Fréttablaðið - 14.11.2014, Síða 20

Fréttablaðið - 14.11.2014, Síða 20
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Viðskiptaráð sendi nýlega frá sér hugleiðingar um rekstur Fríhafnarinnar og setti fram þau sjón- armið að rekstur hennar skaðaði innlenda verslun. Slíka fullyrðingu má ekki setja fram með þessum hætti, án rökstuðnings. Í rekstri Fríhafnarinnar er litið á fríhafnarverslanir á erlendum flugvöllum sem samkeppnisaðila, en ekki innlenda aðila. Þannig er mark- mið Fríhafnarinnar að tryggja að ferðamenn, innlendir sem erlendir, eigi sín vörukaup í flugstöðinni í Keflavík fremur en í erlendum frí- höfnum. Með því að bjóða upp á góða og samkeppnishæfa fríhafnar- verslun hér á landi er því verið að færa verslun frá útlöndum til Íslands. Þegar Norðmenn opnuðu árið 2005 fríhafnarverslun fyrir komufarþega á Óslóarflugvelli (Gardermoen) voru ein veigamestu rökin fyrir þeirri opnun að færa átti verslun til Noregs aftur. Áður en varð af opnun fríhafnarverslun- ar fyrir komufarþega stóðu Norð- menn frammi fyrir þeirri stað- reynd að vörukaup ferðamanna, innlendra sem erlendra, áttu sér stað á erlendum flugvöllum. Þessu til staðfestingar hafði opnun frí- hafnarverslunar fyrir komufar- þega á Óslóarflugvelli þau áhrif að verslun dróst saman á öðrum flugvöllum eins og t.d. í Aberdeen í Skotlandi. Sameiginlegt verkefni Það er markmið allra sem koma að ferðaþjónustu að tryggja aukna innlenda veltu með því að gera Ísland að ákjósanlegum áfanga- stað fyrir ferðamenn. Tekjur inn- lendrar verslunar hafa aukist gríðarlega hin síðustu ár vegna fjölgunar ferðamanna. Mikilvægt er að allir einbeiti sér að því að stækka kökuna enda hefur það gefist vel og kortavelta erlendra ferðamanna hefur margfaldast á aðeins örfáum árum (sjá mynd). Árangur í fjölgun ferða- manna er ekki sjálfsagður og því mikilvægt að Við- skiptaráð, eins og aðrir hagsmunaaðilar, beiti kröftum sínum frekar í að móta ábyrgar tillögur um hvernig sú þróun getur haldið áfram. Auknar álögur eða tekjur? Það ber einnig að hafa í huga að í fjölmörg ár hafa tekjur af verslunarrekstri í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verið nýttar til að standa að hluta undir rekstrar- kostnaði og stækkunum og endur- bótum sem gerðar hafa verið á flug stöðinni. Komuverslunin á stór- an þátt í þeim tekjum. Ef hennar nyti ekki við er ljóst að þjónustu- gjöld á flugrekendur og farþega væru í dag mun hærri en þau eru. Slíkar ráðstafanir hefðu komið illa niður á ferðaþjónustunni í landinu og hefði innlend verslun liðið veru- lega fyrir það. Það er því þvert á móti mat Isavia að rekstur Frí- hafnarinnar hafi með beinum hætti stuðlað að auknum fjölda ferða- manna með verulegum ábata fyrir innlenda verslun. Afkoma Isavia í heild hefur verið með ágætum síðustu ár. Hvað varð- ar Fríhöfnina og rekstrarafkomu hennar sérstaklega þá segja hagn- aðartölurnar ekki alla söguna. Síð- astliðin fjögur ár hefur Fríhöfn- in skilað nálægt 10 milljörðum króna til reksturs og uppbygging- ar flugvallarins og til ríkissjóðs í formi húsaleigu og annarra gjalda. Áfengis- og tóbaksgjaldið, sem tekið var upp í Fríhöfn árið 2011 með breytingu á lögum, hefur t.d. eitt og sér skilað ríkissjóði rúm- lega 1,2 milljörðum króna á þessu tímabili. Það sem eftir stendur, eða nálægt 9 milljarðar, hefur verið nýtt til reksturs og uppbyggingar Keflavíkurflugvallar sem þýðir að þeir fjármunir þurftu ekki að koma annars staðar frá hvort held- ur sem er frá íslenska ríkinu eða flugrekstraraðilum. Stækkum kökuna VIÐSKIPTI Björn Óli Hauksson forstjóri Isavia KORTAVELTA OG FERÐAIÐNAÐUR 20000 15000 10000 5000 0 Milljarðar króna Heimild: Hagstofa Íslands 2002 2004 2006 2008 2010 2012 2014 Eining: Ýmislegt Hagvísir: Erlend greiðslukort, innanlands Nýverið var góð og athyglisverð umfjöllun í blaðinu, sem ég vil vísa til, um beitingu dagsekta í umgengnismálum, skv. barnalögum. En dag- sektum er einungis beitt gegn lögheimilisfor- eldrum, sé um meintar hindranir á umgengni að ræða. Mæti hins vegar foreldri ekki, sem fylla á umgengnisskyldur sínar, eru engin viðurlög við því. Þekkt eru dæmi um feður, sem hafa fengið móður úrskurðaða í dagsektir, þó þeir hafi ekki sjálfir mætt til umgengni svo mánuðum skiptir. Sem sagt, móðir, sem er til stað- ar og stendur við sínar skyldur, er úrskurðuð í dagsektir, en sá sem ekki kemur og lætur ekki frá sér heyra sætir engum við- urlögum og í barnalögum er engin viðurlög að finna, sem beita má. