Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 82

Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 82
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| SPORT | 62 Það stóð til að ég færi með honum í þetta dæmi. Það var of mikill munur á milli mín og félagsins í samningavið- ræðunum. Pétur Pétursson FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Tomas Sivok segir að lið Tékklands stefni vitanlega á sigur í leiknum gegn Íslandi á sunnudag en á von á erf- iðri viðureign. Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús stiga á toppi A-riðils en strákarnir okkar eru í toppsætinu með betra marka- hlutfall en lið Tékka. „Við viljum ná í öll þau stig sem eru í boði,“ sagði Sivoc sem leikur með Besiktas í Tyrklandi. „En við erum með Hollandi í riðli og eigum tvo erfiða útileiki [gegn Tyrklandi og Íslandi] og það er því erfitt að reikna með að það takist.“ Hann segir að erfitt verkefni bíði liðsins nú á sunnudag. „Það er líklega ekkert lið í riðlinum betur skipulagt en lið Íslands en marg- ir leikmenn liðsins hafa verið að spila saman síðan þeir voru sautj- án ára gamlir. Þeir gjörþekkja hverjir aðra og úrslitin tala sínu máli. Tölfræðin er líka á bandi Íslands sem hefur ekki enn fengið á sig mark.“ Hann segir að fram undan sé hörð barátta um efstu sæti riðils- ins en eins og flestir reiknar hann með því að Hollendingar muni blanda sér í toppbaráttuna af mikl- um krafti þrátt fyrir slæma byrj- un í undankeppninni. „Hollendingar eiga mikið inni og ég held að hvert einasta stig komi til með að skipta öllu máli fyrir okkur. Það yrði risastórt skref fyrir okkur að vinna Ísland á sunnudag.“ Hann segir að íslenska liðið sé sterkara en það hollenska. „Hol- land er með stærri leikmenn og þekktari en Íslendingar hafa náð að spila betur og fylgja eftir sinni hugmyndafræði – að minnsta kosti miðað við það sem ég hef séð í leikjum Íslands til þessa.“ - esá Ekkert lið eins vel skipulagt og það íslenska Tékkneski landsliðsmaðurinn Tomas Sivok segir að íslenska landsliðið sé betra en það hollenska. KÁTUR Sivok fagnar hér marki með Tékkum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI „Ég er ekki að fara út til Lilleström með Rúnari,“ segir Pétur Pétursson en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá KR undanfar- in ár. Það hefur legið lengi í loftinu að Rúnar tæki við norska liðinu Lille ström. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins heldur Rúnar utan til Noregs í dag til þess að skrifa undir samning við félagið. Hann vildi taka Pétur með sér en af því verður ekki. „Það stóð til að ég færi með honum í þetta dæmi. Það var of mikill munur á milli mín og félagsins í samningaviðræðun- um. Við náðum bara ekki saman. Mér fannst það ferlega leiðinlegt því þetta var spennandi dæmi. Ég óska Rúnari aftur á móti alls hins besta og vonandi gengur þetta vel hjá honum. Ég naut þess að vinna með honum og þetta var góður tími sem við áttum saman með KR,“ segir Pétur. Siggi Raggi orðaður við starfið Rúnar þarf því að finna sér nýjan aðstoðarþjálfara. Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur verið orð- aður í þá stöðu en hann vildi ekk- ert tjá sig um málið er eftir því var leitað í gær. Pétur er búinn að vera aðstoðar- þjálfari hjá KR síðan 2009. Hann var þá Loga Ólafssyni til aðstoðar og hélt áfram sínu starfi er Rúnar Kristinsson tók við um mitt sumar árið 2010. Rúnar og Pétur unnu sam- tals fimm stóra titla með KR. Tvo Íslands- meistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Þeir virðast því hafa náð afar vel saman. Þegar Rúnar hætti með KR-liðið hætti Pétur líka enda ætlaði hann með Rúnari til Lilleström eins og hann segir fyrr í viðtal- inu. Pétur hefur kunnað vel við sig í þjálfun undanfarin ár og hefur áhuga á því að halda áfram. „Ég er bara atvinnulaus og í leit að vinnu núna. Ég hef mikinn áhuga á því að vera áfram í bolt- anum. Ég hef verið í þessu lengi og kominn með gríðarlega reynslu á síðustu árum,“ segir Pétur en hann var einnig aðstoðarþjálfari Ólafs Jóhannessonar er Ólafur var landsliðsþjálfari. Er til í að vinna „Ég er til í að vinna ef ég fæ ein- hvers staðar starf,“ segir Pétur en er hann til í aðalþjálfarastarf á nýjan leik? „Ég hef oft haft áhuga á því. Það hefur skipt máli hvað hefur komið upp á borðið. Ég var aðal- þjálfari hjá mörgum liðum á sínum tíma þar sem stundum gekk vel og stundum illa. Þannig er bara bolt- inn. Ég hef haft gaman af því að vera hjá sama félaginu lengi. Ég hef verið hjá KR í sjö ár og notið mín vel. Það eru ekki margir þjálf- arar sem státa af því að hafa verið eins lengi hjá sama liðinu nema kannski Heimir Guðjónsson. Ég er aftur á móti atvinnulaus núna og óska eftir vinnu einhvers staðar,“ sagði Pétur léttur og hló dátt. henry@frettabladid.is Þetta er ferlega