Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 33
LÍFIÐ 14. NÓVEMBER 2014 • 9 hinu voru Rómeó og Júlía að ríf- ast,“ segir hún og brosir kímin. Upp úr þessum spuna fæddist hið gleðilega söngleikjapar Viggó og Víóletta. „Við Bjarni Snæbjörns- son spunnum upp þessi gleðihjón sem voru eins konar söngleikja- fanatíkusar. Hann var augljós- lega ekki kominn út úr skápn- um og hún kippti sér ekkert upp við það. Söngleikirnir voru það sem sameinaði þau, öllu öðru var sópað undir teppið,“ segir Sigga Eyrún. Spunafarsinn um söng- leikjaparið fór á flug eftir að þau komu fram í Gay Pride-göngu og eftir það tók við annasamur tími á alls kyns uppákomum. Söng- leikurinn átti hug og hjarta Siggu Eyrúnar á þessum tímapunkti og settu þau Bjarni upp vinsæla tón- leikaröð bæði í Salnum í Kópa- vogi og í Hörpu ásamt þeim Mar- gréti Eir og Orra Hugin sem kall- aðist Ef lífið væri söngleikur. „Þarna fluttum við rjómann af söngleikjalögum og fengum að nördast að vild,“ segir hún. Ætli ég skíri hann ekki bara Jesú Sigga Eyrún á tæplega sex ára dóttur úr fyrra sambandi en hún skildi við barnsföður sinn fyrir þremur árum. „Ég varð ólétt frekar snemma í sambandinu og við ákváðum að reyna það sem við gátum til að halda sam- bandinu þar sem við erum svo góðir vinir. En það fór eins og það fór og við áttuðum okkur á að sambandið væri fullnægj- andi fyrir hvorugt okkar. Því var því auðslitið en eftir situr kær vinskapur. Við erum bæði ham- ingjusamari í dag og samskipt- in ganga mjög vel,“ segir Sigga Eyrún. Eftir skilnaðinn einbeitti Sigga Eyrún sér að vinnunni enda í krefjandi starfi á sviði. Það var svo í gegnum sviðs- listina sem hún kynntist núver- andi sambýlismanni sínum og tilvonandi barnsföður, Karli Olgeirs syni, tónlistarmanni og upptökustjóra. „Við kynntumst þegar ég söng í Ef lífið væri söngleikur, hann var þá nýfluttur heim frá Svíþjóð. Við smullum strax saman og átt- uðum okkur bæði á því að það yrði ekki aftur snúið,“ segir hún með bros á vör. Tónlistin tengir þau Siggu Eyrúnu og Karl saman og eru spennandi tímar fram undan hjá þeim. „Á næstu dögum kemur platan okkar út, á henni er að finna lög bæði eftir Kalla og aðra þekkta íslenska tónlistar- menn. Það má segja að við tökum herðapúðana af nokkrum þekkt- um lögum frá níunda áratugnum, tónum þau niður og skellum inn smá dassi af bossanova. Útkom- an verður mjög þægileg og nota- leg,“ segir Sigga Eyrún. Platan er þó ekki eini stóri pakkinn sem þau Karl koma til með að opna á næstunni því þau eiga von á sínu fyrsta barni saman á næstu vikum. „Ég er sett 20. desember og þetta er drengur, ætli ég skíri hann ekki bara Jesú,“ segir Sigga Eyrún og hlær upphátt. „Við erum að sjálfsögðu mjög spennt og full eftirvæntingar. Þetta er annað barn okkar beggja en Kalli á 14 ára son úr fyrra sambandi,“ segir hún. Sigga Eyrún kemur þó ekki til með að sitja auðum hönd- um í barneignarleyfinu þar sem hún stefnir á að ljúka masters- ritgerð sinni úr leiklistarkenn- aradeild Listaháskóla Íslands auk þess að fylgja plötunni eftir. Framtíðin er því björt hjá þessari hæfileikaríku söngdívu og verð- ur gaman að fylgjast með verkum hennar á sviði söng- og leiklistar á komandi árum. MYNDAALBÚMIÐ Baksviðs á Mary Poppins. Sigga að syngja á tónleikum. Prófaðu reiknivélina á www.on.is og sjáðu hvað ísskápurinn, frystikistan og önnur eldhústæki nota mikið rafmagn. Við erum heppin að náttúran skuli sjá okkur fyrir meira en nóg af orku til að létta okkur lífið svo um munar. Forsenda þess að við getum farið vel með auðlindirnar og lækkað kostnað er að vita hvað er í gangi og hversu mikla orku raftækin nota að staðaldri. Á on.is er handhæg reiknivél sem auðveldar þér að sundurliða orkunotkun heimilisins og meta kostnaðinn í heild og við einstaka þætti. Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn til allra landsmanna á samkeppnishæfu verði. Við viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni og bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is HVAÐ FER MIKIL ORKA Í AÐ HALDA MJÓLKINNI KALDRI? Sigga á leikskólanum í Danmörku. Systkinahópurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.