Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 66
13. nóvember 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 13. NÓVEMBER 2014 Tónleikar 20.00 Karlakór Reykjavíkur fær til sín marga góða og þjóðþekkta gesti í Grafarvogskirkju í kvöld. Jólin byrja snemma í ár. 4.000 krónur inn. 20.00 Kristjana Stefánsdóttir og píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson fá til sín góða gesti í Hannesarholt á Grundarstíg 10 í kvöld. Þau munu spila íslensk lög, ameríska slagara, Bítlalög og önnur heittelskuð popp- og rokk- lög. 2.500 krónur inn. 20.00 These Fists treður upp í kjallar- anum á Paloma í kvöld. 21.00 Hljómsveitin Eva fagnar útgáfu hljómplötunnar Nóg til frammi á Café Rosenberg í kvöld með góðum gestum. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en diskurinn verður til sölu á 2.500 krónur. Diskurinn verður á sérstöku útgáfutónleikaverði, 2.000 krónur ef keypt eru þrjú eintök eða fleiri. 21.00 Færeyingurinn Maríus Ziska og Svavar Knútur hefja Litla Íslandstúr þeirra í kvöld. Kapparnir munu troða upp á Ránni í Keflavík í kvöld. Miða- verð er 2.000 krónur og er miðasala á midi.is og við innganginn. 21.00 Toneron er tveggja manna hljómsveit sem ætlar að nudda heil- ann þinn á Gauknum í kvöld. 21.00 Tónlistarveisla í skammdeginu á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar verður haldin á ný í kvöld í göngugötunni á Garðatorgi í Garðabæ. Garðbæingurinn Jóhann Sig- urðarson, leikari og söngvari, er í aðal- hlutverki ásamt landsþekktum tón- listarmönnum, Pálma Sigurhjartarsyni á hljómborð og harmóníku, Ásgeiri Óskarssyni Stuðmanni á trommum og slagverki, Guðmundi Jónssyni úr Sálinni á gítar og Jóni Rafnssyni á bassa. Gestir geta keypt sér veitingar frá kl. 20.30. 21.00 Hljómsveitin Oyama fagnar til- komu fyrstu breiðskífu sinnar Coolboy með tónleikum á Húrra í kvöld. Hljóm- sveitin hyggst leika plötuna í heild sinni með góða vini sér til halds og trausts. Einnig munu kannski heyrast einhver lög af eldri plötunni, I Wanna. Hljóm- sveitin Nolo hitar upp. 2.000 krónur inn en platan verður á tilboði við inn- ganginn ásamt glænýjum varningi. Eftir tónleikana mun DJ Sunna Ben þeyta skífum. 21.00 Sun Kil Moon, hinir virtu fólk- rokkarar frá San Francisco troða upp á Dillon í kvöld. War On Drugs aðdáendur velkomnir. 22.00 Magnús R. Einarsson heldur tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8 í kvöld. Ókeypis inn. Leiklist 19.00 Ríkharður III (fyrir eina konu) er verk í vinnslu, unnið upp úr verki Shakespeare og verður sýnt í Tjarnar- bíói í kvöld. Leikstjóri er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir, leikari Emily Carding, fram- leitt af Brite Theater. Þær eru komnar í Tjarnarbíó til að rannsaka verkið, afstöðu sína til pólitíkusa, samband Ríkharðs við áhorfendur og hvort það breyti einhverju ef Ríkharður III er kona. Félagsvist 20.00 Rangæingar og Skaftfellingar í Reykjavík athugið! Félagsvist í Skaftfell- ingabúð í Reykjavík í kvöld. Uppákomur 17.00 Café Lingua verður með norrænu yfirbragði í dag. Múmínálf- arnir, Morrinn og Tove Jansson verða í brennidepli og mun kaffið fara fram á skandinavísku í Norræna húsinu í dag. Hildur Ýr Ísberg flytur fyrirlestur um kynhlutverk í bókum Jansson, Malin Barkelind les kafla úr bókinni Pappan och havet, gestir geta tekið þátt í getrauninni Mummitroldene og deres nordiske venner og boðið verður upp á veitingar í anda Múmínmömmu. Í Barnahelli Norræna hússins er svo hægt að skoða sýningu tileinkaða Tove Jansson og Múmínálfunum. Pub Quiz 21.00 Kvikmynda pub quiz á Lebowski bar í kvöld. DJ Smutty Smiff spilar eftir á. Tónlist 21.00 Mike Hunt treður upp á Dolly en á eftir þeim mun Shakespeare Sister Theme skemmta lýðnum. 21.00 DJ Cyppie spilar á Hressingar- skálanum í kvöld. 21.00 Trúbadorarnir Hjálmar og Dagur troða upp á English Pub í kvöld. 21.00 DJ SimSim spilar á Frederiksen Ale House í kvöld. 22.00 DJ Styrmir Dansson spilar á Prikinu í kvöld. 22.00 Simon fknhndsm spilar á Kaffi- barnum í kvöld. Bækur 17.00 Verðlauna- og útgáfuhátíð vegna þriðju bókar Oddnýjar Eirar Ævars- dóttur, Ástarmeistarann, verður haldin í bókaforlaginu Bjarti í dag. Tónlist, gleði og léttar veitingar. Bækurnar verða á til- boðsverði og höfundur áritar. 17.00 Í dag verður fagnað útgáfu bókarinnar Hallgerður eftir Guðna Ágústsson í Eymundsson, Laugavegi 77. Léttar veitingar í boði. 20.00 Fimmta Höfundakvöldið í Gunn- arshúsi fer fram í kvöld. Þá mæta þau Kristín Eiríksdóttir og Þórarinn Leifsson, lesa upp og svara spurn- ingum Elínar Bjarkar Jóhannsdóttur bókmenntafræðings um nýút- komnar bækur sínar. Allir velkomnir á meðan stólar leyfa. Fyrstir koma, fyrstir fá sæti. Aðgangur 500 krónur. Fyrirlestrar 12.10 Í tilefni af fæðingardegi Árna Magnússonar handritasafnara gengst Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir hádegisfyrirlestri í Þjóð- minjasafninu í dag. Þar mun Guðvarður Már Gunnlaugsson, rannsóknardósent við Árnastofnun, halda erindi sem nefnist Fjögur handrit og frímerki. 16.30 Fyrirlestur Arngríms Vídalíns, doktorsnema við Háskóla Íslands, hjá Miðaldastofu Háskóla Íslands fer fram í dag í stofu 422 í Árnagarði. Fyrirlestur- inn ber yfirskriftina Merking orðsins blámaður og birtingarmyndir blámanna frá upphafi ritaldar og fram á 19. öld. Í fyrirlestrinum verður drepið á ýmis dæmi um blámenn í miðaldasögum, alfræðiritum og þjóðsögum og leitast við að varpa nokkru ljósi á margbreyti- leika þeirra og ólíka merkingu orðsins eftir samhengi, með samanburði við evrópskar heimildir þar sem við á. Umræður 20.00 Í kvöld mun myndlistar- og tón- listarmaðurinn Helgi Þórsson ræða við gesti um verk sín á sýningunni Vara-litir sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Sýn- ingin Vara-litir einkennist af litaflaumi og frásagnargleði. Bjartir og fjörmiklir litir eru áberandi á sýningunni og undirstrika óttaleysi og hispurslausa tjáningu listamannanna. Verkin á sýn- ingunni eiga það sameiginlegt að vera hlaðin litum og formum sem endur- spegla tíðaranda 21. aldarinnar, þar sem ofgnótt upplýsinga hleður hvert augnablik. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@ frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.