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 1944 nr. 33 17. júní, (jafnræðisreglan) kveður á um eftirfarandi: 65. gr. [Allir skulu vera jafn- ir fyrir lögum og njóta mann- réttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðern- isuppruna, kynþáttar, litarhátt- ar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna.]1) Er það jafnræði, þegar lög (barnalög i þessu tilfelli) inni- halda ekki viðurlög gegn brotum beggja í samskiptum? Nú sagði mér héraðsdómari að það væru oftast konur, sem væru lögheim- ilisforeldrar, skv. því eru það konur, sem beita má við- urlögum, ekki karlmenn. Í dæmum, sem ég þekki til, hafa mæður verið úrskurðaðar í dagsektir, endurtek- ið, án þess að hafa til þess unnið. Er það ekki stjórnarskrárbrot? Er ekki valdbeiting, sem að ofan greinir valdníðsla og hver eru þá viðurlög- in við því? Í stjórnarskrá lýðveld- isins Íslands stendur í § 69: „Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum …“ Í ofangreindum dæmum hefur lögheimilisfor- eldri verið „dæmt“ (úrskurð- að) án saka. Er það ekki tvöfalt stjórnarskrárbrot? Sé það svo, að Alþingi Íslend- inga setji lög, sem mismuna þegnunum og ganga gegn stjórn- arskrá, verður sú spurning nær- tæk, hvort þingmenn séu starfi sínu vaxnir, eða hvort vinnuálag á þeim á stundum sé svo mikið, að ómögulegt sé að fylgjast með „smáatriðum“. Taka ekki afstöðu Ég hef ekki nefnt börnin hér, en hvar er þeirra réttur, þegar löggjöfin er með þessum hætti? Hvor tveggja lögin, barnalög og barnaverndarlög, kveða á um að börn skuli ekki beitt ofbeldi eða þvingunum. Ég veit um mál, þar sem í fleiri en eitt skipti hefur ofbeldi verið beitt með sam- þykki sýslumannsembættis. Ég veit um mál, þar sem barna- vernd og lögregla hafa ekki vilj- að taka afstöðu með barni, sem hefur mátt þola ofbeldi. Heldur þvert á móti stutt við. Hvað er hér á seyði? Er ofan- ritað þetta „nútímahorf“, sem talað er um að færa þessi mál í hérlendis? Það að úrskurða barn til þvingunar, er það ekki enn eitt stjórnarskrárbrotið og þá á 70. gr. stjórnarskrár lýðveld- isins Íslands: [Öllum ber rétt- ur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða hátt- semi með réttlátri málsmeð- ferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dóm- stóli. Dómþing skal háð í heyr- anda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila. Hver sá sem er bor- inn sökum um refsiverða hátt- semi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.]1) Hver er sekt barnanna, sem eru úrskurðuð til að þola þving- anir? Gæti það verið hræðsla þeirra, skelfing? Þau njóta a.m.k. ekki í öllum tilfellum stjórnarskrárvarinna réttinda, sem þeim ber, að vera talin sak- laus uns sekt er sönnuð. Þau verða að upplifa þá refsingu að vera þvinguð en hafa ekkert til saka unnið. Stjórnarskrárbrot? Íslendingar standa í dag frammi fyrir tækifæri sem gæti gjörbreytt lífs- kjörum í landinu. Heims- markaðsverð á raforku hefur snarhækkað og á sama tíma hefur orðið tæknilega fýsilegt að leggja rafmagnssæ- streng frá Íslandi til Bretlands. Þessi þróun hefur gert það að verk- um að verðmæti orku- auðlinda þjóðarinnar hafa margfaldast. Í dag eru nátt- úruauðlindir Íslendinga líklega verðmætari miðað við höfðatölu en olíusjóður Norðmanna. Ef rétt er haldið á spilunum ættu laun og lífskjör á Íslandi að geta orðið jafn góð og í Noregi. En þrátt fyrir að sæstrengur feli í sér þetta mikla tækifæri eru margir andvígir eða að minnsta kosti tvístígandi gagn- vart þessum möguleika. Eitt af því sem margir hafa áhyggjur af er að lagning sæstrengs kalli á umfangsmiklar nýjar virkj- anir og þar með mikil náttúru- spjöll. 40% orkunnar eru fyrir hendi Þessar áhyggjur eru meiri en efni standa til. