Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 27

Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 27
FIMMTUDAGUR 13. nóvember 2014 | SKOÐUN | 27 Mjólkursamsalan hefur náð glæsilegum árangri í útflutningi á íslenzka skyrinu. Fram kom í fjöl- miðlum fyrr í vikunni að MS áformaði að selja um 100 milljón dósir af skyri á næsta ári, þar af meira en 80% erlendis. Sala á skyri erlendis hefur vaxið um 85% á þessu ári. Í Morgunblaðinu var haft eftir Jóni Axel Péturssyni, framkvæmdastjóra sölu- og markaðssviðs MS, að toll- ar Evrópusambandsins hömluðu útflutningi á skyri frá Íslandi. ESB gefur út tollkvóta, þannig að fyrstu tæplega 400 tonnin sem flutt eru inn til ríkja sambandsins eru toll- frjáls, en eftir það leggjast á tollar. Áætlað er að skyrsala í Finnlandi einu og sér verði um 5.400 tonn á næsta ári. Í öllum norrænu ríkjunum er gríðarleg eftirspurn eftir skyri. „Það elska það allir, ungir sem aldn- ir, hvar sem við setjum niður fót og kynnum það og seljum,“ segir Jón Axel í Morgunblaðinu. Til að greiða fyrir útflutningnum hafa Samtök afurðastöðva í mjólk- uriðnaði óskað eftir að fá allt að fimm þúsund tonna aukinn skyr- kvóta í Evrópusambandinu, að því er Sigurður Ingi Jóhannsson land- búnaðarráðherra greindi frá á Alþingi 3. nóvember. Í febrúar á næsta ári eru áformaðar viðræð- ur í Brussel, þar sem á að reyna að semja um aukna fríverzlun Íslands og ESB og krafan um aukinn skyr- kvóta verður höfð uppi. Landssam- tök sláturleyfishafa hafa líka farið fram á að toll- frjáls kvóti fyrir lambakjöt í ESB verði aukinn úr 1.850 tonnum í 4.000 tonn. Landbúnaðarráðherrann sagði í þinginu að Ísland legði áherzlu á „algera gagnkvæmni í niðurfelling- um tolla, þ.e. að vörur sem eiga að vera á núlltollum inn til Íslands verði einnig á núlltollum inn til Evrópu frá Íslandi.“ Væntanlega á hann ekki við að á móti inn- flutningskvóta fyrir skyr og lamba- kjöt í ESB rýmki Ísland til fyrir innflutningi sömu vara hingað; það myndi hvorki gagnast framleiðend- um í ESB né neytendum á Íslandi. Jógúrtin er tolluð Hins vegar eru margar landbún- aðarvörur, framleiddar í ríkjum Evrópusambandsins, sem mikil eftirspurn er eftir hér á Íslandi, en innflutningur er torveldaður á með tollum. Ein slík vara er jógúrt, sem íslenzk stjórnvöld hafa hingað til aldrei tekið í mál að fella niður tolla á, vegna þess að jógúrtinnflutning- ur væri í beinni samkeppni við inn- lenda framleiðslu. Slík rök halda að sjálfsögðu ekki þegar verið er að fara fram á mörg þúsund tonna tollkvóta fyrir stærsta framleiðanda jógúrtvara á Íslandi inn á ESB-markaðinn. Í ofanálag er kvótinn ætlaður vöru, sem er víðast hvar í beinni sam- keppni við jógúrtvörur. Tollurinn á kíló af jógúrt sem flutt er inn frá ESB-löndum er í dag 53 krónur. Það er ekki svakalegur tollur miðað við ýmislegt annað sem viðgengst í tollskránni, en auð- vitað myndi neytendur muna um að hann félli niður. MS og aðrir inn- lendir jógúrtframleiðendur fengju aukna samkeppni, sem vandséð er að þeir gætu kvartað undan þegar þeir blanda sér sjálfir galvaskir í samkeppnina á ESB-markaði. Ekki bara framleiðendahagsmunir Það kom ekki sérstaklega á óvart að í áðurnefndum umræðum á Alþingi stillti landbúnaðarráð- herrann málinu eingöngu upp sem hagsmunamáli innlendra framleið- enda af því að geta flutt meira út til ESB-ríkja. En auðvitað eru það líka hagsmunir íslenzkra neytenda og verzlunarinnar í landinu að tollar séu felldir niður á erlendum landbúnaðarvörum – vörum, sem er mikil eftirspurn eftir og allir elska og eru þar af leiðandi í sam- keppni við innlenda framleiðslu. Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pylsum og skinkum frá ESB. Það væri niður- staða sem allir ættu að geta elskað. Skyr út, jógúrt inn: Það elska það allir Samstarf Strætó og VÍS í forvörnum undanfar- in fimm ár sýnir svo ekki verður um villst hversu mikil áhrif hægt er að hafa á tjóna- og slysatíðni fyrirtækja ef allir sem þar starfa leggjast á eitt. Góður árangur hefur náðst í gegn- um árin og er markmiðið í ár að fækka tjónum um 30% og koma í veg fyrir slys á farþegum. Margur kynni að halda að það væri erfitt fyrir Strætó að ná þessum árangri í því krefjandi umhverfi sem fyrirtækið starfar í. En orsak- ir umferðarslysa og -tjóna má oft- ast rekja til ökumannsins sjálfs. Hann hefur mest áhrif á hvern- ig til tekst, hvernig ökulagið er, hvaða öryggisbúnaður er notaður og hvernig ökutækið er útbúið. Dekk og umferðaröryggi Góð dekk eru nauðsynleg með til- liti til öryggis, ekki síst á veturna. Könnun á ástandi dekkja á tjóna- bílum VÍS sem gerð hefur verið á veturna undanfarin þrjú ár sýnir að bílar sem lenda í tjóni eru á mun lakari dekkjum en aðrir bílar í umferðinni. Fjórði hver tjónabíll í könnununum þremur var á of slitn- um dekkjum eða með mynsturs- dýpt undir 1,6 mm og 12% voru á sumardekkjum þótt hávetur væri. Í samanburðahópi voru 13% bíla á of slitnum dekkjum og 2% á sum- ardekkjum. Með breytingu á reglu- gerð er nú krafist að dýpt mynst- urs í vetrardekkjum sé að lágmarki 3 mm frá 1. nóvember til 15. apríl. Bil á milli bíla Aftanákeyrslur eru mjög algengar en þar skiptir bil á milli bíla mestu. Bilið þarf að lengja á hálum vegi, lélegum dekkjum eða með auknum hraða. Það þarf að vera nógu langt til þess að hægt sé að bregð- ast við ef umferðin fyrir framan stöðvast skyndi- lega. Athygli ökumanns þarf jafnframt öll að bein- ast að umferðinni. Athygli ökumanns Margt glepur athygli ökumanns við akstur, þar á meðal síminn. Í síð- ustu könnun VÍS á símanotkun bíl- stjóra á höfuðborgarsvæðinu reynd- ust 7% vera með símann við eyrað undir stýri. Þá eru ótaldir þeir sem eru að skrifa skilaboð og vafra á netinu eða tala með handfrjálsum búnaði sem vissulega er leyfilegt en hefur samt áhrif á athygli öku- manns. Erlendar rannsóknir sýna að ökumaður sem er að tala í sím- ann, sama með hvaða hætti, er fjórum sinnum líklegri til að lenda í slysi en sá sem ekki er í símanum. Ef þú ekur á 90 km hraða á klukku- stund og lítur af veginum í 4-5 sek- úndur þá jafngildir vegalengdin sem ekin er einum fótboltavelli. Mörgum finnst í lagi að beina allri sinni athygli reglulega að símanum en fæstir myndu þó loka augunum og aka blindandi í svona langan tíma. Umferðarslys taka stóran toll og kosta þjóðfélagið tugi milljarða á ári. Þannig þarf það ekki að vera og við getum öll haft áhrif á það. Veldur hver á heldur – um stýrið UMFERÐ Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í for- vörnum hjá VÍS TILBOÐ Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 ferkantað 80x80 cm Tilboð 43.900 kr. Verð áður 57.990 kr. ferkantað 90x90 cm Tilboð 44.900 kr. Verð áður 59.500 kr. SILVER sturtuhorn bogadregið 90x90 cm Tilboð 44.900 kr. Verð áður 59.500 kr. ferkantaður 80x80 cm Tilboð 37.900 kr. Verð áður 47.500 kr. ferkantaður 90x90 cm Tilboð 39.900 kr. Verð áður 49.500 kr. bogadreginn 90x90 cm Tilboð 39.900 kr. Verð áður 49.500 kr. MORA CERA sturtusett með blöndunartækjum Tilboð 49.900 kr. Verð áður 64.900 kr. TRIN sturtubotn ONTEX sturtubotn SILVER sturtuhorn 10.-15. nóvember VIÐSKIPTI Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnu- rekenda ➜ Bezt væri að það tækist að semja um mikla lækkun á tollum á íslenzka skyrinu og lambakjötinu, og á móti kæmi mikil lækkun á til dæmis jógúrt, ostum, pyls- um og skinkum frá ESB.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.