Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 30
6 • LÍFIÐ 14. NÓVEMBER 2014
V
ala Steinsen slasaðist í
árekstri á Reykjanesbraut-
inni fyrir nokkrum árum. Í
kjölfarið tók við breytt lífs-
munstur því Vala gat eigin-
lega hvorki stundað líkamsrækt né
dans af kappi eins og áður. „Ég var
alltaf með hausverk og bakverki
og gat mig varla hreyft,“ segir hún.
Vala var búin að reyna ýmiskon-
ar úrræði þegar henni var bent á
að leita til Erlu Ólafsdóttur, höfuð-
beina- og spjaldhryggjarmeðferð-
araðila, sem hún ákvað að gera,
þar sem engu var að tapa. Með-
ferðin gekk vonum framar og er
Vala önnur manneskja í dag. „Ár-
angurinn var miklu meiri en ég
bjóst við, ég er allt önnur í dag. Í
dag hreyfi ég mig, dansa og líður
almennt mjög vel,“ segir hún. Í
kjölfarið ákvað Vala að kynna
sér meðferðarúrræðið betur og
úr varð að hún ákvað að slá til og
læra að verða meðferðaraðili sjálf.
„Það vakti forvitni mína hversu
ótrúlega góður árangurinn var
svo ég ákvað að læra þetta til að
geta hjálpað öðrum til að þeim líði
jafn vel og mér,“ segir hún. Sam-
hliða náminu var Vala í sálfræði-
námi í Háskóla Íslands og hefur
hún hug á því að tengja frekar
saman sálfræðina og höfuðbeina-
og spjaldhryggjarmeðferðina. „Ég
hef áhuga á því að nálgast hlut-
ina frá nýjum sjónarhornum. Í sál-
fræðinni eru kennd vönduð vís-
indaleg vinnubrögð varðandi rann-
sóknir og tölfræði sem ég mun
nýta mér í framtíðinni við að fram-
kvæma rannsóknir á höfuðbeina-
og spjaldhryggjarmeðferð,“ segir
hún og bætir við að sig langi til að
sjá frekari samvinnu á milli heil-
brigðisstéttarinnar og höfuðbeina-
og spjaldhryggjarmeðferðaraðila.
„Meðferðin getur hjálpað fólki
sem er til dæmis í krabbameins-
lyfjameðferð með svefn og einnig
ógleði. Ég veit til þess að á virtum
spítölum í Bretlandi eru sjálfboða-
liðar með höfuðbeina- og spjald-
hryggjarmeðferð fyrir aðstand-
endur og starfsfólk spítalanna til
að minnka streitu innan spítalans.
Það græða allir á því að þetta verði
meiri samvinna og minni fordóm-
ar,“ segir Vala.
Finnur taktinn í mænunni
Höfuðbeina- og spjaldhryggjar-
meðferð er ólík öllum öðrum með-
ferðum og finnst Völu best að lýsa
meðferðinni sem blöndu af sjúkra-
þjálfun og sálfræði. „Höfuðbeina-
og spjaldhryggjarmeðferð snýst
um að vinna í heila- og mænu-
vökva en hann gegnir meðal ann-
ars því hlutverki að næra mið-
taugakerfið. Mænuvökvinn hreyf-
ist eftir ákveðnum takti. Takturinn
er talin koma til vegna frameiðslu
og frásogs vökvans innan mið-
taugakerfisins. Höfuðbeina- og
spjaldhryggjarmeðferðin snýst
um að greina þennan takt og finna
hvort hann sé eðlilegur eða stíflað-
ur og vinna með að losa stíflur ef
einhverjar eru, til þess að fá eðli-
legt flæði í miðtaugakerfið á ný,“
segir Vala og bætir við að óeðli-
legt flæði vökvans í miðtaugakerf-
inu geti valdið bæði líkamlegum
og andlegum vandamálum. Margir
þeirra sem að leita til Völu þjást af
mígreni og svefnvandamálum og
fá oftar en ekki lausn sinna mála í
meðferðinni. „Fólk er endurnært
og sefur betur eftir meðferðina,
einnig hefur fengist góður árangur
með börn sem þjást af ofvirkni,
athyglis bresti og einhverfu,“ segir
Vala og bendir á að lokum að með-
ferðin komi ekki í stað annarra
hefðbundinna meðferða heldur
vinni þetta allt vel saman í átt að
heilbrigðri vegferð.
FÉKK LAUSN VIÐ KRÓNÍSKUM VERKJUM
Líf VÖLU STEINSEN breyttist verulega til hins betra þegar hún fór í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð til þess að kljást við
áverka sem hún hlaut í bílslysi. Hún var svo heilluð af meðferðinni að hún ákvað að kynna sér málið betur og læra hana sjálf.
Björg Ingadóttur, fatahönnuður og eigandi Spaksmannsspjara,
kom í heimsókn til Heilsugengisins í þætti sem sýndur var á Stöð
2 í gærkvöldi. Solla Eiríks bjó til fyrir hana þessa dýrindis súkkul-
aðimús sem er sérstök fyrir það að vera búin til úr lárperum en
ekki rjóma eins og þessi hefðbundna. Það er því hægt að njóta
þessarar án samviskubits.
Súkkulaðimús með lárperu
1 lárpera, afhýdd og steinhreinsuð
1 banani, afhýddur og skorinn í
sneiðar
1 msk. kókospálmasykur
1 msk. vanilluduft
¼ tsk. sjávarsalt
5 msk. kakóduft
½-¾ bolli sæta,
t.d. sunroot eða
hlynsýróp
ÁVEXTIR OFAN Á
½ hunangs-
melóna, eða
önnur mel-
óna, skorin í
litla ferninga
2 mandarín-
ur, afhýddar
og skornar í
litla bita
¼ rauður
chilipipar,
smátt sax-
aður
safi og rifinn
börkur af 1
sítrónu
Setjið allt saman
í matvinnsluvél og
vinnið vel saman
eða þar til bland-
an er orðin silkimjúk.
Setjið músina í falleg
glös og kælið. Blandið
ávöxtunum saman í skál
og setjið 3-4 msk. ofan á
hvern skammt af súkkulaði-
músinni.
SÚKKULAÐIMÚS
HEILSUGENGISINS
Vala Steinsen segir
meðferðina vera
blöndu af sjúkra-
þjálfun og sálfræði.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
15%
afslát
tur
af öllu
m
yfirhö
fnum
Skipholti 29b • S. 551 0770
Yfirhafnardagar
Lagersala í fullum gangi
verð frá 3.990 – 19.990.
Fylgist með okkur á facebook.com/Parisartizkan
Heilsuvísir