Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2014, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 13.11.2014, Qupperneq 78
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 58 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar Ekki myndi ég vilja vera í þeirri stöðu að skrifa áramótaskaup í ár. Árið að verða búið og lífið á Íslandi gengur sinn vana- gang án þess að nokkuð markvert eigi sér stað. Það er eins og þjóðarsálin sé háöldr- uð skjaldbaka sem ferðast löturhægt yfir án þess að það heyrist í henni múkk. ÉG bið ekki um mikið. Bara eitt þrætuepli væri kærkomið í þessa steindauðu þjóð- félagsumræðu. Getur ekki einhver opinber starfsmaður tekið sig til og lekið í fjöl- miðla viðkvæmum persónuupplýsingum og slúðri um einhvern hælisleitanda? Viðkomandi gæti þrætt fyrir lekann í rúmt ár á meðan málið er rætt á Alþingi og rannsakað af lögreglu. Þetta er mögulega allt of klikkuð hugmynd. NÆR væri að Landhelgisgæslan myndi smygla 250 hríðskotabyssum til landsins og koma svo stórum hluta til lög- reglunnar. Til að tryggja að allir brjálist þarf að hylma yfir þetta þangað til fjöl- miðlar þefa byssurnar uppi. Þá gætu tekið við fálmkennd og klaufaleg viðbrögð þar sem ábyrgðinni er kastað milli stofnana og landa eins og heitri kartöflu. En þetta myndi auðvitað aldrei gerast. RÍKISSTJÓRNARFLOKKUR gæti lagt fram frumvarp um að taka skipulagsvald af Reykjavíkurborg. Slík stríðsyfirlýsing gæti vakið þjóðfélagið af værum blundi. Sérstaklega ef þingmenn myndu stíga fram og leggja til að lattélepjandi lopatreflar yrðu notaðir sem landfylling í Reykjavíkur- höfn. Eða eitthvað svoleiðis. Þannig verða skemmtilegustu rifrildin til – þegar borgar- búar takast á við landsbyggðina. Æ. Það er enginn nógu óforskammaður til að leggja fram slíkt frumvarp. Það væri kannski hægt að fá fyrirtæki sem er hafið yfir samkeppnislög til að snuða agnar- smáa keppinauta sína? Eða leggja til á ný að klukkunni verði breytt? Læknar gætu líka farið í verkfall á sama tíma og 80 milljarðar væru notaðir til að lækka skuldir fólks? Þá yrði fyrst allt vitlaust. VERST að þessar hugmyndir eru fullkom- lega óraunhæfar. Það gerist ekkert hérna. En við höfum þó alltaf eldgosið – er það enn þá í gangi? Skrifa Skaupið? Pant ekki! 5:30, 8, 10:20 8, 10:30 6 5:50 ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK „BESTA SVEPPAMYNDIN TIL ÞESSA“ H.J. FRÉTTATÍMINN EMPIRE NEW YORK POST T.V. SÉÐ & HEYRT TIME OUT LONDON Hinar vinsælu költmyndasögur Zap Comix verða endurútgefnar í heild fyrir jól en um er að ræða áhrifamestu neðanjarð- armynda- sögur allra tíma. Það var teiknar- inn Robert Crumb sem stofnaði blað- ið en hann er meðal annars þekktur fyrir að teikna American Splendor-mynda- sögurnar. Meðal dyggra aðdáenda blaðsins voru leikstjórinn Terry Gilliam og grínistinn Robin Williams en aðstandendur þessara sækadelísku og klúru myndasagna lentu oft og tíðum í lagalegum vandræðum fyrir þær. „Við höfðum ekki áhuga á helvítis almenningnum,“ segir teiknarinn Robert Williams við Rolling Stone. „Við vildum hefna okkar á menningu okkar.