Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 2
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Við vitum að í ýmsum slíkum til- vikum vildum við svo sann- arlega geta gert betur. Illugi Gunnarsson, mennta- og menn- ingarmálaráðherra Þóra, er þetta góð hugmynd? „Besta hugmyndin til þessa. Öll kvennaráð eru góð ráð.“ Þóra Hrund Guðbrandsdóttir vinnur ásamt Erlu Björnsdóttur að stofnun samtaka fyrir ungar konur með góðar hugmyndir. MANNRÉTTINDI Ólíklegt er að ákvæði sakamálalaga um síma- hlustanir lögreglu standist Mann- réttindasáttmála Evrópu. Þetta sagði hæstaréttarlögmaðurinn Reimar Pétursson á málþingi Ora- tors, félags laganema við Háskóla Íslands, á miðvikudag. Yfirskrift málþingsins var: „Símahlustanir lögreglu – hverjar eru reglurnar og er framkvæmd í samræmi við lög?“ og tóku til máls auk Reimars þau Kolbrún Bene- diktsdóttir saksóknari og Símon Sigvaldason héraðsdómari. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið á um ákveðin þröng skilyrði sem þurfi að uppfylla til að fá heimild til að hlera síma aðila sem liggja undir grun um refsi- verða háttsemi. „Íslensku lögin eru afskaplega opin og fábrotin um öll þessi atriði og það er vafasamt að þau fullnægi öllum þessum kröf- um,“ sagði Reimar í samtali við Stöð 2 í gær. Kolbrún Benediktsdóttir tók undir með Reimari að því leyti að ákvæði um hleranir væru ekki mjög ítarleg í íslenskum lögum. Hún lagði þó ríka áherslu á að það væri hlutverk dómstóla að skera úr um hvort slík ákvæði brjóti gegn Mannréttindasáttmál- anum og hvort ástæða sé til að breyta lögunum. - nej Hæstaréttarlögmaður fjallaði um reglur um símahlustanir á málþingi Orators: Telur ákvæði varla standast MSE KOLBRÚN BENE- DIKTSDÓTTIR REIMAR PÉTURSSON FRELSISSKERÐING Lögregla hefur heimild til að hlera síma grunaðra einstaklinga en það er talin mikil skerðing á frelsi einstaklingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRETLAND Chandra Bahadur Dangi frá Nepal er smæsti maður ver- aldarsögunnar, samkvæmt Heimsmetabók Guinness. Hann hitti í gær hæsta núlifandi mann í heimi til þess að fagna Degi heimsmeta Guinn- ess. Sultan Kosen er 2,51 metri á hæð en Bahadur Dangi er 54,6 senti- metrar. - jhh Smæsti maður veraldarsögunnar er 54,6 sentimetrar: Sá stærsti hitti þann smæsta FAGNAÐARFUNDIR Það er ekki gott að segja hvað þeim Dangi og Kosen hefur farið á milli. NORDICPHOTOS/AFP ALÞINGI Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, efar það að túlkasjóður hins opinbera hafi verið stofn- aður til að fjármagna alla túlka- þjónustu í daglegu lífi heldur hafi honum verið ætlað að styðja við þjónustuna. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Páls Vals Björns- sonar, þingmanns Bjartrar fram- tíðar, í umræðum á Alþingi í gær. Páll Valur benti á í fyrirspurn sinni að sjóður fyrir túlkaþjón- ustu í daglegu lífi væri uppur- inn öðru sinni og gagnrýndi það harðlega með vísan í samning Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi fatlaðs fólks. „Það er ljóst í mínum huga að með því að leggja ekki aukið fé í túlkasjóð- inn er ráðherrann og við sem förum með löggjafarvaldið ekki einungis að sýna því fólki sem á þessu þarf að halda mikla van- virðingu heldur erum við einnig að brjóta á mannréttindum þess,“ sagði Páll. Illugi sagði í svari sínu sjálf- sagt að málið væri rætt en benti á að túlkaþjónusta sé víða veitt í hinu opinbera kerfi, til að mynda í framhaldsskólum og í heil- brigðiskerfinu en viðurkenndi að þjónustan mætti vera betri. „Við vitum að í ýmsum slíkum tilvikum vildum við svo sannar- lega geta gert betur en við erum alltaf takmörkuð af þeim fjár- munum sem við höfum til skipt- anna,“ sagði Illugi. - nej Illugi Gunnarsson segir túlkasjóðnum ekki hafa verið ætlað að fjármagna alfarið tjúlkaþjónustu: Túlkasjóðurinn er uppurinn öðru sinni SAKAMÁL Þrír voru í gær úrskurð- aðir í gæsluvarðhald til miðviku- dags í næstu viku vegna tveggja árása á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri. Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu hefur tekið við rann- sókn málsins og lítur árásirnar mjög alvarlegum augum. Í tvígang hefur verið sótt að íbúðarhúsi fulltrúa sýslumannsins. Atburðarásin hófst aðfaranótt mið- vikudags með því að grímuklædd- ur maður, vopnaður hnífi, bankaði upp á á heimili fulltrúans og hafði ógnandi tilburði í frammi þegar hann kom til dyra, en honum tókst að flæma manninn á brott. Nokkru síðar um nóttina sá hann hvar bíll hans stóð í björtu báli fyrir utan húsið og kallaði þá á lögreglu og slökkvilið. Þá um morguninn voru tveir einstaklingar handteknir í miðbæ Akureyrar grunaðir um aðild að málunum tveimur. Voru mennirn- ir í annarlegu ástandi og var ekki hægt að hefja yfirheyrslur yfir þeim fyrr en seint á miðvikudeg- inum. Á miðvikudagskvöldinu voru þrír til viðbótar handteknir vegna gruns um aðild að málinu. Í gær voru þrír af þessum fimm einstaklingum úrskurðað- ir í gæsluvarðhald til miðviku- dagsins 19. nóvember. Allir hafa þeir komið áður við sögu hjá lög- reglu og hefur fulltrúi sýslumanns þurft, vinnu sinnar vegna, að vera með mál þeirra á sínum snærum. Því rannsakar lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu málið sem árás á opinberan starfsmann. Lögreglan á Akureyri lýsti sig vanhæfa til að fara með málið vegna tengsla við fulltrúa sýslu- mannsins og því tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því. Friðrik Smári Björgvinsson yfir- lögregluþjónn segir rannsókninni miða ágætlega. „Við erum að ná ágætri mynd á þetta en rannsókn- in er svo sem enn á frumstigi. Við munum fara í það í rólegheitum næstu daga að yfirheyra sakborn- inga og vitni og gera rannsókn á bifreiðinni sem brann,“ segir Frið- rik Smári. Íbúar í nágrenni við staðinn voru skelkaðir þegar þeir sáu bíl- inn alelda á bílaplaninu um morg- uninn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa sumir íbúarnir haft samband við öryggisfyrirtæki til að láta setja upp öryggiskerfi í íbúðum sínum og margir þeirra hafa yfirfarið læsingar á hurðum og gluggum. sveinn@frettabladid.is Hnífamaður ógnaði fulltrúa sýslumanns Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri. Íbúar í nágrenninu óttaslegnir. Lögreglan lítur árásina mjög alvarlegum augum. ÞRÍR Í VARÐHALD Ráðist var á fulltrúa ákæruvaldsins á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Við erum að ná ágætri mynd á þetta en rannsóknin er svo sem enn á frumstigi. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn MÓTMÆLI Vöruverð lækkar í Mál- inu, matsölu stúdenta í Háskólan- um í Reykjavík, í dag. Þá verður vöruúrval bætt og þjónusta einn- ig. Breytingarnar koma viku eftir að stúdentar við skólann mót- mæltu háu vöruverði, þjónustu og vöruúrvali í matsölunni með því að versla ekki við Málið. Nem- endur mættu með nesti í skólann í mótmælaskyni en boðað var til mótmælanna á Facebook og þar höfðu 600 nemendur skráð sig til þátttöku. Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HR, sagðist í samtali við Vísi vera ánægður með hversu hratt málið leystist. -skh Vörverð lækkar í Málinu: Mótmæli í HR báru árangur FRAKKLAND Ekki er vitað hvaðan tígrisdýrið, sem leikur lausum hala í bæ rétt við París í Frakk- landi, kom. Frönsku lögreglunni barst tilkynning í gær um stórt kattardýr á bílastæði við mat- vöruverslun í bænum Montevrain. Tvö hundruð slökkviliðs- og lögreglumenn með deyfibyssur leituðu tígursins án árangurs þar til myrkur skall á í gærkvöld en þá var leitinni hætt. Íbúar bæj- arins voru beðnir að halda sig innandyra en bænum var nánast lokað vegna ástandsins. Forsvarsmenn villidýragarðs nálægt Montevrain sögðust ekki sakna neinna kattardýra. - nej Íbúar beðnir að halda sig inni: Óþekktur tígur laus nærri París SPURNING DAGSINS ht.is UMBOÐSMENN UM LAND ALLT AKRANES • AKUREYRI • HÚSAVÍK • EGILSSTAÐIR • SELFOSS • REYKJANESBÆR • REYKJAVÍK Engin venjuleg upplifun Við kynnum Philips Ambilight 9000 sjónvörpin Ultra HD með Android
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.