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri er að unnt er að bæta nýtingu þeirra virkjana sem nú þegar eru fyrir hendi umtalsvert ef sæstrengur er lagður til Bretlands. Í lokuðu orkukerfi Íslands er nauðsyn- legt að byggja upp umframa- fkastagetu til þess að geta tek- ist á við sveiflur í vatnsbúskap og tryggt afhendingaröryggi á rafmagni í slæmu vatnsári. Alla jafna er því talsverð umfram- orka í kerfinu sem í dag er óbeisluð (lónin fyllast og vatn- ið rennur fram hjá virkjunun- um). Þessa umframorku er unnt að selja um strenginn án þess að nokkuð sé virkjað. Samtals eru þetta um 40% af þeirri orku sem þarf í sæstrenginn eða um 2 TWst á ári. Rafmagn á lager Hitt sem dregur mjög úr umfangi þeirra virkjana sem ráðast þarf í samfara sæstreng er að sæstreng- urinn gerir okkur kleift að flytja inn ódýra raf- orku á næturnar. Slíkur innflutningur er líklega einn þáttur í hagkvæmri nýtingu strengsins. Raf- magn fæst nánast ókeyp- is að nóttu til í Bretlandi. Ástæða þessa er að það svarar ekki kostnaði að slökkva á kjarnorkuverum og kolaorku- verum á nóttunni og vindorkuver framleiða rafmagn jafnt að nóttu sem á degi. Þar sem eftirspurn er minni en framboð á nóttunni fellur verðið á rafmagni niður undir núll (og stundum niður fyrir núll). Ólíkt kola- og kjarnorkuverum Breta er unnt að skrúfa fyrir og skrúfa frá vatnsaflsvirkjunum Landsvirkjunar á örfáum mín- útum. Við gætum því slökkt á stórum hluta af vatnsaflsvirkj- unum Landsvirkjunar á nóttunni og keyrt álverin og götuljósin á nánast ókeypis innfluttri raf- orku. Vatn myndi þá safnast upp á næturnar í uppistöðulónunum okkar og við gætum síðan keyrt vatnsaflsvirkjanirnar sem nú þegar eru til staðar af meira afli á daginn. Það eina sem þyrfti að gera væri að bæta túrbínum í núverandi virkjanir. Gefum okkur að við flyttum inn rafmagn um strenginn í tæpar sex klukkustundir á næt- urnar. Það gera um 1,5 TWst á ári. Það sparar nægilega mikið vatn í uppistöðulónunum til þess að unnt sé að flytja út 1,5 TWst á daginn án þess að nokkuð sé virkjað. Hversu mikið þarf að virkja? Þessir tveir þættir gefa sam- anlagt 3,5 TWst á ári sem unnt væri að flytja út um sæstreng án þess að nokkuð sé virkjað. Flestar áætlanir gera ráð fyrir að um 5 TWst væru fluttar út um strenginn á ári. Af þessu sést að sæstrengur kallar einungis á nýjar virkjanir sem nema um 1,5 TWst á ári. Til samanburðar framleiðir Kárahnjúkavirkjun um 5 TWst á ári og heildarorku- framleiðsla Landsvirkjunar er um 13 TWst á ári. Í rammaáætlun um orkunýt- ingu sem Svandísi Svavarsdótt- ir, umhverfisráðherra Vinstri- grænna, lagði fram og samþykkt var á Alþingi árið 2013 eru virkj- unarkostir upp á 5-8 TWst í nýt- ingarflokki. Sú rammaáætlun var talsvert gagnrýnd fyrir að vera of höll undir náttúruvernd. Þó kallar sæstrengur einungis á að ráðist verði í langt innan við helming af þeim virkjunarkost- um sem eru í nýtingarflokki í þessari rammaáætlun. Náttúra Íslands er svo sann- arlega mikils virði. Við eigum því að gera miklar kröfur til þeirra verkefna sem kalla á frekari virkjanir. Margt bend- ir hins vegar til þess að lagning sæstrengs til Bretlands muni hafa minni áhrif á náttúruna en oft er talað um. Á sama tíma gæti slíkt verkefni haft mikil áhrif á hagsæld íslensku þjóðar- innar og verið kærkomið tæki- færi til að skapa tekjur sem nýst gætu til að styrkja nauðsynlega innviði samfélagsins. Af þess- um sökum tel ég að jafnvel þeir, sem mest er umhugað um nátt- úru Íslands, eigi að skoða þetta tækifæri af opnum hug. Sæstrengur og náttúra Íslands ORKUMÁL Jón Steinsson dósent í hagfræði við Columbia- háskóla í New York BARNALÖG Þórey Guðmundsdóttir félagsráðgjafi , handleiðari, sáttamaður í for- ræðisdeilum www.netto.is | Mjódd · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss · Grandi | Kræsingar & kostakjör ➜ Hitt sem dregur mjög úr umfangi þeirra virkjana sem ráðast þarf í samfara sæ- streng er að sæstrengurinn gerir okkur kleift að fl ytja inn ódýra raforku á næt- urnar. Slíkur innfl utningur er líklega einn þáttur í hag- kvæmri nýtingu strengsins. ➜ Ég veit um mál, sem í fl eiri en eitt skipti ofbeldi hefur verið beitt með sam- þykki sýslumannsembættis.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.