leiðinlegt Pétur Pétursson mun ekki fylgja Rúnari Kristinssyni til norska liðsins Lilleström eins og til stóð. Hann og félagið náðu ekki saman. Rúnar er á leið utan í dag til þess að skrifa undir. Pétur vill halda áfram að þjálfa. RÚNAR KRISTINSSON. TITLI FAGNAÐ Pétur vann fimm stóra titla hjá KR með Rúnari Kristinssyni. Hér fagnar Pétur Íslandsmeistaratitlinum 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI „Mér finnst þessi dómur vera alveg út í Hróa hött,“ segir afar ósátt- ur Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Grindavíkur. Hann var í gær dæmdur í tveggja leikja bann fyrir „alvarlega grófan leik“ að því er stendur á síðu KKÍ. Magnús braut illa á KR-ingnum Brynjari Þór Björnssyni í leik liðanna á dögunum og var vísað úr húsi. Vel ýkt hjá Brynjari „Þetta var ekki eins gróft og fólk er að segja. Ef fólk horfir á myndbandið sést að þetta er vel ýkt hjá Brynjari. Hann stendur upp þrem sekúndum síðar og ekkert að honum. Ég efast um að ég hafi slegið hann svo fast að hann hafi meitt sig og þetta verðskuldi tveggja leikja bann.“ Magnús var dæmdur í eins leiks bann í mars fyrir að brjóta einnig illa á sama KR-ingi, Brynjari Þór. Magnús segir að sá dómur hafi áhrif núna. „Þarna er verið að dæma mig fyrir það sem gerðist á síðasta tímabili. Það var búið að dæma á það brot og því finnst mér asnalegt að vera að halda því áfram núna. Það kemur þessu máli ekkert við,“ segir Magnús og þvertekur fyrir að hafa verið að reyna að meiða Brynjar. Viðurkennir harða villu „Maðurinn er að fara í „lay up“ og í stað þess að leyfa honum það slæ ég til hans. Ég viðurkenni að ég sló kannski fullfast í hann þannig að ég er ekki sáttur við að menn segi að þetta hafi verið viljandi. Hörð var villan, ég viðurkenni það,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar hefði ekki staðið upp þrem sekúndum síðar ef hann hefði ætlað að meiða hann. „Ef ég hefði ætlað að meiða Brynjar þá hefði hann aldrei staðið upp aftur. Ég er líka viss um að ef ég hefði sýnt iðrun og beðið hann afsökunar þá hefði ég ekki fengið brottvísun. Þá hefði ég bara fengið óíþróttamannslega villu.“ Eins og áður segir er þetta í annað sinn sem Magnús fer í bann á sama árinu fyrir að brjóta illa á sama manninum. Er honum eitthvað illa við Brynjar? „Nei, alls ekki. Þetta hittir bara svona á. Í fyrra brotinu þá heldur hann í hönd- ina á mér, ég losa hana og slæ hann ekki einu sinni. Þríhöfðinn á mér fer í andlitið á honum og hann dettur,“ segir Magnús og bætir við að Brynjar sé ekki barnanna bestur á vellinum. „Hann veit vel sjálfur að hann á fullt af þessu skilið. Hann er sjálfur rosalega „dirty“. Brynjar er lúmskur. Hann má eiga það og þar af leiðandi vinnur hann þessa baráttu.“ - hbg Hefði aldrei staðið upp aft ur ef ég ætlaði að meiða hann Magnús Þór Gunnarsson Grindvíkingur var dæmdur í tveggja leikja bann í gær fyrir alvarlega grófan leik gegn Brynjari Þór Björnssyni. GRÍÐARLEGA ÓSÁTTUR Magnús Þór Gunnarsson segir aganefnd KKÍ dæma sig út frá atviki sem gerðist á síðasta tímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR FÓTBOLTI Petr Cech, markvörður tékkneska landsliðsins, hrós- aði íslenska liðinu mjög á blaða- mannafundi í Prag í gær en Ísland mætir Tékkum ytra á sunnudagskvöld. Þar mæta topp- lið A-riðils í undankeppni EM 2016 en bæði lið eru með fullt hús stiga. „Íslendingar eru vel skipulagð- ir, einbeittir og harðir í horn að taka. Sterkasta vopn þeirra er liðsheildin en þeir vinna mjög vel saman, ekki bara í vörn heldur í sókn líka,“ sagði Cech. „Við höfum nánast heila viku til að undirbúa okkur og þjálfar- inn okkar hefur skýra hugmynd um hvað á að gera. Það verður því undir okkur komið að framfylgja hans skipulagi,“ sagði Cech enn fremur. Tékkar byrjuðu undankeppnina á því að vinna Holland og Cech sagði að sá sigur hefði fleytt lið- inu langt. „Við komum öllum á óvart gegn Hollandi en sá sigur veitti okkur sjálfstraust sem endurspeglaðist í leikjunum gegn Tyrklandi og Kasakstan.“ - esá Með áætlun gegn Íslandi MAGNAÐUR Cech hefur verið einn besti markvörður heims síðustu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI U-21 árs landsliðsmað- urinn Orri Sigurður Ómarsson verður ekki áfram hjá danska liðinu AGF og fer frá félaginu um áramótin. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2012 og bætt sig mikið síðan hann fór til Danmerkur. „Ég hef ákveðið að leita að nýjum áskorunum. Ég þarf meiri spiltíma og vera í liði þar sem ég er fastamaður. Ég hef átt frá- bæran tíma hjá AGF og skulda félaginu mikið,“ segir Orri við heimasíðu AGF. „Ég hef lært mikið af mörgum þjálfurum hjá AGF og bætt mig mikið.“ Orri segist ætla að byrja á því að fara heim til Íslands og leita að félagi. - hbg Orri á leið heim frá AGF

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.