Steinteppaþrif
Bónvinnu
Öllum líður betur á hreinum vinnustað.
Sendið okkur línu á sala@iss.is eða hringið til okkar í síma
5800 600 og við bregðumst við af fagmennsku.
Við leggjum áherslu
á gæði, nákvæmni
og góða þjónustu
Starfsfólk ISS Ísland.
F A C I L I T Y M A N A G E M E N T | C L E A N I N G | S U P P O R T | P R O P E R T Y | C A T E R I N G | S E C U R I T Y | www.is.issworld.is