Fréttablaðið - 14.11.2014, Side 12

Fréttablaðið - 14.11.2014, Side 12
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 EFNAHAGSMÁL Landssamtök lífeyr- issjóða mæla með að frumvarp efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis um rýmri fjárfestingarheimildir líf- eyrissjóða verði samþykkt. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðir geti fjárfest í verð- bréfum á hliðarmarkaði Kauphall- ar Íslands, First North, til jafns við verðbréf sem tekin hafa verið til viðskipta á aðalmarkaði. „Þær breytingar sem gert er ráð fyrir styðja við aukið framboð á fjárfestingarkostum á innlendum markaði fyrir fjármálagerninga. Breytingarnar eru til þess fallnar að efla þennan mikilvæga markað, auðvelda fyrirtækjum að afla fjár til uppbyggingar og rekstrar sem og að afla fjárfestum nýrra fjár- festingartækifæra,“ segir í umsögn Landssambands lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitið leggst hins vegar gegn frumvarpinu í umsögn sinni. Bendir FME á að með umræddri breytingu færu heim- ildir lífeyrissjóða til fjárfestinga á First North úr 20% af hreinni eign lífeyrissjóðs í 100% af hreinni eign lífeyrissjóðs. Þarna sé gengið mun lengra en í fyrri hugmyndum, sem þó hafi ekki fengið brautargengi. Þá bendir Fjármálaeftirlitið á að starfandi er nefnd sem vinnur að því að endurskcða fjárfestingar- heimildir lífeyrissjóða. - jhh Frumvarp um að lífeyrissjóðunum verði heimilt að fjárfesta á First North vekur misjöfn viðbrögð: Heimildir til fjárfestingar verði rýmkaðar FROSTI SIGURJÓNSSON Formaður efnahags- og viðskiptanefndar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MENNING Ingimundur Sigfússon, sem hefur verið formaður þjóð- leikhúsráðs, hefur sagt sig úr ráðinu. Illugi Gunnarsson skipaði nýtt ráð í upphafi þessa árs en ráðið er skipað til fjögurra ára. Ekkert liggur fyrir um ástæður þess að Ingimundur segir sig úr ráðinu, en fréttastofa náði ekki tali af honum í gær. Tilkynnt verður um ráðningu nýs leikhússtjóra í dag en Tinna Gunnlaugsdóttir lætur af störf- um um áramót. - jbg Formaður ráðsins hættur: Sagði sig úr þjóðleikhúsráði EBÓLA Tilraunir með lyf og mót- efni gegn ebólu hefjast í Vestur- Afríku í næsta mánuði en til þessa hefur engin örugg lækning eða bólusetning verið til við sjúkdómn- um. Gert er ráð fyrir að um fjögur hundruð einstaklingar taki þátt í tilraunarannsóknunum. Þetta er í fyrsta sinn sem lyfið verður rann- sakað á fólki í svo miklum mæli. Tilraunameðferðirnar eru í höndum hjálparstofnunarinnar Lækna án landamæra. Um þrjár mismunandi aðferðir er að ræða sem prófaðar verða á mismunandi stöðum í Gíneu og Líberíu. Í fyrstu rannsókninni eru sjúk- lingar meðhöndlaðir með veiru- sýkingalyfinu Brincidiofovir. Það lyf fékk Thomas Eric Dunc- an, fyrsti sýkti einstaklingurinn í Bandaríkjunum, en hann lést í síðasta mánuði. Lyfið reyndist hins vegar betur kvikmyndatökumann- inum Ashoka Mukpo sem smitaðist í Líberíu en hann var útskrifaður af spítala í síðasta mánuði. Í annarri lyfjameðferð verð- ur veirusýkingalyfið Favipiravir rannsakað en það var notað til þess að meðhöndla spænsku hjúkrunar- konuna Teresu Romero Ramos og lifði hún af. Í þriðju tilraunameðferðinni fá sýktir einstaklingar blóðgjöf frá einstaklingum sem sigrast hafa á sjúkdómnum. Sú