Fréttablaðið - 13.11.2014, Síða 80

Fréttablaðið - 13.11.2014, Síða 80
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 60 ÖGMUNDUR KRISTINSSON 9 Fékk 45 mínútur og nýtti þær frábærlega. Gat lítið gert við marki Belganna en varði nokkrum sinnum stórglæsilega frá heimamönnum, þar af tvívegis af mjög stuttu færi. BIRKIR MÁR SÆVARSSON 5 Gerði eins og oft áður margt fínt í sóknarleik Íslands en átti erfitt uppdráttar gegn sterku sóknarliði Belga, eins og fleiri. HALLGRÍMUR JÓNASSON 6 Átti oft í erfiðleikum með sóknarmenn Belgíu en hélt skipulagi ágætlega ásamt öðrum varnarmönnum Íslands á köflum í fyrri hálfleik. RAGNAR SIGURÐSSON 6 Stýrði varnarleik Íslands og reyndi að halda skipulagi þjálfaranna af fremsta megni. Íslenska vörnin lenti þó oft í vandræðum gegn sterkri sókn Belga. HÖRÐUR BJÖRGVIN MAGNÚSSON 6 Ágæt byrjun hjá nýliðanum sem fékk erfið verkefni gegn eldfljótum og teknískum kantmönnum Belgíu. Hélt þó ró sinni og komst þokkalega frá sínu. RÚRIK GÍSLASON 7 Oft fínn kraftur í Rúrik og hann gaf allt sitt þegar hann fékk boltann. Átti þó fremur erfitt uppdráttar í síðari hálfleik eins og fleiri í liði Íslands. HELGI VALUR DANÍELSSON 5 Átti erfiðan dag á miðjunni og varð stundum undir í baráttunni við miðjumenn Belgíu. ARON EINAR GUNNARSSON 7 Fór fyrir sínum mönnum á miðjunni og sinnti sínu vel, líkt og ávallt. Gerði fáein mistök sem kom þó ekki að sök. Duglegur, ósérhlífinn og vel staðsettur. JÓHANN BERG GUÐMUNDSSON 6 Öflugur, sérstaklega í fyrri hálfleik, og var duglegur að reyna að skapa færi fyrir samherja sína. Var ólmur í að minna á sig eftir að hafa misst af síðustu lands- leikjum og átti sína spretti. FRAMMISTAÐA ÍSLENSKA LIÐSINS Á MÓTI BELGÍU Í VINÁTTULANDSLEIKNUM GÆRKVÖLDI Mörkin: 0-1 Nicolas Lombaerts (11.), 1-1 Alfreð Finnbogason (13.), 1-2 Divock Origi (62.), 1-3 Romelu Lukaku (73.) BELGÍA (4-3-3): Thibaut Courtois - Anthony Vanden Borre (66., Thomas Meunier), Toby Alderweireld, Nicolas Lombaerts, Jan Vertonghen - Marouane Fellaini, Axel Witsel, Moussa Dembele (46., Romelu Lukaku) - Eden Hazard (46., Divock Origi), Adnan Januzaj (63., Dries Mertens), Christian Benteke (76., Dennis Praet). Skot (á mark): 12-20 (8-9) Horn: 4-5 Varin skot: Ögmundur 4, Ingvar 2 - Courtois 6 1-3 Koning Boude- wijn Stadion. Buquet, Frakklandi (8) FÓTBOLTI Sigurganga Íslands var stöðvuð á Koning Boudewijn-leik- vanginum í Brussel í gær þar sem Belgía, eitt sterkasta landslið heims hafði betur gegn strákun- um okkar, 3-1. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands og veit það á gott að sá mikli markahrókur hafi aftur komið sér á rétta braut. Eftir marga ágæta kafla Íslands á fyrstu 60 mínútum leiksins voru það þó Belgarnir sem reyndust sterkari. Nicolas Lombaerts og varamennirnir Divock Origi og Romelu Lukaku skoruðu mörk heimamanna sem sáu fyrir sann- gjörnum sigri Belgíu. Landsliðsþjálfararnir Lars Lag- erbäck og Heimir Hallgrímsson sendu skýr skilaboð með liðsupp- stillingu sinni – aðeins tveir fasta- menn byrjuðu; fyrirliðinn Aron Einar og miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson. Eflaust hefði Sölvi Geir Ottesen átt að fá tækifærið í kvöld en hann hefur verið að glíma við eymsli í baki og því engin áhætta tekin með hann. Belgar stilltu upp frábæru byrj- unarliði en heimamenn fóru sér að engu óðslega í upphafi leiks. Strák- arnir nýttu sér það og Viðar Örn átti tvö skot á markið í sömu sókn- inni á þriðju