“ - þij Költmyndasögur endurútgefnar 5% 5% NIGHTCRAWLER KL.5.30-8 GRAFIROGBEIN KL.8-10.30 FURY KL.6-9 BORGRÍKI KL.6.50-10.10 GONEGIRL KL.21 HEMMA KL.17.45 INTERSTELLAR KL5.30-9-10 INTERSTELLARLÚXUS KL.5.30-9 GRAFIROGBEIN KL.5.45-8 FURY KL8-10.45 ÍBORGRKI KL5.45-8 GONEGIRL KL.5-10.10 SS ÖKA ATR LLINÍSL TAL2D KL.3.30 SMÁHEIMARÍSL TAL2D KL.3.30 EMPIRE NEW YORK POST TIME OUT LONDON VARIETY T.V. SÉÐ & HEYRT ÍSLAND HEFUR ALDREI LITIÐ BETUR ÚT Á HVÍTA TJALDINU „Verkefnið byrjaði fyrir rúmum tveimur árum og ég hef verið að sanka að mér heimildum um heim duldýranna úr gömlum bókum,“ segir Arngrímur Jón Sigurðsson myndlistarmaður, en hann stefnir á að gefa út bókina Duldýrasafnið í byrjun desember. Í bókinni verða myndir af olíu- málverkum sem Arngrímur hefur unnið upp úr lýsingum á fyrir- bærum og duldýrum úr þjóðsög- um og öðrum fornritum. Nöfn dul- dýranna koma öll úr heimildum. Sem dæmi má nefna nöfn á borð við hólmafiska, lyngbak, krák og finngálkn. „Öll duldýrin í bókinni eru tekin úr íslenskum heimildum og lýsing- arnar á þeim líka. Það eina sem ég bæti við eru myndirnar,“ segir Arngrímur en tekur þó fram að töluvert sé frá honum í myndun- um. „Lýsingarnar eru oft stuttar og stundum er bara hegðun ver- unnar lýst en ekki útliti. Þannig að þetta skilur eftir sig rými fyrir mig til þess að skálda sjálfur og túlka efnið.“ Verkefnið fór af stað í kjölfar útskriftarsýningar Arngríms úr Listaháskóla Íslands. „Svo hef ég haldið áfram að vinna að þessu verkefni. Það var alltaf hugmynd- in að gefa þetta út á bók og kynna þessa nýju hlið á sagnahefðinni á Íslandi,“ segir hann og bætir við að útgáfa á bókarformi gefi fleir- um kost á að njóta myndanna. „Íslendingar eru líka vanir því að skoða listaverk í bókum og mér finnst sjálfum þægilegt að skoða listaverk í bókum í ró og næði. Ég hef alltaf haft áhuga á fant- asíu og ímyndunaraflinu. Í gegn- um tíðina hef ég málað mikið af furðuverum og með því að setja þær í samhengi við þennan heim verða þær aðgengilegri,“ segir Arngrímur. Myndirnar eru málaðar í mörg- um umferðum og tekur langan tíma að fullvinna hverja og eina. „Ég er búinn að sitja við alveg frá morgni til kvölds síðasta árið. Hef eiginlega bara verið að gera þetta og ekkert annað.“ gydaloa@frettabladid.is Málar duldýr úr þjóðsögum Arngrímur Jón Sigurðarson hefur síðastliðið ár málað olíumyndir af lyngbak, krák og fi nngálkni. Arngrímur byrjaði að safna fyrir útgáfu bókarinnar á síðunni Karolina Fund á þriðjudaginn. Söfnunin fór afar vel af stað og á fyrstu fimm klukkutímunum söfnuðust rúm 60 prósent af upphæðinni. Upphæðin sem Arngrímur hafði vonast eftir náðist svo seinnipartinn í gær. ➜ Söfnunin kláraðist á einum sólarhring Nýjasta afurð Stúdentaleikhússins verður sýnd í tómum vatnstanki undir Perlunni á morgun. Leikhópurinn hefur undanfarið unnið hörðum höndum að því að setja upp verkið Stundarfrið eftir Guðmund Steinsson. Tómur vatnstankur fellur ekki undir hið hefðbundna leikhúsform en leikstjórinn, Karl Ágúst Þor- bergsson segir rýmið að mörgu leyti henta hópnum ágætlega. „Við nýtum okkur svona svolítið form hússins. Það er ákveðin hringrás sem á sér stað á þessum tíma frá árinu 1980 til dagsins í dag sem smellpassar inn í þessa heims- mynd sem við vorum að reyna að endurskapa.“ Karl segir hópinn þó hafa þurft að laga rými vatnstanks- ins að þörfum sínum: „Sögusafn- ið var hérna áður, þannig að það var búið að mála allt rýmið svart. Það var rosalegt bergmál hér til að byrja með, sem var auðvitað mjög óþægilegt. Við sönkuðum að okkur öllum svörtum drappering- um á landinu held ég og klæddum rýmið með svörtu efni til að draga úr bergmálinu og bjuggum til hringleikhús.“ - gló Vatnstankur verður hringleikhús Stúdentaleikhúsið setur upp íslenskt stofudrama eft ir Guðmund Steinsson. STÚDENTALEIKHÚSIÐ Æfir leikrit í tómum vatnstanki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRÉTTABLAÐ IÐ /G VA ARNGRÍMUR Hefur setið við trönurnar síðasta árið og málað olíumálverk af duldýrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.