Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 40

Fréttablaðið - 13.11.2014, Page 40
FÓLK|TÍSKA Við erum að kynna nýjar beltis-töskur fyrir farsíma sem eru sérsmíðaðar í Póllandi eftir ís- lenskri og pólskri hönnun. En í raun má segja að viðskiptavinir okkar hafi hannað þær enda tókum við tillit til óska þeirra,“ segir Gylfi Gylfason, eig- andi og framkvæmdastjóri Símabæjar í Ármúla 38. „Fjölbreytileikinn á töskumarkaði fyrir smartsíma og spjaldtölvur er gríðarmikill. Markaðurinn er í raun í stöðugri fæðingu enda tekur búnaður- inn sífelldum breytingum. Það hefur reynst erfitt verk fyrir söluaðila að eiga eitthvað sem öllum líkar,“ lýsir Gylfi. Í því skyni að byggja upp góða framtíðarvörulínu með aðlögunar- möguleika fyrir íslenskan markað hóf Símabær síðastliðið vor að starfa með pólska töskuframleiðandanum SOX sem er lítil verksmiðja nærri Varsjá með sérhæfingu í GSM-aukahlutum. „Nú er fyrsta vörulínan komin í hús. Þetta er smartsímaveski með tvöfaldri beltisfestingu og segullokun. Einföld lausn sem hefur ekki fengist hjá heild- sölum í Evrópu þrátt fyrir sérstaklega miklar vinsældir hér innanlands um árabil,“ segir Gylfi ánægður en fyrstu viðbrögð viðskiptavina lofa mjög góðu enda seljast töskurnar vel. MARGAR GERÐIR Alls eru fjórar vörulínur í framleiðslu hjá SOX fyrir Símabæ. „Tvær tösku- línur fyrir belti, armbönd fyrir skokk- ara og sérframleidd símaveski fyrir al- gengustu símana á markaðnum,“ telur Gylfi upp en fyrstu símaveskin koma í verslunina á næstu vikum. Verða þau til dæmis fáanleg úr íslensku hráefni á borð við fiskileður. „Símaveski rúma símtæki, kort og annað smálegt og eru með vinsælustu GSM-aukahlutum heims í dag,“ lýsir Gylfi. Hann segir megnið af heimsframboðinu koma frá Kína. Lítið mál sé að keppa við slíkan varning í gæðum auk þess sem verðið á pólsku vörunum sé oft mjög nærri þeim kínversku. LÁTA REYNA Á EVRÓPUMARKAÐ „Það er að sjálfsögðu ákveðinn draum- ur að selja sérhannaðar framleiðslu- vörur Símabæjar erlendis en fyrst vilj- um við þaulprófa hverja vöru, breyta og laga eftir þörfum og finna vörunum sameiginlegt vörumerki,“ segir Gylfi og er ánægður með viðbrögð íslenska markaðsins. „Viðráðanlegir samningar um framleiðslumagn gera að verkum að við þurfum ekki útflutning til að dæmið gangi upp, en við ætlum samt að láta reyna á Evrópumarkaðinn strax á næsta ári,“ segir hann bjartsýnn. SÍMABÆR Í 20 ÁR Símabær varð tuttugu ára á árinu en félagið rekur nú eina verslun við Ármúla 38. „Við höfum þróast frá símtækjasölu að sérhæfingu í auka- hlutum síðustu ár og nýtt markaðs- þema félagsins er „Allt fyrir fólk á ferð og flugi“. „Stefna Símabæjar næstu ár er að þróa búðina enn frekar sem sérhæfða aukahlutaverslun í nýstandsettu húsnæði í Ármúla. En við erum líka að koma meira og meira inn á hinn almenna raftækjamarkað og ætlum að láta af okkur gusta í verðsamkeppni í fleiri vöruflokkum en við höfum gert til þessa,“ segir Gylfi stoltur. NÝ VÖRULÍNA Á 20 ÁRA AFMÆLI SÍMABÆR KYNNIR Verslunin Símabær hélt upp á tuttugu ára afmæli sitt nú í nóvember. Verslunin sérhæfir