Fréttablaðið - 13.11.2014, Síða 30

Fréttablaðið - 13.11.2014, Síða 30
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Höfundur skrifaði grein fyrr á árinu um styrkleika, auðlindir og markaðs- breytur Íslands, sjá m.a. á netid.is (einnig lengri útgáfu þessarar greinar). Þær markaðsbreytur skil- greindi höfundur eink- um sem náttúruna, hrein- leikann, afþreyingu og gæði veitingastaða. Sam- fara dreifingu ferðabókar okkar, Visitor’s guide, og skrifum um veitingastaði fyrir Veitingastadir.is vef- síður og samfélagsmiðla, ferðaðist höfundur mjög mikið um landið í sumar. Um verðlag Verðlag hefur víða hækkað tals- vert til að mynda eru fiskréttir farnir að slaga í eða yfir 4 þúsund krónur. Tveggja manna herbergi á hóteli er yfirleitt á kr. 22-30 þús. Ein af ákveðnum ranghugmyndum margra er að Ísland sé ódýrt heim að sækja. Raunin er sú sbr. samtöl mín (og kannanir) við marga ferða- menn að þeim finnst það almennt dýrt, helst með undantekningu Norðmanna og Svisslendinga þar sem laun eru mjög há og gjaldmið- ill sterkur, auk þeirra sem koma frá dýrum stórborgum. Fyrst eftir hrun var ódýrara hérlendis en verðbólga er mun hærri hér á landi en almennt í löndum OECD. Þannig hefur verð á veitingastöð- um, afþreyingu o.fl. hækkað hér- lendis um ein 4-5% á ári síðustu ár. Laun ferðamanna í sínu landi hafa hins vegar hækkað árlega um mun lægri tölu! Vinnuafl Erlent vinnuafl er orðið æ algeng- ara, sem er reyndar alþjóðleg þróun einkum á hótelum og oft í miklum meirihluta starfsmanna. Almennt var ekki að sjá og heyra annað en að það stæði sig vel, þó víða væri eðlilega íslensku- eða enskukunn- áttu talsvert ábótavant. Sbr. fyrri grein er merkilegt og dýrt fyrir þjóðarbúið hve mikið þarf að flytja inn af vinnuafli meðan fjöldi ungs fólks, einkum á höfuðborgar- svæðinu á aldrinum 20-35 ára, er atvinnulaust (sbr. Y-krúttkynslóðin, 20-30 ára). Eftirlit svo sem skatturinn Ríkisskattstjóri hefur farið af stað með mikið átak í að heimsækja fyr- irtæki í eftirlitsskyni, m.a. í ferða- þjónustu. Skattskil fyrirtækja, leyf- ismál og kennitölur starfsmanna hafa verið skoðaðar til að kanna staðgreiðsluskil o.fl. Talsverður misbrestur hefur verið víða. Of mörg fyrirtæki komast upp með að fara ekki eftir leikreglum og skekkja þannig sam- keppnisstöðu vel rekinna fyrirtækja. Þetta er einn af stærri veikleikum íslensks atvinnu- lífs, ekki síst ferðaþjónustu. Þetta þekkir okkar fyrirtæki af eigin raun, þar sem aðilar hafa komist upp með kennitöluskipti, ósannar upplagstölur, hátt í 200 milljóna króna nauðasamninga / afskriftir, brot á samkeppnislögum o.fl. Sumir þessara aðila njóta svo jafnvel góð- vildar handhafa almannafjár svo sem stofnana ríkis og bæjar. Þessu verða gerð betri skil síðar ef tími gefst. Við hjá Netinu höfum unnið ítarlega greinargerð til Samkeppn- iseftirlitsins um verstu brotin, sem verður væntanlega skoðað þegar sú fremur fjársvelta eftirlitsstofnun hefur tíma og mannskap til. Fjöldi ferðamanna og spár Heildarfjöldi ferðmanna var 914 þúsund á síðasta ári sé allt talið. Greiningardeildir tveggja banka spáðu því að fjöldinn næði ekki einni milljón fyrr en árið 2015, þar taka þeir reyndar töluna án farþega skemmtiferðaskipa, Norrænu o.fl. sem eru vel yfir 100 þúsund. Við spáðum því í vor að fjöldinn færi vel yfir 1 milljón á árinu 2014 og að slíkt ætti sér stað fyrir utan far- þega skemmtiferðaskipa. Um miðj- an nóvember munum við setja fram spá vegna ársins 2015. Til saman- burðar má geta að heildarfjöldi ferðamanna árið 2013 til Ísraels var 2,9 milljónir, London 16 millj- ónir og Danmerkur um 8 milljónir (2012). Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu er ágætlega björt enda Ísland mikið „inni“ núna og er eldgosið í Holu- hrauni og eldsumbrotin í Vatnajökli landkynning að verðmæti hundraða milljóna. Fagmennska og langtíma- stefnumótun mætti þó vera meiri á mörgum sviðum. Við höfum lengi varað við offjárfestingu sem er í greininni, einkum í gistirými. Hót- elrými og gistirými er alltaf að aukast þar sem ákveðin sprenging virðist verða árið 2016. Flugfélög- um, ferðatíðni, fjölda áfangastaða o.fl. fjölgar frá ári til árs sem er burðar ásinn í fjölgun ferðamanna. Ábendingar og tillögur í ferðaþjónustu í kjölfar ferðalags DAGUR 1. „Af hverju fer systir mín í fiðlutíma en ég fæ ekki að fara í píanó?“ spurði 8 ára sonur minn daginn sem verkfall tón- listarkennara hófst. „Af því að fiðlukennar- inn hennar spilar í Sinfóní- unni og er í öðru stéttar- félagi,“ svaraði ég. „Fær hann góð laun?“ „Nei, þau duga ekki til, svo hann kennir í tónlistar- skólanum í aukastarfi.“ DAGUR 2. „Kom eitthvað í frétt- um um verkfallið í dag?“ spurði stráksi. „Nei, en það var mikið fjallað um verkfall lækna, þeir ætla víst allir að flytja úr landi til þess að fá betri laun.“ „En píanókennarinn minn, hann er menntaður í útlöndum, flytur hann kannski líka?“ „Vonandi ekki, nema það vanti píanókennara til að kenna öllum brottfluttu læknabörnunum.“ DAGUR 7. „Mér finnst að tónlistar- kennarar eigi að fá góð laun, heimt- uðu þeir kannski of mikið?“ „Þeir báðu um sama og aðrir kennarar en þorðu ekkert að minn- ast á laun fólks sem passar pen- inga, stýrir tölvum eða þvaðrar um lausasölu áfengis á Alþingi.“ DAGUR 10. „Fá tónlistarkennararn- ir engin laun núna?“ „Nei, venjulegt fólk fær engin laun þegar það vinn- ur ekki, nema aðstoðar- maður innanríkisráðherra sem heldur sínum 893 þús- undum á meðan mál hans er fyrir dómstólum.“ „En eru ekki störf aðstoðarmanns ráðherra og tónlistarkennara ólík?“ „Tja, báðir undirbúa einn einstakling í einu fyrir að koma opinberlega fram án þess að verða sér til mikillar skammar.“ DAGUR 11. „Vorum við kannski ekki búin að borga okkar hlut í tónlist- arnáminu?“ „Jú, ég borgaði 214.839 kr. fyrir ykkur systkinin með glöðu geði. Við fáum hins vegar ekki mikið fyrir þær meðan á verkfalli stend- ur.“ DAGUR 14. „Kom eitthvað í frétt- unum um mótmæli okkar tónlist- arnemenda við Ráðhúsið í dag og áskorunina til borgarstjóra sem lúðrasveitarstrákurinn úr Árbæn- um las upp?“ „Nei, en skúringakonurnar í stjórnarráðinu voru reknar, þær voru víst á allt of háum launum.“ „Flytja þær þá líka úr landi?“ „Jaa, það þarf líklega mannskap í að halda öllum þessum fínu spít- ölum í útlöndum hreinum og maður getur víst skúrað á hvaða tungu- máli sem er.“ DAGUR 16. „Af hverju heyrist næst- um ekkert um þetta verkfall í frétt- unum?