aðferð hefur fengið meðmæli Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar en þeir sem lifa af eru taldir bera mótefni við sjúkdómnum í blóði sínu. Rannsóknin er viðamikil og krefst mikillar undirbúnings- vinnu. Blóðgjöf eru viðkvæmt umræðuefni í sumum löndum álf- unnar þar sem smit eru algeng og því þarf ekki aðeins að safna blóði heldur einnig að finna einstak- linga sem tilbúnir eru til þess að gefa blóð. „Framkvæmt verður mann- fræðilegt mat sem mun vonandi Hefja rannsóknir á meðferðum við ebólu Læknar án landamæra hafa umsjón með fyrstu formlegu rannsóknunum á með- ferð við ebólu. Enn er engin örugg lækning við sjúkdómnum til. Ein rannsókn- anna felst í blóðgjöf til sjúkra frá áður smituðum einstaklingum. SMITANDI Bærinn Jene-Wonde í Líberíu fékk sinn skerf af ebólu þegar kennari kom með veika dóttur sína í bæinn. Þau létust bæði stuttu síðar ásamt allri fjölskyldu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP VEIÐI Aðeins verður veitt á flugu í Langá á Mýrum frá og með næsta veiðisumri. Þetta er ákvörðun stjórnar SVFR í samráði við Veiðifélag Langár. Jafnframt verður veiðimönnum skylt að sleppa laxi sem er 70 sentímetr- ar og stærri, en það er markmið félaganna að hlúa að stórlaxin- um í Langá og byggja upp stofn hans á ný sem var mun sterkari á árum áður. Veiðitölur hafa jafnan tekið stökk þegar maðkveiði hefur haf- ist undir lok ágúst en nú má búast við að veiðin verði mun jafnari en áður fram á haustið eftir að dagar maðkveiði í Langá eru tald- ir, segir í tilkynningu SVFR. - shá Aðeins fluga leyfð 2015: Maðkveiði hætt í Langá í sumar Í LANGÁ Meðalveiðin í ánni síðustu 10 ár er um 2.000 laxar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÁTTÚRA Virkni gosstöðvanna í Holuhrauni er á um 400 metra langri gosrás, sem er allt að 100 metrar á breidd. Stærsta hraunáin frá gosrásinni streymir út um skarð í norðurausturhluta hennar. Frá þessu greinir Haraldur Sig- urðsson eldfjallafræðingur í færslu á bloggsíðu sinni í gær. Hann var á ferð í Holuhrauni 7. til 10. nóvember við fjórða mann. Ferðalagið var erf- itt og tafsamt vegna snjóa á hálend- inu; sérstaklega í Möðrudal og inn að Drekagili í Dyngjufjöllum. Haraldur lýsir því að gosrásin sé samruni nokkurra gíga og upp- streymi kviku sé aðallega á fjórum eða fimm stöðum inni í gosrásinni. „Það kraumar í allri gosrás- inni, en kvikan skvettist lítið upp og sjaldan upp fyrir gígbrúnirnar. Hraunáin streymir út um skarð til norðausturs og langt út yfir nýja hraunið. Það er mikill hraði á hraun- rennsli í ánni, með flúðum og busli og gusur af kviku kastast upp í loft í nokkurra metra hæð,“ skrifar Har- aldur. Hraunið er hætt að breiðast út til norðausturs og hefur ekki enn náð mótum Jökulsár og Svartár. „Fossinn Skínandi [í Svartá] er því ekki í beinni hættu í augnablikinu. En hraunrennsli til suðausturs út í farveg Jökulsár er virkt og mynd- ar mikinn gufumökk, sem rís hátt og sameinast gosmekkinum efra,“ segir Haraldur enn fremur. Hópurinn var búinn gasgrímum og gasmælum en varð ekki var við mengun í kringum gosstöðvarnar, enda uppstreymi mikið og því eng- inn gosmökkur nærri jörðu. Harald- ur segir að gosmökkurinn yfir gos- rásinni sé áberandi bláleitur, eða sannkölluð blámóða, vegna brenni- steinsdíoxíðs. - shá