sig í sölu á aukahlutum tengdum símum og spjaldtölvum. Nýverið kynnti Símabær nýja vörulínu sem hönnuð er eftir umsögnum og tillögum viðskiptavina. Í SÍMABÆ Gylfi með hluta af nýju vörulínunni sem Símabær lætur framleiða fyrir sig. MYND/GVA Þótt leggings eigi að vera í öllum fataskápum þá eru ákveðnar reglur í gildi um notkun þeirra. Margar konur vita ekki nákvæmlega hvernig á að nota þessar þröngu buxur. Leggings þurfa að vera partur af heildarútliti. Passa þarf litasam- setningu og að velja rétta skó við leggings. Þær er hægt að nota allan ársins hring. Leggings eiga ekki vera of víðar né of þröngar. Þær eiga samt að falla vel að líkamanum. Sérstaklega þarf að gæta að því hvernig leðurleggings liggja á líkamanum. Leggins eru þægilegar og marg- ar konur nota þær vegna þess. En það er ekki alltaf fallegt að vera í leggings. Síðar skyrtur, toppar, kjólar eða jakkar passa best með leggings og sömuleiðis há stígvél. Sandalar, sléttbotna ballerínuskór og íþróttaskór passa líka ágæt- lega með þeim. Leggins-buxur mega ekki vera stuttar nema í líkamsræktinni. Gætið að því að þær séu alls ekki í sídd á milli kálfa og ristar. Það gengur víst ekki upp. Leggings geta hlaupið í þvotti. Ekki rugla leggings við jegg- ings. Þær síðarnefndu eru úr gallabuxnaefni. Þær fara vel á grannvöxnum konum. Jeggings henta vel með flottum bolum og eru flottar í vinnu eða skóla. Lágvaxnar konur ættu frekar að ganga í jeggings en leggings. Forðist skrautlegar leggings. Betra er að velja þær svartar eða í einum lit. Skrautlegar leggings er hins vegar þægilegur heimafatn- aður. Þægilegur kjóll, bómullarlegg- ings og vel sniðinn jakki eru fín vinnuföt. Þá má vera í stuttu pilsi yfir leggings og fallegum topp. Í vetrarkulda er fallegt að vera í ullarpilsi og þykkri peysu við leggings og háum kuldastígvél- um. Ekki vera í kjól sem er sam- litur leggings-buxunum. Munstr- aður kjóll hentar vel við einlitar buxur. Það getur líka verið fallegt að vera í einlitum leggings undir stuttbuxum, sérstaklega hjá ungum, grannvöxnum konum. Veljið þá leggings í einum lit. Flatbotna skór eða íþróttaskór ættu að vera við slíkan fatn- að. Dýramynstur eru vinsæl. Leggings í sebramynstri get- ur verið smart klæðnaður en þá þarf toppur eða kjóll að vera í hvítu eða svörtu. Tískusérfræðing- ur Oprah Winfrey segir að konur eigi að forðast leggings úr glansandi efnum. Einnig eiga þær frekar að velja þykkar leggings en þunnar. LEGGINGS ERU SÍVINSÆLAR ÞÆGILEGAR Leggings buxur eru vinsælar hjá konum á öllum aldri. Ekkert lát er á vinsældum þeirra og leggings eru enn í tísku. Allar konur ættu að eiga leggings í skápnum, segja tískuráðgjafar. Konur þurfa þó að huga vel að samsetningu klæðnaðarins. Í VETR- ARKULDA Leggings er hægt að nota við pils og þykka peysu. JEGGINGS Jeggings er ekki sama og leggings. Þær eru úr gallabuxnaefni og þykja mjög þægilegar. Hér eru jeggings frá Tommy Hilfiger fyrir haustið 2014. SPARILEGGINGS Þessar leggings eru fallegar sem kvöldklæðnaður við svarta skyrtu eða kjól.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.