Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 62
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 42 BÆKUR ★★★★ ★ Drápa Gerður Kristný MÁL OG MENNING Reykjavíkurmyndin sem Gerður Kristný dregur upp í ljóðabálkin- um Drápu er ekki fögur. Það er vetur í borginni, kuldinn nístir merg og bein og þeir sem eru á ferli hafa illt eitt í hyggju. Ljóð- mælandinn er djöfullinn sjálfur og jafnvel honum virðist ofbjóða ástandið. Hann fylgist með stúlk- unni sem ljóðið fjallar um og þótt hann sé herra þess heims sem hún sogast inn í og hafi sjálfur vakið hana til hans, þá hefur hann með henni samúð og það er hann sem sér um að koma henni eftir dauð- ann í hendur „ein- eygða guðinum / þeim sem skapaði / manninn í sinni mynd / og eng- ist nú af eftirsjá“ (bls 68.). Svo grát- leg þykja honum örlög stúlkunnar sem gengið hefur til liðs við myrkusinn, nauðug viljug, verið beitt ofbeldi og glat- ast í eiturlyfjakóf- inu. Og þegar kvölin er svo sár að djöfullinn sjálfur hrærist til meðaumkunar er hætt við að eitt lítið manneskjuhjarta nánast bresti af sorg við að ganga inn í þann heim sem Gerður skap- ar í þessari bók. Það er þó vel áhættunnar virði að sökkva sér ofan í heim Drápu. Gerður Kristný fer hér á kostum í því sem hún gerir best; að tálga ljóðformið þannig að hver mynd verði eins og svipuhögg og leika sér með möguleika tungumálsins þannig að úr verður ný og óvænt upplifun á nánast hverri síðu. Maður á jafnvel á hættu að skella upp úr mitt í öllu myrkrinu og kuldanum þegar hún óvænt skýt- ur inn orðmynd eða tengingu sem hefur vísun í allt aðra og bjartari texta. Gangan inn í heim myrk- usins er ekki auðveld, liggur við að þurfi dósahníf til að brjótast í gegnum yfirborð textans og inn í kviku hans, það er eiginlega ekki fyrr en við fjórða eða fimmta lest- ur sem lesandinn kemst almenni- lega í gegn en þá er heldur engin leið til baka. Nauðugur viljugur, eins og stúlkan sem ljóðið fjallar um, sogast hann dýpra og dýpra inn í heim myrkursins og lætur heillast aftur og aftur af því valdi sem skáldið hefur á máli og mynd- um. Auk sögunnar um undirheima borgarinnar og afdrif stúlk- unnar er í ljóð- inu sterk ádeila á áhuga- og afskiptaleysi hins svokall- aða kristna heims þegar þ e i r s e m gengið hafa myrkrinu á hönd eiga í hlut. Endur- tekin stef um krossa og kirkjur andspæn- is valdi djöfulsins eru firnasterk og opna nýjar víddir í túlkun textans. Eins og allar góðar bók- menntir er Drápa nefnilega ekki bundin við hérið og núið heldur hefur skírskotun til sögu mann- skepnunnar allar götur síðan í Eden. Og víddunum fjölgar við hvern lestur enda Drápa ekki einnota bók heldur brunnur sem hægt verður að sækja í aftur og aftur. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Fantasterkur ljóðabálkur með vandlega ydduðum ljóðum sem segja hrollvekjandi sögu. Í borg varga og sorgar SKÁLDIÐ „Gerður Kristný fer hér á kostum í því sem hún gerir best.“ MYND: THOMAS LANGDON Leikarar eru mjög vanir því að þurfa að tjá sig og geta tjáð sig með orðum og lagt mikla mein- ingu í það hvernig þeir segja hlut- ina en þegar það vopn er tekið af þeim verða þeir algjörlega ber- skjaldaðir og þurfa að fara að tjá sig á allt annan hátt,“ segir Stefán Benedikt Vilhelmsson, einn leik- aranna í barnasýningunni Fiska- búrinu, spurður hvers vegna leik- hópurinn Skýjasmiðjan sérhæfi sig í leiksýningum án orða. „Það sem heillaði okkur við þetta form í upphafi var hversu lifandi við gátum gert sögur án þess að segja eitt einasta orð,“ útskýrir Stefán. „Það verður allt öðru vísi skynj- un hjá áhorfendum um leið og þú tekur tungumálið út.