Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 4
14. nóvember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 72% fjölgun hefur orðið á fyrirtækjum sem tengjast ferðaþjónustunni samhliða fjölgun ferðamanna frá árinu 2008. Þeir voru ríflega 800.000 árið 2013. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Veiðifélag Álftár á Mýrum, Borgarbyggð, óskar hér með eftir tilboðum í lax- og silungsveiði í Álftá á Mýrum til þriggja ára (2015-2017) eða fimm ára (2015-2019), að báðum árum meðtöldum, samkvæmt meðfylgjandi útboðsskilmálum og fyrirliggjandi upplýsingum. Útboðsgögn verða afhent hjá Guðbrandi Brynjúlfssyni, Brúarlandi, Borgarbyggð. Útboðsgögnin verða eingöngu send út á rafrænu formi. Þeir sem óska eftir gögnum snúi sér til Guðbrands Brynjúlfssonar, netfang buvangur@emax.is, s- 8440429/4371817. Tilboðum skal skila til formanns Veiðifélags Álftár á Mýrum, Halldórs Gunnlaugssonar, Hundastapa, 311 Borgarbyggð, merkt Útboð v/ Álftár á Mýrum. Frestur til að skila tilboði rennur út fimmtudaginn 27. nóvember 2014, kl. 14.00. Tilboðin verða opnuð laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00, í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, í veiðihúsi Álftár á Mýrum í landi Arnarstapa, Borgarbyggð. Útboð F.h. Veiðifélags Álftár á Mýrum Halldór Gunnlaugsson, formaður SAMFÉLAGSMÁL Að minnsta kosti 47,3 prósent blindra og sjónskertra á atvinnualdri á Íslandi eru í vinnu samkvæmt úttekt Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstak- linga. Ekki er vitað um virkni 13 prósenta hópsins. Fjallað verð- ur um stöðuna á ráðstefnu hjá Blindrafélaginu í dag. Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi á mið- stöðinni, segir atvinnuþátttök- una hjá þessum hópi mikla hér á landi borið saman við önnur lönd. „Almenn atvinnuþátttaka hér á landi er hins vegar mest allra OECD-ríkja eða um 80 pró- sent. Borið saman við okkar nið- urstöðu virðumst við eiga nokkuð langt í land með að jafna atvinnu- þátttöku blindra og sjónskertra við almenna atvinnuþátttöku hjá þjóðinni. Mögulega þarf að verða almenn viðhorfsbreyting. Starfs- mannastjórar og mannauðsráð- gjafar leita að hinum fullkomna starfskrafti og það er harka á vinnumarkaðnum. Ef menn horfa út fyrir kassann sjá þeir að blind- ir og sjónskertir eru góðir starfs- kraftar.“ Hlynur Þór Agnarsson, sölu- fulltrúi hjá Vodafone og tónlist- arkennari, sem er með 10 til 30 prósenta sjón, er meðal þeirra sem í dag flytja framsögu á ráð- stefnunni. Hann segir viðhorf starfsfélaganna jákvæð gagn- vart sjónskerðingu hans. „Ég hef húmor fyrir sjálfum mér og sagði snemma frá sjónskerðingu minni sem ég fæddist með. Ég segi reynslusögur af því sem ég hef lent í vegna sjónskerðingarinnar og aðrir hafa þá farið að gera grín að þessu með mér.“ Nær helmingur blindra og sjónskertra hefur atvinnu Atvinnuþátttakan er mikil hér miðað við önnur lönd. Eigum samt langt í land með að jafna atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra við almenna atvinnuþátttöku hér, segir Halldór Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi. Í VINNUNNI „ Maður stjórnar þessu sjálfur. Það skilar miklu að hugsa í lausnum í stað þess að hugsa í vandamálum,“ segir Hlynur Þór Agnarsson, sem er með 10 til 30 prósenta sjón. Hann er sölufulltrúi hjá Vodafone og tónlistar- kennari. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Að sögn Hlyns háir sjónskerð- ingin honum ekki mikið í starfi. „Ég vinn aðallega við úthringing- ar og er við tölvu allan daginn. Ég er með stækkunarbúnað sem nýt- ist mér vel. Ég gæti fengið meiri aðstoð en ég er þrjóskur og sjálf- stæður og vil ögra sjálfum mér.“ Hlynur tekur það fram að hann reyni að láta sjónskerðinguna há sér sem minnst í daglegu lífi. „Maður stjórnar þessu sjálfur. Það skilar miklu að hugsa í lausnum í stað þess að hugsa í vandamálum. Það er mjög auðvelt að detta í vandamálapakkann og hugsa sem svo að maður geti ekki þetta og ekki hitt.