“ „Af því að þið eruð enginn þrýstihópur; þið eigið engan kvóta og hafið ekki aldur til þess að kjósa Framsóknarflokkinn.“ DAGUR 18. „Hefur menntamálaráð- herra ekki áhuga á tónlist og getur beitt sér?“ „Hann er flinkur píanóleikari og var lengi í tónlistarnámi, en hann er svo óskaplega upptekinn af því að skerða nám í framhaldsskólum að það er ekki meira á hann leggj- andi.“ DAGUR 19. „Getum við gert eitthvað í þessu?“ „Það er búið að semja við öll hin kennarafélögin fyrir löngu svo aldrei hefði þurft að koma til verk- falls. Sveitarfélögin halda kannski að þau spari upp í væntanlega hækkun með verkfalli en nem- endur og foreldrar eru illa svikn- ir. Fjölmiðlar standa sig hvorki í því að veita upplýsingar né spyrja gagnrýninna spurninga. Margar greinar um hvað tónlistin er mik- ilvæg og mannbætandi hafa birst, kennarar og nemendur hafa mót- mælt. Það er fátt eftir, nema að senda ráðamönnum tóninn.“ Sendum ráðamönnum tóninn Í hverju samfélagi vakna áleitnar siðfræðilegar spurningar. Hér á landi hafa álitaefni eins og stað- göngumæður, stofnfrumurann- sóknir og tæknifrjóvganir verið í umræðunni hin síðari ár. Örar framfarir læknavísinda og tækni hafa knúið umræðuna og kraf- ist afstöðu yfirvalda. Stjórnvöld hafa eftir megni reynt að nálgast þessi knýjandi álitaefni á lýðræð- islegan hátt og ákvarðanir hafa verið teknar í kjölfar upplýstrar og opinberrar umræðu. Í síðustu viku voru kynnt á Alþingi svör við fyrirspurn þing- manns um fósturskimum eftir vísbendingum um aukalitning á 21. litningapari, þ.e. Downs-heil- kenni. Niðurstaðan var sú að á tímabilinu 2007-2012 voru 38 fóstur greind með auknar líkur á þessum aukalitningi og það sem meira er, öllum þessum fóstrum var eytt. Eins og fleiri, þá setti undirrituð hljóð við þessa niður- stöðu. Hvernig á að túlka þessa niðurstöðu? Er hér á landi opinber hreinsunarstefna ákveðins hóps einstaklinga, stefna sem Íslend- ingum hefur tekist að innleiða með þeim afburðaárangri að eftir því ætti að vera tekið? Eða hefur eitthvað farið skelfilega úrskeiðis við innleiðingu læknavísinda, sem krefst tafarlausrar skoðunar? Engin opinber umræða? Við leyfum okkur að halda fram því síðarnefnda. Ólíkt mörg- um siðfræðilegum álitaefnum, þá virðist ekki hafa farið fram nein opinber umræða um upp- töku, innleiðingu og framkvæmd framangreindrar fósturskimunar á sínum tíma? Ekki er ljóst hver hafði, eða hefur, ákvörðunar- vald um upptöku og innleiðingu þessarar sértæku fósturskim- unar og við hverja var haft sam- ráð í því ákvörðunarferli. Hver voru upphafleg markmið þess- arar sértæku fósturskimunar og bendir reynslan til þess að þeim hafi verið náð? Einnig er eðli- legt að spyrja um hversu vandað ferlið er, um samþykki þátttak- enda, hvert sé inntak ráðgjafar til verðandi foreldra og hverjir komi að slíkri ráðgjöf, og síðast en ekki síst, hver sé vísindalegur áreiðanleiki skimunarinnar hér á landi? Nú þegar afleiðing fósturskim- unar eftir aukalitningi á 21. litn- ingapari er kunn þá hljóta yfir- völd að finna sig knúin til að skoða og taka afstöðu til þeirra siðfræðilegu álitaefna sem hún óneitanlega hefur í för með sér. Framkvæmd sem hefur jafn afdrifaríkar afleiðingar hlýtur að kalla á aðkomu stjórnvalda. Málið verður einnig að skoða