Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 26
2 • LÍFIÐ 14. NÓVEMBER 2014
HEILSUVÍSIR Á SPOTIFY
Skannaðu kóðann og tónlistar-
heimur Heilsuvísis opnast þér.
VISSIR ÞÚ...
LÍFIÐ MÆLIR MEÐ
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Erla Björg Gunnarsdóttir
erlabjorg@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is
Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Stefán Karlsson
Lífi ð
www.visir.is/lifid
www.tvolif.is
Opið virka daga 11-18
laugardaga 12-17
/barnshafandi
15% afsláttur
af öllum buxum
föstudag og laugardag!
Buxnadagar í Tvö Líf
Mikið úrval af flottum
buxum við öll tækifæri
verð frá 4990,-!
Sendum frítt u
m allt land
Í nútímasamfélagi er stress og
álag orðið að daglegu brauði og
jafnvel oft og tíðum merki um það
að fólk sé duglegt og orkumikið.
Þó svo að stress og streita geti
verið jákvæð upp að vissu marki
og hjálpað til við að koma hlutum í
verk og klára, getur hún líka haft
neikvæð og langvarandi áhrif á
andlega sem og líkamlega heilsu.
Streita getur komið fram við
ýmiskonar aðstæður, hvort sem
þær eru utanaðkomandi eða við
sköpum þær upp á eigin spýt-
ur. Hún er lúmsk og oft áttum við
okkur ekki á því þegar við erum
komin yfir eðlileg streitumörk.
Þegar svefntruflanir, einbeiting-
arskortur og hjartsláttartruflan-
ir eru orðin hluti af daglegri líðan
gefur það til kynna að streitan sé
komin yfir þau mörk sem þolanleg
eru til lengri tíma. Ef þú telur þig
ekki ná stjórn á streitunni með ein-
földum hætti þá ættir þú að leita til
læknis en það er þess virði að reyna
eftirtaldar aðferðir fyrst:
Hlátur
Hlátur hefur ótrúlegan lækn-
ingamátt og lækkar streituhorm-
ón í líkamanum. Horfðu á bíó-
mynd sem kemur þér til að hlæja
eða safnaðu í kring um þig vinum
sem hafa góðan húmor.
Te
Te hefur róandi áhrif á sál og lík-
ama, sérstaklega kamillu-, mintu-
og lavenderte. Þó að tebollinn
dugi bara í nokkrar mínútur þá
virðist teið gefa okkur ákveðna
hvíld og ró, þó að það sé ekki
nema í smátíma.
Öndun
Einbeittu þér að öndun þinni
um stund. Andaðu djúpt að þér
í gegnum nefið, haltu andan-
um niðri í þér í nokkrar sekúnd-
ur og andaðu rólega frá þér út um
munninn. Öndun er ein öflugasta
slökunarleiðin sem þú getur notað
hvar og hvenær sem er.
Göngutúr
Göngutúr í náttúrunni er öflug
leið til að losa um stress og
streitu. Notaðu öndunaræfing-
una hér að ofan í göngutúrnum
og fylltu líkamann af fersku súr-
efni. Njóttu augnabliksins og
fegurðar náttúrunnar í öllu sínu
veldi.
Í nútímasamfélagi er
stress og álag orðið
að daglegu brauði og
oft á tíðum merki um
dugnað.
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir
Umsjónarkona Lífsins
Sigga Dögg kynfræðingur
útbjó hressan og skemmtileg-
an lagalista með hlaupabrett-
ið í huga.
HEARTBEATS
KNIFE
YOU GOT THE LOVE
CANDI STATION
THE POWER SNAP
ARMY OF ME BJÖRK
GOSSIP FOLKS
MISSY ELLIOT
JUST A GIRL
NO DOUBT
CELEBRITY SKIN HOLE
HIT ME WITH YOUR
BEST SHOT
PAT BENATAR
GOT TO SHOW ME
LOVE CHERYL LYNN
HRESSANDI
LAGALISTI FYRIR
HLAUPABRETTIÐ
● að smæstu bein líkamans eru í eyrunum?
● að kettir eyða 66% af lífi sínu sofandi?
● að upprunalega var kókaín í Coca-Cola?
● að gíraffar geta þrifið á sér eyrun með
tungunni?
● að fílar sofa 4-5 tíma á sólarhring?
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Lífið mælir með því að þú
kíkir upp í Guðríðarkirkju í
kvöld.
Þar mun tónlistarmaðurinn Frið-
rik Karlsson leika notalega tónlist
sem kjörið er að slaka á eða hug-
leiða við. Húsið er opið frá klukkan
20-23 og er ókeypis aðgangur.
TÓNLEIKUM
ER STREITAN Í LÍFI ÞÍNU
KOMIN YFIR EÐLILEG MÖRK?
Streita getur haft drífandi áhrif en þegar yfir mörkin er farið getur hún valdið alvarlegum skaða.
Streita getur haft margvísleg neikvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu. NORDICPHOTOS/GETTY
Heilsuvísir