mínútunni sem var góðs viti fyrir íslenska liðið. Heimamenn stýrðu þó ferðinni og komust yfir á elleftu mínútu er Nicolas Lombaerts skallaði fyrir- gjöf Adnan Januzaj úr aukaspyrnu. Skallinn var góður og gat Ögmund- ur lítið gert í honum. En í stað þess að láta Belgana taka algjörlega öll völd í leiknum svöruðu þeir fyrir sig á besta mögulegan máta aðeins tveimur mínútum síðar með því að skora mark. Alfreð Finnboga- son fékk boltann einn og óvaldað- ur á fjærstöng eftir hornspyrnu og eftir leikurinn var auðveldur. Það var hans fyrsta mark í langan tíma og það fyrsta með landsliðinu síðan í júní í fyrra. Strákarnir voru nálægt því að komast yfir stuttu síðar er Viðar Örn komst í gott færi en hann náði ekki að stýra boltanum almenni- lega að marki. Eftir það tóku Belg- arnir völdin í leiknum en Ögmund- ur sá til þess að staðan var enn 1-1 er flautað var til hálfleiks. Hann varði nokkrum sinnum glæsilega frá stórstjörnum Belganna. Ísland gaf ekkert eftir í síðari hálfleik og hóf hann af krafti. Leikmenn héldu boltanum vel og tókst að byggja upp efnilegar sókn- ir sem vantaði aðeins að binda endahnútinn á. En Belgar höfðu sett þá Divock Origi og Romelu Lukaku inn á í hálfleik og þó svo að þeir gerðu lítið fyrstu mínút- urnar þá fór pressan að segja til sín þegar þeir fengu pláss og tíma til að athafna sig. Sá fyrrnefndi skoraði einmitt annað mark Belgíu með frábæru skoti utan teigs við slíkar aðstæður og sá síðarnefndi það þriðja eftir sofandahátt í vörn Íslands. Það var ekki við öðru að búast en að verkefnið yrði erfitt gegn sterku liði Belgíu, sérstaklega þegar mið er tekið af uppstill- ingu Íslands. Inn á milli sýndu þó þeir leikmenn sem fengu tækifæri að þeir eiga fullt tilkall í liðið en margir þeirra léku vel, sérstak- lega á fyrstu 60 mínútum leiksins. Á þeim tíma héldu þeir skipulag- inu vel og náðu að halda mörgum ógnarsterkum leikmönnum Belgíu niðri. Aðalmálið er vitanlega leikur Íslands gegn Tékklandi á sunnu- dag og halda strákarnir þang- að með höfuðið hátt enda engin ástæða til annars. Dýrmætar mínútur í Belgíu Varalið Íslands mátti þola 3-1 tap fyrir Belgíu í vináttulandsleik þjóðanna í Brussel í gær. Leikmenn sem staðið höfðu fyrir utan hópinn fengu dýrmætar mínútur gegn einu besta landsliði heims. FÓTBOLTI „Þetta var góður leikur fyrir okkur. Við vorum að spila við eitt besta lið heims og í heild- ina stóðu strákarnir sig vel þann- ig að ég er nokkuð sáttur,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðs- þjálfara Íslands, við Fréttablaðið eftir tap „varaliðsins“ gegn Belg- um í Brussel í gærkvöldi. Lars og Heimir gerðu níu breytingar á byrjunarliðinu, sem hefur spilað síðustu þrjá leiki Íslands í undankeppni EM 2016. „Þeir sem komu inn stóðu sig vel, en við vorum auðvitað að spila við mjög gott lið. Við sköp- uðum færi en þeir eru með einn allra besta markvörð heims sem varði oft meistaralega. Við erum að verða betri og samkeppnin í liðinu að verða meiri. Það stytt- ist í að við verðum með tvo mjög góða í hverja stöðu,“ sagði Lars. En hvað gerir þetta fyrir sjálfs- traust liðsins sem er búið að vinna fjóra leiki í röð? „Það er betra að vinna leiki en þetta hefur engin áhrif á okkur og sjálfstraust liðsins. Við lærum bara af þessu. Þetta drepur okkur svo sannarlega ekki,“ sagði Lars Lagerbäck. - esá Meiri sam- keppni í liðinu LARS LAGERBÄCK Ánægður með frammistöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI „Það er margt jákvætt sem við getum tekið úr þessum leik,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson við Fréttablaðið eftir 3-1 tapið gegn Belgum í vináttulandsleiknum í Brussel í gærkvöldi. „Þetta er virkilega sterkt lið sem við vorum að spila við og það er með leik- menn sem geta breytt leikjum. Það er alltaf leiðinlegt að tapa en við getum gengið stoltir af velli. Við gerðum níu breytingar fyrir leikinn en sýndum að við erum komnir með fína breidd,“ sagði Aron Einar. Eins og fyrirliðinn segir gerðu Lars og Heimir miklar breytingar á liðinu og fengu því margir tækifæri til að sanna sig og reyna að koma sér inn í byrjunarliðið sem hefur verið óbreytt í síðustu þremur leikjum. „Þeir sem hafa fengið minna að spila fengu tækifæri í þessum leik. Þeir vildu sýna sig og sanna, en auðvitað er erfitt að breyta liði sem er búið að vinna þrjá leiki í röð. Það voru samt nokkrir sem spiluðu vel í þessum leik,“ sagði Aron Einar, en hefur þetta tap áhrif á sjálfstraustið í liðinu? „Nei. Það er alltaf leiðinlegt að tapa en þetta dregur ekkert úr okkur. Það er ekkert að því að tapa fyrir Belgum á útivelli.“ - esá Getum gengið stoltir af velli 45 MÍNÚTUR Fyrirliðinn spilaði fyrri hálfleikinn í gærkvöldi FRÉTTABLAÐIÐ/AP Eiríkur Stefán Ásgeirsson eirikur@frettabladid.is Frá Brüssel í Belgíu Ísland var ekki eina liðið í okkar riðli í undankeppni EM sem tapaði í vináttulandsleik í gærkvöldi því Holland og Tyrkland töpuðu bæði á heimavelli. Hollenska lands- liðið náði ekki að reka af sér slyðruorðið í Amsterdam þegar liðið tapaði 2-3 á móti Mexíkó. Carlos Vela, liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Real Sociedad, skoraði tvö mörk fyrir Mexíkó sem komst í 1-0, 2-1 og 3-1. Javier Hernández skoraði þriðja mark Mexíkó en Wesley Sneijder og Daley Blind gerðu mörk Hollands. Neymar skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri Brasilíu á Tyrklandi í Istanbul. Eitt marka Brassanna var sjálfsmark en fjórða markið skoraði Willian, leikmaður Chelsea. Neymar hefur þar með skorað 42 mörk í aðeins 59 landsleikjum með brasilíska landsliðinu en fimmtán af þessum mörkum hafa komið á þessu ári. Ekki gott kvöld fyrir liðin í okkar riðli ALFREÐ FINNBOGASON 6 Skoraði mark Íslands og veit það á gott fyrir Alfreð sem hefur átt erfiðar vikur með félagsliði sínu á Spáni. Duglegur og reyndi að gera vel úr því sem hann fékk. VIÐAR ÖRN KJARTANSSON 5 Kom sér nokkrum sinnum í góð færi í fyrri hálfleik og hefði mátt gera meira úr þeim. Hafði annars fremur hægt um sig. VARAMENN INGVAR JÓNSSON (45. FYRIR ÖGMUND) 5 Hefði ef til vill getað gert betur í fyrra marki Belgíu í síðari hálfleik. Fékk þó dýrmætar mínútur. BIRKIR BJARNASON (45. FYRIR ARON EINAR) 5 Fór illa með gott færi fljótlega eftir að hann kom inn á en reyndi að gera sitt besta í erfiðum aðstæðum. ÓLAFUR INGI SKÚLASON (72. FYRIR HELGA VAL) - Náði ekki að setja mark sitt á leikinn. JÓN DAÐI (74. FYRIR VIÐAR ÖRN) - Kom inn með ágætan kraft í sóknarleik Íslands á lokamínútunum. HÓLMAR ÖRN EYJÓLFSSON (84. FYRIR RAGNAR) - Spilaði aðeins síðustu mínútur leiksins þegar úrslitin voru ráðin.ÖGMUNDUR KRISTINS- SON Stóð sig vel í íslenska markinu í gær. SKORAÐI MARK ÍSLANDS Í GÆR Alfreð Finnbogason í leiknum á móti Belgum í Brussel í gær en hann nýtti tækifærið í byrjunarliðnu og skoraði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPORT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.