“ Leikhópurinn Skýjasmiðjan var stofnaður fyrir þremur árum og sló hressilega í gegn með sýn- ingunni Hjartaspaðar sem hlaut tvær tilnefningar til íslensku leik- listarverðlaunanna Grímunnar 2012. Þar var fjallað um fólk á elliheimili en nýja sýningin, Fiska- búrið, er ætluð fyrir áhorfendur frá 18 mánaða aldri upp í yngstu bekki grunnskóla. Er ekki erfiðara að leika fyrir börn en fullorðna? „Börn eru miklu einlægari áhorf- endur en fullorðnir,“ segir Stef- án. „Þau hika ekkert við að láta þig vita ef eitthvað er fallegt eða ekki nógu gott og missa áhugann ef þeim líkar ekki það sem þau sjá. Þau hafa nóg annað við tímann að gera en að eyða honum í einhverja vitleysu.“ Auk Stefáns leika þær Aldís Davíðsdóttir og Auður Ingólfsdótt- ir í sýningunni og hún var unnin af þeim öllum í sameiningu án sér- staks leikstjóra. Grímu- og brúðu- gerð var í höndum Aldísar, Stefán Benedikt gerði hljóðmynd og um ljósahönnun sér Magnús Arnar Sigurðarson. Sýnt er í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu og aðeins verð- ur um fjórar sýningar að ræða, á laugardag og sunnudag um næstu helgi og þarnæstu. fridrikab@frettabladid.is Leikarar verða ber- skjaldaðir án orða Skýjasmiðjan frumsýnir á laugardaginn barnasýninguna Fiskabúrið. Sýningin er án orða og hentar því vel fyrir öll börn óháð því hvaða tungumál þau tala. Aðeins verða fj órar sýningar á verkinu, tvær um komandi helgi og tvær þá næstu. STEFÁN BENEDIKT „Börn eru miklu einlægari áhorfendur en fullorðnir,“ segir Stefán. MYND: SKÝJASMIÐJAN Það sem heillaði okkur við þetta form í upphafi var hversu lifandi við gátum gert sögur án þess að segja eitt einasta orð.Það verður allt öðru vísi skynjun hjá áhorfendum um leið og þú tekur tungumálið út. ÚR FISKABÚRINU Grímur, ljós og litir eru í forgrunni í sýningunni. TÓNLIST ★★★ ★★ Upphaf Ólafur Reynir Guðmundsson ÚTG. ÓLAFUR REYNIR GUÐMUNDSSON Geisladiskur Ólafs Reynis Guð- mundssonar með svokallaðri „easy listening“-tónlist kallar óhjákvæmilega á samanburð við Richard Clayderman, sem hefur sérhæft sig í lyftutónlist. Hún sam- anstendur af sykursætum laglínum sem oftar en ekki eru skreyttar með undirspili strengjaleikara eða rytmasveitar. Leikur Claydermans er þó ekki sætur, þvert á móti er hann undar- lega sálarlaus, nánast eins og tölvu- forrit sé að spila. Af hverju veit ég ekki. Kannski finnst honum tón- listin sem hann leikur bara svona leiðinleg, og spýtir henni út úr sér á sjálfstýringunni. Ólíkt Clayderman er Ólafur Reynir ekki starfandi tónlistar- maður. Hann er lögfræðingur í fjár- mála- og efnahagsráðuneytinu, en er samt menntaður píanóleikari. Á nýútkomnum geisladiski sem ber heitið Upphaf er að finna 16 lög eftir Ólaf. Hann flytur þau öll sjálfur. Inn á milli bregður einnig fyrir fiðluleik Pálínu Árnadóttur. Lögin eru hug- ljúf og þar eru grípandi melódíur. Það er ekkert krefjandi við þær. Þetta er músík sem rennur ljúflega niður. Að mörgu leyti er hún eins og kvikmyndatónlist. Ekki er hægt að neita því að klisjurnar eru fyrirferðarmiklar. Maður hefur heyrt flest áður. Engu að síður eru innblásnar hendingar innan um allt hitt. Ólafur spilar líka prýðilega á píanóið, af ríku- legri tilfinningu og með fallegum áslætti. Hann hefur auðheyrilega hæfileika. Fyrir unnendur léttr- ar, rómantískrar píanótónlistar er þetta örugglega kærkomin útgáfa. Jónas Sen NIÐURSTAÐA: Tilfinningarík spilamennska, tónlistin er þægileg áheyrnar, en dálítið venjuleg. Sumt er innblásið PÍANÓTÓNLIST „Lögin eru hugljúf og þar eru grípandi melódíur,“ segir Jónas Sen um tónlistina á Upphafi. MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.