Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 16
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Prikið er komið niður Brynjar Níelsson alþingismaður, sem er á hraðferð innan eigin flokks, kom mörgum á óvart þegar hann stóð ekki við hástemmdar yfirlýsingar um að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætti að segja af sér reyndist aðstoðarmaðurinn Gísli Freyr Valdórsson sekur í lekamál- inu. Brynjar hlýddi formanni sínum og greiddi Hönnu Birnu stuðningsatkvæði þrátt fyrir digurbarkann fáum dögum fyrr. Þá má segja að Brynjar hafi skotið á loft flugeldi sem í augnablik lýsti hann upp. Eftir fundinn með þingflokknum og áherslur Bjarna Benediktssonar kom Brynjar af fundinum, og lýsti annarri skoðun en áður. Flug- eldurinn sprakk og nú kom prikið niður, útbrunnið? Mogginn, kommarnir og njósnir Alveg er með ólíkindum að lesa þá staðreynd að Styrmir Gunnarsson, síðar ritstjóri Morgunblaðsins, hafi um nokkurt skeið stundað persónunjósnir, fyrir Morgunblaðið, Sjálfstæðisflokkinn og Bandaríkin. „Ég vissi að afrit af þeim fóru beint til tveggja manna, Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráðherra og síðar forsætisráðherra, og Geirs Hallgrímssonar, borgarstjóra. Að auki hafði ég grun um, en ekki vissu, að þau færu líka í bandaríska sendiráðið við Laufásveg,“ skrifar Styrmir Gunn- arsson sem hitti heimildarmann sinn árum saman, ýmist að kvöldi eða um nótt. Hvað varð um gögnin? Hver var tilgangur- inn? Einhver var hann og er þetta stundað enn í dag? Leyniskýrslurnar þarf að birta Þorvaldur Gylfason prófessor skrifar um Styrmi Gunnarsson og njósnirnar á Facebook þar sem hann segir: „Enn ein játningin upp úr þurru, eða þannig. Þessar njósnir kostuðu ekki mannslíf svo vitað sé, en hversu mörgum var settur stóllinn fyrir dyrnar á vinnumarkaði vegna þeirra? Og hversu mörgum var neitað t.d. um lán í bönkum eða vegabréfsáritun til Bandaríkjanna? Leyniskýrslurnar þarf að birta. Þeir, sem skýrslurnar fjalla um, og afkomendur þeirra eiga heimtingu á því.“ Svo má skilja að Styrmir geri lítið úr alvöru málsins. Spurningarnar sem Þorvaldur setti fram eru þess efnis að Styrmir verður að svara þeim. sme@frettabladid.is Fjölmenningarþing Reykjavíkur verður haldið á morgun, 15. nóvember, í þriðja sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fjörugra og skemmtilegra þing er vart hægt að finna enda á Ráðhúsið eftir að fyllast af fólki frá hinum ýmsu löndum sem brennur fyrir samfélagi sínu og stöðu innflytj- enda á Íslandi. Á þinginu verður hópa- vinna á tíu tungumálum um hin ýmsu mál sem snerta innflytjendur (og alla aðra) eins og t.d. menntamál, móttöku nýrra Reykvíkinga, húsnæðismál, rétt- indabaráttu, gagnkvæma aðlögun og fleira sem hjartanu stendur næst. Sá vett- vangur sem Fjölmenningarþingið skap- ar er kjörið tækifæri til að hafa áhrif, styrkja tengslanetið, kynnast nýju fólki, fá hugmyndir og deila hugmyndum til að gera borgina og stöðu innflytjenda betri á allan hátt. Þetta er líka vettvangur til að koma með ábendingar um hvernig megi gera betur í þjónustu við innflytjendur og leysa ýmsar aðgangshindranir sem þeir standa frammi fyrir. Á Fjölmenningar- þinginu verður líka kosið í fjölmenn- ingarráð sem er ráðgefandi fyrir mann- réttindaráð og stofnanir borgarinnar í málefnum innflytjenda. Þetta verður því fjölbreytt og fræðandi þing þar sem af nægu verður að taka. Heimurinn er hér Heimurinn verður sífellt minni með nýrri tækni og greiðari samgöngum. Samfélög taka breytingum með tilkomu nýs fólks og fólksflutningum en líka vonandi af því að við tölum saman, hlustum og lærum hvert af öðru. Það er mikilvægt að taka fólki sem hingað flyst með opnum