“ Í samantekt Þjónustumiðstöðv- arinnar segir að forvitnilegt sé að kanna hvaða þættir geti staðið í vegi fyrir atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra. Meðal ástæðna gæti verið skortur á atvinnutækifærum, ekki nógu gott aðgengi og skortur á starfsendurhæfingu. Bent er á að ein ástæðan gæti verið tregða atvinnurekenda til að fjárfesta í hjálpartækjum en samkvæmt núgildandi lögum er gert ráð fyrir að atvinnurekandi greiði fyrir slík- an búnað, eins og til dæmis tölvu- hugbúnað sem sé alla jafna dýr. Halldór Sævar bendir á að eitt af verkefnum næstu ára sé að rannsaka mikinn mun á atvinnu- þátttöku karla og kvenna meðal blindra og sjónskertra á aldrinum 18 til 67 ára. Hjá konum sé hún 32 prósent en 60 prósent hjá körlum. ibs@frettabladid.is Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá ÓVENJU MILT Yfirleitt svipað veður á landinu í dag og á morgun, austanátt með vætu einkum eystra og heldur mildu veðri. Hæg suðlæg eða breytilega átt á sunnudag og víða bjart en þá kólnar lítið eitt í veðri. 4° 9 m/s 6° 8 m/s 9° 10 m/s 10° 17 m/s 5-10 m/s. 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi XX° XX° 5° 11° XX° 7° 14° 11° 11° 24° 13° 20° 20° 18° 13° 12° 11° 11° 9° 9 m/s 9° 9 m/s 7° 7 m/s 7° 10 m/s 5° 6 m/s 6° 7 m/s 3 8 m/s 7° 6° 6° 4° 8° 7° 5° 5° 5° 3° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur SUNNUDAGUR Á MORGUN Ef menn horfa út fyrir kassann sjá þeir að blindir og sjónskertir eru góðir starfskraftar. Halldór Sævar Guðbergsson, atvinnu- og virkniráðgjafi DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til níu mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa sest klofvega yfir fyrrverandi unnustu sína og slegið og sparkað í andlit hennar og líkama. Konan hlaut áverka á höfði, andliti, hálsi og handlegg við ofbeldið. Maðurinn var á reynslulausn vegna fyrri dóms þegar árásin átti sér stað. Með árásinni braut hann skilmála reynslulausnar- innar. Fyrir dómi neitaði maður- inn sök en viðurkenndi að hafa löðrungað konuna. Ákæruvald- ið krafðist þess að refsing yfir manninum yrði þyngd en maður- inn fór sjálfur fram á að verða sýknaður og til vara að refsing yrði milduð. Dómurinn féllst ekki á að þyngja refsinguna. - vh Réðst á fyrrverandi unnustu: Níu mánaða fangelsisdómur DÆMDUR Ákærði krafðist sýknu. FRÉTTABLAÐIÐ/EINAR SAMFÉLAGSMÁL Borgarráð sam- þykkti í gær einróma að grípa til aðgerða gegn heimilisofbeldi í Reykjavík. Sett verður upp föst vakt til að vinna með og styðja fórnarlömb heimilisofbeldis í sam- starfi við lögregluna á höfuðborg- arsvæðinu og grasrótar- og stuðn- ingssamtök. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir frá því í vikulegu fréttabréfi sínu að starfshópur um málið hafi lokið störfum á dögunum og skilað 24 aðgerðum sem miða að því að draga úr heim ilisofbeldi. Árlegur kostnaðarauki vegna verkefnisins verður um 50 milljónir króna. Fréttablaðið sagði frá þessum áformum 28. október en þá sagði borgarstjóri að sér fyndist augljóst að gera þyrfti betur. „Ekki síst til að auka traust þolenda til bæði lög- reglunnar og sveitarfélagsins og til að lyfta þessum málum fram í dagsljósið og koma þeim skýru skilaboðum á framfæri að við umberum ekki heimilisofbeldi,“ segir Dagur. - shá Starfshópur skilgreinir 24 aðgerðir til að draga úr heimilisofbeldi í Reykjavík: Áætlun gegn heimilisofbeldi BORGARSTJÓRI Telur augljóst að gera megi betur í baráttunni gegn heimilis- ofbeldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest áframhaldandi farbann yfir 59 ára gömlum dæmdum kynferð- isbrotamanni, Jóni Sverri Braga- syni, til 9. desember. Hann var gripinn í Leifsstöð þann 1. ágúst grunaður um vörslu barnakláms. Lögreglustjóri telur brýna rann- sóknarhagsmuni standa til þess að manninum verði gert að sæta áframhaldandi farbanni. Rann- sókn málsins er nú lokið og verða rannsóknargögn, að sögn fulltrúa lögreglustjóra, send ríkissaksókn- ara á allra næstu dögum en rann- sóknin mun hafa verið tæknilega flókin og tímafrek. - sáp Rannsókn málsins lokið: Áframhaldandi farbann HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð- herra er ekki mótfallinn kannabis- notkun í lækningaskyni. Hann segir málið að sínu mati ekki pólitísks eðlis heldur sé meginskylda heil- brigðiskerfisins að lækna sjúka og lina þjáningar. Ekki sé hægt að úti- loka kannabis sé það raunhæf lausn við þjáningum og veikindum. Jón Þór Ólason, þingmaður Pírata, spurði á Alþingi hvort lagabreyt- ingar sé þörf til að leyfa kannabis í lækningaskyni. Nefnd á vegum ráð- herra fer nú yfir málið. - nej Skylda að lina þjáningar: Útilokar ekki kannabis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.