Uppstreymi kvikunnar er aðallega á fjórum til fimm stöðum inni í gosrásinni í Holuhrauni: Virkni eldgossins er á 400 metra gosrás ELDSTÖÐIN Á DÖGUNUM Eftir rúm- lega tveggja mánaða eldgos heldur sjónar spilið áfram norðan Vatnajökuls. MYND/HARALDUR SIGURÐSSON gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvern- ig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu,“ sagði Johan van Griensven sem fer fyrir blóðgjafarrannsókninni. Hann segir mannfræðilega athugun einnig geta varpað ljósi á líðan fyrrverandi ebólusjúklinga en þekking og skilningur á aðstæð- um og skoðunum þeirra sé grund- vallaratriði fyrir því að rannsókn- in verði unnin á kurteislegan og sæmandi hátt. Niðurstaðna úr tilraununum þremur er að vænta í febrúar á næsta ári að því er segir á vef BBC. Yfir fimm þúsund einstak- lingar hafa látist úr sjúkdómnum, flestir í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne. nanna@frettabladid.is Framkvæmt verður mannfræðilegt mat sem mun vonandi gefa okkur þær upplýsingar sem við þurfum til þess að skilja hvernig augum rannsókn sem þessi verður litin í samfélaginu. Johan van Griensven DÓMSTÓLAR Hæstiréttur hefur sýknað Reykjavíkurborg af rúm- lega 1,8 milljarða króna kröfu Kaupþings hf. ásamt dráttarvöxt- um frá 18. nóvember 2008. Dómur var kveðinn upp 6. þessa mánaðar. Í tilkynningu kemur fram að með þessu hafi lokið sex ára ágreiningi við Kaupþing um slit og uppgjör á þremur gjaldmiðla- og vaxtaskiptasamningum sem Reykjavík gerði í tengslum við áhættustýringu vegna erlendra lána borgarinnar. - óká Borgin lagði Kaupþing: 1,8 milljarða kröfu hafnað DÓMSMÁL Karlmaður var í gær dæmdur í sex ára fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa misnot- að þroskahefta móður sambýlis- konu sinnar ítrekað á tólf mánaða tímabili. Maðurinn var sakfelldur fyrir að notfæra sér andlega fötlun konunnar þar sem hún gat ekki spornað við samræðinu eða skilið þýðingu þess vegna fötlunar. Bæði Hæstiréttur og héraðs- dómur komust að þeirri niður- stöðu að manninum hefði verið það fulljóst að tengdamóðir hans væri andlega fötluð og ekki þess umkomin að gera sér grein fyrir aðstæðum. - ak Dæmdur í sex ára fangelsi: Misnotaði tengdamóður Það er mikill hraði á hraunrennsli í ánni, með flúðum og busli og gusur af kviku kastast upp í loft í nokkurra metra hæð. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur ➜ Þær breytingar sem gert er ráð fyrir styðja við aukið framboð á fjárfestingarkost- um á innlendum markaði fyrir fjármálagerninga. Úr umsögn Landssambands lífeyrissjóða um frumvarpið HEILBRIGÐISMÁL Gengið hef- ur verið frá trygg ingu fyrir viðbragðsteym i Land spít al ans vegna ebólu. Fyrirmynd trygg- ingarinnar er trygging þyrlu- lækna en hún nemur 38 milljón- um fyrir hvern meðlim í teyminu en þeir eru 35 talsins. Trygging- in mun aðeins ná til þeirra sem vinna með ebólusmitaða sjúk- linga komi til þess. Hefðbund nar trygg ingar rík is ins vegna heil- brigðis starfs manna nem a á bil- inu 11-13 millj ón um króna. Hins vegar hefur ekki verið gengið frá áhættuþóknun fyrir meðlimi ebóluteymisins. - vh Viðbragðsteymið tryggt: 38 milljónir í ebólutryggingu BÚNINGAÆFING Viðbragðsteymi Land- spítalans við öllu búið.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.