huga og skilningi því ávinningurinn af marg- menningu og fjölbreytileika er ótvíræð- ur. Við skulum því leggja okkur fram við að viðhalda og styrkja fjölbreytileika mannlífsins og búa til borg þar sem allir geta notið sín. Fjölmenningarþingið er einn angi af því viðhorfi sem á að vera ríkjandi, að innflytjendur og fjölmenn- ing séu hluti af Reykjavík og samfélaginu öllu. Við skulum því blanda geði við inn- flytjendur í borginni og á Fjölmenningar- þinginu og blanda okkur almennt í mál- efni líðandi stundar. Sjáumst í Ráðhúsinu á morgun klukkan tíu. Blöndum okkur! FJÖLMENNING Líf Magneudóttir formaður mann- réttindaráðs Reykja- víkur ➜ Þetta er líka vettvangur til að koma með ábendingar um hvernig megi gera betur í þjónustu við inn- fl ytjendur og leysa ýmsar aðgangs- hindranir sem þeir standa frammi fyrir. Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t o kt ób er –d es em be r 2 01 2 – hö fu ðb or ga rs væ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU O ft er bæði ánægjulegt og áhugavert að taka þátt í umræðu hér á Alþingi þar sem skipst er á skoðunum um landsins gagn og nauðsynjar. Af mörgum skemmtilegum stundum hér á þingi með stjórnarandstöðunni þykir mér líklegt að þessi muni standa upp úr.“ Þannig hóf Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra ræðu sína á Alþingi í fyrradag við upphaf umræðu um skýrslu hans um skuldaleiðréttinguna svonefndu. Umræðan varð þó endaslepp þann daginn því jafnskjótt og forsætisráðherra lauk máli sínu yfirgaf hann Alþingis- húsið. Það var svo ekki fyrr en stjórnarandstöðuþingmenn fóru að furða sig á fjarveru hans að umræðunni, eftir japl, jaml og fuður um fundar- stjórn, var svo frestað til gærdagsins. „Það er orðið, virðulegur forseti, nokkuð þreytandi í sam- skiptum við þingið, þessi dónaskapur, að láta ekki einu sinni svo lítið að hlusta hér á forystumenn ríkisstjórnarinnar ræða um 80 milljarða fjáraustur úr ríkissjóði,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, þegar ljóst var að forsætisráðherra var ekki á staðnum. Forseti Alþingis sagðist þá hafa fengið boð um að for- sætisráðherra hefði þurft að hlaupa á fund sem óvænt hefði komið upp. Í gær var svo frá því greint á fréttavef Vísis að fundurinn mikilvægi hefði eftir allt saman tengst fundi sem forsætis- og fjármálaráðherra ætluðu að sækja klukkan fimm síðdegis með Alþýðusambandinu. Ekki er að sjá að þingmenn hafi fengið beinar skýringar á skyndilegu brotthvarfi ráðherrans. Áður en umræðan hélt áfram á þingi í gær vísaði Helgi Hjörvar, þingmaður Sam- fylkingar, hins vegar í fréttir af málinu og taldi þær ekki samrýmast skýringum frá deginum áður í þá veru að skyndi- legt brotthvarf tengdist téðum fundi. „Sá fundur hefur legið fyrir í mánuð,“ benti Helgi á. „Er einhver fundur sem er það mikilvægur, umfram ein- hvers konar náttúruhamfarir eða fyrirvaralaus stórslys, sem getur réttlætt það að hæstvirtur forsætisráðherra fari af fundi sem hann á við Alþingi um mikilvægasta mál ríkis- stjórnarinnar? Ég held að það sé ekki hægt,“ sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í gærmorgun. „Þetta sýndi hroka og lítilsvirðingu gagnvart þinginu sem enginn á að líða.“ Segjast verður eins og er að uppákoman var furðuleg og ekki að undra að þingmenn kölluðu eftir skýringum. Til umræðu var jú stærsta mál kjörtímabilsins, jafnvel þótt búið væri að taka allar ákvarðanir því tengdar. Hafi verið um klaufaskap að ræða en ekki hroka og lítilsvirðingu væri nú kannski ekki úr vegi að forsætisráðherrann bæði samþing- menn sína afsökunar á honum. Hroki og lítilsvirðing eða klaufaskapur? Leikhús fáránleikans Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.