Fréttablaðið - 14.11.2014, Blaðsíða 34
10 • LÍFIÐ 14. NÓVEMBER 2014
10 BÆKUR SEM GERA
LÍFIÐ AÐEINS BETRA
Fjöldinn allur af bókum hefur verið skrifaður um hamingjuna
og leiðir til betri heilsu. Þær lofa hver af annarri töfralausn-
um á örskotsstundu. Það hljómar afskaplega vel en er nú
oftast ekki raunin við nánari skoðun. Hamingjan felst í ferðalaginu sjálfu,
hugarfarinu gagnvart því og að gleyma ekki að njóta hvers augnabliks.
Birtingur
VOLTAIRE
Bráðskemmtileg bók sem rituð
var um miðja 18. öld af ritsnill-
ingnum franska Voltaire og þýdd
af Halldóri Laxness. Bókin er í
rauninni háðsdeila á heimspeki-
kenningar sem samtíðarmenn
Voltaires settu fram og gerir á
köflum grín að bjartsýni. Aðal-
sögupersónan kemst þó að því í
lokin að hver og einn skapar sína
paradís með því að rækta garð-
inn sinn og oftar en ekki þarf
ekki að leita langt yfir skammt til
að finna hamingjuna. Þessi bók
er skyldulesning og einstaklega
skemmtilega þýdd.
Friðrika Hjördís
Geirsdóttir
Umsjónarkona Lífsins
Dásamlegur
andlitsskrúbbur fyrir
viðkvæma húð.
Auðvelt er að búa
hann til og margir
eiga hráefnin nú
þegar til í eldhúsinu.
HAFRA- OG HUNANGSSKRÚBBUR
½ bolli haframjöl
3 matskeiðar hunang
4 matskeiðar hrein jógúrt
Byrjið á því að mylja haframjölið
í matvinnsluvél. Blandið svo öllum
hráefnunum saman og berið á and-
lit með hringlaga hreyfingum.
Leyfið skrúbbnum að liggja á
húðinni í 20–30 mínútur. Hreinsið
af með rökum þvottapoka.
EFTIRFARANDI TÍU BÆKUR
ENDURSPEGLA ÞESSA LÍFSSPEKI, ALLAR Á SINN HÁTT
The How of
Happiness
SONJA LYUBOMIRSKY
Höfundur bók-
arinnar er há-
skólaprófessor
sem gert hefur
þúsundir sál-
fræðirannsókna .
Bókin er afrakst-
ur og samantekt
úr þessum rann-
sóknum og sýnir
á einfaldan máta hvernig þú
getur gert líf þitt hamingjuríkara
með einföldum leiðum.
How to Win
Friends and
Infl uence People
DALE CARNEGIE
Tilgangur
þessarar bókar
er að hjálpa
lesandanum að
leysa stærsta
verkefni lífs
síns: Að ná til
og hafa áhrif
á annað fólk.
Bókin bend-
ir á einfald-
ar en áhrifa-
ríkar leiðir til
að efla hæfni í mannlegum sam-
skiptum, vinna aðra á sitt band og
hafa áhrif á umhverfið í einkalífi,
félagslífi og starfi. Ein mest selda
og áhrifaríkasta bók sinnar teg-
undar frá upphafi.
The Power of Now
ECKHART TOLLE
Höfundur bók-
arinnar er
einn fremsti
lífsspeking-
ur okkar tíma
og hefur skrif-
að fjölda bóka
og haldið fyrir-
lestra um mik-
ilvægi þess að
vera í núinu
því þar sé hina
sönnu hamingju að finna. Í bókinni
deilir Eckhart Tolle ferðalagi sínu
frá daglegum kvíða og þunglyndi
að andlegum friði og hamingju.
Mátturinn í núinu, eins og hún
heitir upp á íslensku, hefur farið
sigurför um heiminn og er Oprah
Winfrey meðal allra mestu aðdá-
enda Tolle en hann hefur margoft
komið fram í þáttum hennar.
Man’s Search
for Meaning
VIKTOR E. FRANKL
Mögnuð bók þar
sem höfund-
ur hennar deil-
ir reynslu sinni
úr fangabúð-
um Þjóðverja
í seinni heim-
styrjöldinni og
þeirri leið hans
til þess að finna
jákvæðan punkt
hvern dag í þess-
um erfiðu að-
stæðum. Bókin er mannbætandi og
hefur verið valin ein af tíu áhrifa-
mestu bókum Bandaríkjanna.
The Art of
Happiness
DALAI LAMA
Í þessari ein-
stöku bók
greinir Dalai
Lama, einn
fremsti andlegi
leiðtogi heims,
frá því hvern-
ig hann öðlað-
ist sálarró og
sigrast á þung-
lyndi, kvíða,
reiði, afbrýði
eða bara hversdagslegri geð-
vonsku. Hann ræðir um mannleg
samskipti, heilbrigði, fjölskyldu
og vinnu og sýnir fram á að innri
friður er öflugasta vopnið í bar-
áttunni við dagleg vandamál.
Bókin gefur glögga og raunhæfa
mynd af því hvernig haga má líf-
inu sér og öðrum til farsældar og
öðlast varanlega hamingju. Bókin
hefur verið þýdd á íslensku og
kallast Leiðin til lífshamingju.
Litli prinsinn
ANTOINE DE SAINT-EXUPÉRY
Bókin er eftir
flugmanninn
Antoine og er
sögð vera inn-
blásin af því
þegar höfund-
urinn brotlenti
flugvél sinni í
miðri Sahara-
eyðimörkinni
og kynnist þar ungum dreng. Í
gegnum þessi kynni lærir hann
að meta mikilvægi einlægra sam-
skipta. Bókin er í raun falleg hug-
leiðing um lífið og mikilvægi þess
að týna ekki barninu í sjálfum sér.
Alkemistinn
PAUL COELHO
Mjög skemmti-
leg frásögn
Pauls af sögu-
hetjunni Sant-
iago sem ferðast
til Afríku í leit
að fjársjóði.
Á leiðinni lend-
ir hann í spenn-
andi ævintýr-
um og kynnist
litríkum ein-
staklingum sem
hafa áhrif á hann. Höfundurinn
nær á áhrifaríkan hátt að flétta
inn í söguþráðinn mikilvægi þess
að fylgja draumum sínum og láta
hjartað ráða för. Bókin er í vand-
aðri þýðingu Thors heitins
Vilhjálmssonar.
Hamingjan
efl ir heilsuna
BORGHILDUR SVERRISDÓTTIR
Borghildur
Sverrisdóttir
sendi nýver-
ið frá sér þessa
áhugaverðu
bók sem fjallar
um mikilvægi
jákvæðrar sál-
fræði í daglegu
lífi og upp-
byggjandi áhrif hennar. Bókin
sýnir lesendum einfaldar leiðir
að því hvernig við getum skapað
okkar eigin viðhorf og hugarfar.
Add More -ing
to Your Life
GABRIELLE BERNSTEIN
Gabrielle er
einn heitasti
andlegi og
hvatningar-
fyrirlesarinn í
Bandaríkjun-
um þessa dag-
ana. Hún hefur
skrifað fjölda
bóka um það
hvernig við
getum lifað líf-
inu til hins ýtrasta. Í þessari bók
færir hún lesendum áhugaverða
og nýja nálgun á lífið á skyn-
samlegan hátt og það hvernig
við getum orðið hamingjusamari
dagsdaglega.
Heilsuvísir