Fréttablaðið - 13.11.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 13.11.2014, Síða 8
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 KÍNA Samkomulag Kína og Bandaríkjanna um að takmarka útblástur gróðurhúsalofttegunda þykir marka viss tímamót, bæði í baráttunni við loftslagsbreyt- ingar og í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Enn er þó óljóst með öllu hvernig ríkin tvö ætla að fara að því að ná þeim markmiðum, sem að er stefnt. Bandaríkin hafa lýst því yfir að þau ætli að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda um ríf- lega fjórðung til ársins 2025, og er þá miðað við árið 2005. Kín- verjar hafa síðan heitið því að árið 2030, eða fyrr, muni útblást- ur þeirra ná hámarki. Eftir það verði byrjað að draga úr honum. Efnahagsumsvif Kínverja hafa aukist hratt á síðustu árum og áratugum. Mest þó frá síðustu aldamótum. Þessu hefur fylgt síaukinn útblástur gróðurhúsa- lofttegunda og nú er svo komið að Kína ber ábyrgð á nærri þriðj- ungi alls koltvísýringsútblásturs jarðarbúa. Bandaríkin og Evrópusam- bandið koma næst á eftir, og samanlagt kemur rúmlega helm- ingurinn af útblæstri koltvísýr- ings frá þessum þremur risum alþjóðasamfélagsins svonefnda. Þar á eftir koma Indland, Rúss- land og Japan. Á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur áratugum saman verið reynt að fá ríki heims til þess að draga úr útblæstri til þess að hægja á loftslagsbreytingum áður en í óefni er komið. Ekki síst hefur staðið á ágrein- ingi milli auðugra Vesturlanda annars vegar og fátækari þróunar- ríkja hins vegar, þar sem þróunar- ríkin hafa ekki viljað draga veru- lega úr útblæstri nema auðugri ríkin taki þátt í kostnaði við það. Með samningnum við Banda- ríkin, þótt óljós sé um margt, hefur Kína í fyrsta sinn fallist á raunveruleg markmið í þessari baráttu. Al Gore, fyrrverandi varafor- seti Bandaríkjanna, hrósar Kín- verjum í hástert og segir þenn- an samning marka tímamót. Og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur öll ríki heims til að feta nú í fótspor Kína og Bandaríkjanna og kynna markmið sín í loftslagsmálum strax upp úr áramótum. „Þetta markar mikilvæg tímamót í samskiptum Kína og Bandaríkjanna,“ segir Barack Obama Bandaríkjaforseti. „Þetta sýnir hvað er mögulegt þegar við vinnum saman að brýnum heims- málum.“ gudsteinn@frettabladid.is Bandaríkin og Kína boða útblásturstakmarkanir Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping Kínaforseti gerðu með sér samkomulag um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kínverjar hafa til þessa ekki fengist til að setja sér nein skýr markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Til samans bera þessi tvö lönd ábyrgð á nærri helmingi alls útblásturs í heiminum. LEIÐTOGAR SKÁLA Barack Obama og Xi Jinping skáluðu í fyrrakvöld að loknum kvöldverði leiðtoga Asíu- og Kyrrahafsríkja í Peking. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Þetta markar mikil- væg tímamót í samskipt- um Kína og Bandaríkj- anna. Þetta sýnir hvað er mögulegt þegar við vinnum saman að brýnum heimsmálum. Barack Obama Bandaríkjaforseti. © GRAPHIC NEWSHeimild: Global Carbon Project Kína og Bandaríkin hafa kynnt áform um að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Útblástur koltvísýrings 1960 70 80 90 00 2010 10 7,5 5 2,5 0 milljarðar tonna Bandaríkin: Hyggjast draga úr útblæstri um 26–28% til ársins 2025, miðað við árið 2005. Kína 29% af heims- útblæstri Banda- ríkin 15% ESB 10% Rússland 5,3% Indland 7,1% Japan 3,7% Kína og Banda- ríkin bera ábyrgð á nærri helmingi heimsútblásturs Kína: Útblástur á að ná hámarki árið 2030. SAMKOMULAGIÐ LOTTÓ Eldri hjón, sem bæði eru komin á eftirlaun, unnu tæpar 49 milljónir í Lottói um helgina. Hjónin spila nánast alltaf með í Lottó samkvæmt upplýsingum frá Getspá en áttu bágt með að trúa eigin augum þegar í ljós kom að þau hefðu nú loks tekið stóra vinninginn. Þau segjast nú hafa tryggt sér áhyggjulaust ævikvöld. Þau hyggjast að auki gefa hluta fjár- hæðarinnar til líknarmála þar sem þau segjast þekkja af eigin raun að þörfin sé víða mikil. - nej Unnu 49 milljónir króna: Eldri hjón með allar tölur réttar VEÐUR Samstarfssamningur Veður stofu Íslands og dönsku veðurstofunnar, DMI, var undir- ritaður í gær. Danska veðurstofan leitaði eftir samstarfi við Veðurstofuna fyrir um ári um rekstur á næstu ofur- tölvu sinni sem spáir um veður af meiri nákvæmni. Hún hefur tíu sinnum meiri reiknigetu en núver- andi tölva dönsku veðurstofunn- ar en þarf mun meira rafmagn. Með samstarfi Veðurstofunnar og dönsku veðurstofunnar um rekst- ur tölvunnar njóta Danir hag- stæðra orkugjafa hér á landi. - aí Ný og nákvæmari orkutölva: Veðurstofur í aukið samstarf HANDSAL Marianne Thyrring, forstjóri DMI, og Hafdís Karlsdóttir, staðgengill forstjóra Veðurstofu Íslands, undirrita samstarfssamning. MYND/VEÐURSTOFA ÍSLANDS HEPPIN Hjónin segjast þekkja það af eigin raun að víða sé þörf á peningum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.