í stærra samhengi, m.a. í ljósi framfara í læknis- og lífvísind- um. Ætti til dæmis að innleiða sértæka fósturskimun í tilfellum eldri feðra, í ljósi nýlegra niður- staðna sem sýna fram á fylgni við geðhvörf, athyglisbrest og ein- hverfu, eða er slík framkvæmd jafnvel þegar hafin? Vísindaleg- ar framfarir eru af hinu góða, en eins og öðru þá má misbeita þeim, hvort sem er viljandi eða óviljandi. Það verður að meta árangur þeirra í siðfræðilegu samhengi og með það í huga í hvers konar þjóðfélagi við vilj- um búa í. Valdi fylgir ábyrgð, bæði vís- indalegu og pólitísku. Gera verð- ur þá kröfu að beiting valds með jafn afdrifaríkum afleiðingum og hér um ræðir sé í samræmi við grunngildi lýðræðissamfélaga, byggi á faglegri og gegnsærri umræðu og afstöðu. Höfundar eru vísindamenn og foreldrar hraustrar og hamingju- samrar 5 ára stúlku, sem er með Downs-heilkenni. Hugleiðingar um fóstur- skimun í lýðræðissamfélagi Leiðarvísar við þjóð- vegi eru oft kallaðir veg- prestar. Þeir vísa veginn. Þegar mikill munur þykir á orðum og gjörðum ýmiss konar predikara er þeim því oft líkt við vegpresta, og þá með þeirri skýringu að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir. Þykir þá sannast, sem sagt er, að vegurinn til glötunar er varðaður fögrum fyrir heitum. Mér komu þau orð í huga þegar ég las í 3. grein í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem samþykktar voru á 22. þingi þess í Sao Paulo, þar sem segir um samstarf við aðrar stjórn- málahreyfingar: „að samþykkja ekki neins konar póli- tískt bandalag eða sam- vinnu, á hvaða stigi sem er, við hvern þann stjórn- málaflokk sem hvetur til eða reynir að kynda undir þjóðernis- eða kynþátta- hatri“. Hér er afdráttarlaust kveðið að orði, ekkert bandalag eða samvinnu „á hvaða stigi sem er“. Í borgarstjórn Fólk, sem með einum eða öðrum hætti aðhyllist hugmyndir jafn- aðarstefnunnar um mannrétt- indi má því vera ánægt með stað- festu þeirra borgarfulltrúa, sem ákváðu að hafa enga samvinnu við Framsóknarflokkinn, meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum vegna þjóðernis- og kyn- þáttahyggju frambjóðenda hans fyrir síðustu kosningar til borg- arstjórnar. Flest fullorðið fólk veit að auð- veldara er að gefa fögur fyrirheit en halda þau, og stundum kost- ar að vera maður orða sinna. Því miður er sú greiðsla þó ekki allt- af öllum laus í hendi. Það er því fagnaðarefni að í borgarstjórn Reykjavíkur er fólk, sem reyndist borgunarmenn fyrir orðum jafn- aðarmanna. Sem kjósandi í Reykjavík og fulltrúi í flokksstjórn Samfylking- arinnar finnst mér skylt að þakka því fólki. Vegurinn til glötunar STJÓRNMÁL Birgir Dýrfjörð kjósandi í Reykjavík SAMFÉLAG Þórdís Ingadóttir lögfræðingur Snorri Þorgeir Ingvarsson eðlisfræðingur KJARAMÁL Silja Traustadóttir foreldri ➜ Þannig hefur verð á veitingastöðum, af- þreyingu o.fl . hækkað hérlendis um ein 4-5% á ári síðustu ár. Laun ferðamanna í sínu landi hafa hins vegar hækkað árlega um mun lægri tölu! FERÐAÞJÓN- USTA Hákon Þór Sindrason rekstrar- hagfræð ingur og framkvæmda-stjóri NETSINS / Visitor’s Guide ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin Ultra HD með Android
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.